Kosningar 22: Mannréttindi og lýðræði

Bein útsending á piratar.tv

Stefnumótunarvinna Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 hélt áfram í gær. Bein útsending var á piratar.tv um málefni mannréttinda og lýðræðis. Við fengum til okkar þá Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóra Samtakanna 78 og Óskar Dýrmund Ólafsson hverfisstjóra Breiðholts og tóku þeir þátt í „Spurt og Svarað“ á piratar.tv

Daníel E. Arnarsson

Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og hefur sinnt því starfi frá árinu 2017, hann er einnig félagsfræðingur að mennt. Daníel hefur komið víða við í réttindabaráttu hinsegin fólks og ítrekað verið skipaður í samráðsvettvanga um málefni hinsegin fólks á vettvangi ríkisins þar sem hann hefur þrýst á jákvæðar lagalegar breytingar í þágu aukinnar réttindaverndar, eins og í nefnd um málefni hinsegin fólks 2014-2016, starfshópi um lög um kynrænt sjálfræði og fagnefnd um málefni barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.

Óskar Dýrmundur Ólafsson

Óskar Dýrmundur Ólafsson starfar sem framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts og hefur í tvo áratugi komið að margvíslegum verkefnum í nærþjónustu sem leiðtogi og hverfisstjóri. Þar á meðal eru verkefni sem varða styrkingu lýðræðislega þátttöku íbúa þar sem hann hefur fengist við meðal annars áhrif þess að öðlast meira vald yfir eigin lífi í samhengi nærsamfélagsins og hvaða jákvæðu áhrif það getur haft á einstaklinga. Hefur hann skrifað útgefið efni í þessu tilliti. Hann er sagnfræðingur með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA).

Nýjustu myndböndin