Oddviti Pírata í Hafnarfirði | Ég heiti Haraldur R. Ingvason, f. 5.3.1969, líffræðingur og Pírati frá 2016. Ég tel að uppruni minn og fjölbreytt reynsla frá yngri árum ásamt áralöngu starfi í blöndu vísinda- og menningarumhverfis skapi góðan grunn fyrir setu í sveitarstjórn. Ég mun leggja áherslu á umhverfis og skipulagsmál í víðu samhengi með það að markmiði að skapa góðan og skemmtilegan bæ.