
Það er metnaður Pírata að gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegri stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Píratar gera gott betra. Við gerum græn plön og framkvæmdir enn grænni svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport. Við hleypum sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist. Það skiptir máli að fólk geti treyst kerfum samfélagsins. Það skiptir máli að kjósa. Ef þú vilt ráða einhverju um framtíðina skaltu kjósa. Annars ákveður bara einhver annar fyrir þig.
Kjóstu heiðarlegri stjórnmál með því að setja X við P.