Ég er nemi í endurskoðun, hef verið að vinna sem bakvörður á landspítalanum og sit í stjórnum Ungra Pírata, Pírata í Reykjavík, Félagsins Ísland – Palestína og Skjóls. Skjól er félag sem ég stofnaði ásamt tveimur öðrum konum í byrjun árs og er tilgangur félagsins að veita þolendum ofbeldis stuðning, fræðslu og þjónustu.
Mikilvægt er að koma inn enn meiri fræðslu um ofbeldi í grunnskóla, íþróttastarf og frístundastarf, bæði fyrir starfsfólk til að þekkja einkennin, en líka fyrir börnin sjálf. Samræma þarf varnir gegn ofbeldi í skólum og byggja upp öflugt forvarnarstarf.