Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1984, hún er náms- og starfsráðgjafi og hún brennur fyrir réttlætismál. Hún hefur starfað með Pírötum í Hafnarfirði frá árinu 2014 og hún leggur ríka áherslu á að koma á virku íbúalýðræði í bænum og að vera málsvari jaðarsettra einstaklinga og hópa. Hún vill bæta þjónustu við ungmenni og gera Hafnarfjörð að fjölskylduvænu sveitarfélagi.