Ég heiti Sigurbjörg Erla og ég bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Ég er 35 ára gömul þriggja barna móðir, sálfræðingur og með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu. Ég er í pólitík vegna þess að mig langar að stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki vel upplýstar ákvarðanir.
Ég vil sjá Kópavog með mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Tryggjum jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða.