Skip to main content

Þingmál

Tillaga Pírata um tölvutækt snið þingskjala var samþykkt á Alþingi

Þingsályktunartillaga Pírata sem Helgi Hrafn Gunnarsson flutti, um tölvutækt snið þingskjala var samþykkt á síðasta degi vorþingsins sl. fimmtudag. Í ályktuninni er lagt til að þingskjöl sem birta skal í Alþingistíðindum, sbr. 90. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, verði gefin út á tölvutæku sniði þannig að lög, kaflar í lögum, lagagreinar, málsgreinar, málsliðir, […]

Vilja segja upp samningi ríkis og kirkju um kirkjujarðir og laun presta

Þingmenn Pírata hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem kveður á um að ríkisstjórninni verði falið að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir og launagreiðslur presta frá árinu 1997. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir.  Hér fyrir neðan má lesa valda kafla úr greinargerð með tillögunni, en tillöguna sjálfa og greinargerð í heild […]

Helgi Hrafn vill aðild að geimvísindastofnun Evrópu

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur, ásamt 13 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum, lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu fyrir Íslands hönd. Geimvísindastofnunin (ESA) hefur það markmið að vera samstarfsvettvangur Evrópuríkja í geim- og tæknirannsóknum. ESA eru sjálfstæð samtök en eiga í nánu samstarfi við Evrópusambandið […]

Afnám sjálfkrafa skráningar barna í trúfélög

Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp um skráningu barna í trúfélög. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en auk Ástu Guðrúnu Helgadóttur og Helga Hrafns Gunnarssonar eru meðflutningsmenn Brynhildur Pétursdóttir, Óttarr Proppé, Steinunn Þóra Árnadóttir. Samkvæmt gildandi lögum eru börn við fæðingu sjálfkrafa skráð í það trúfélag eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru […]

Hagsmunaskráning þingmanna

Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingar á þingsköpum og almennum hegningarlögum, þess efnis í fyrsta lagi að alþingismenn skuli gera opinberlega grein fyrir hvers kyns persónulegum hagsmunum eða hagsmunaárekstrum við meðferð máls á Alþingi, með yfirlýsingu á þingfundi, í nefndum þingsins eða á þeim vettvangi sem við á hverju sinni. Í öðru lagi […]

Píratar leggja fram lyklafrumvarp

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður að nýju svohljóðandi frumvarpi um breytingu á lögum um samningsveð: Lánveitandi, sem í atvinnuskyni veitir einstaklingi lán til kaupa á fasteign sem ætluð er til búsetu og tekur veð í eigninni til tryggingar endurgreiðslu lánsins, getur ekki leitað fullnustu kröfu sinnar í öðrum verðmætum veðsala en veðinu. Krafa lánveitanda á […]

Hættum að banna bingó á föstudaginn langa

Píratar hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lög um helgidagafrið verði afnumin og fyrir þrábeiðni Guðmundar Steingrímssonar fékk hann að vera með. Í greinargerð með frumvarpinu eru rök þess útskýrð og þar segir: Markmið þessarra löngu úreltu laga er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld og takmarka afþreyingu fólks á helgidögum þjóðkirkju-nnar. […]

Pírataákvæði í nýjum lögum um opinber fjármál

Í nýsamþykktum lögum um opinber fjármál er þrusugott ‘Pírataákvæði’ en í 16. gr. þessara nýsamþykktu heildarlaga um opinber fjármál segir: Talnagrunnur fjárlaga og frumvarps til þeirra skal vera aðgengilegur á tölvutæku sniði og á opnum miðli og þau gögn skulu vera aðgengileg öllum til eftirvinnslu á tölvutækan máta. Helgi Hrafn skýrði ákvæðið með svohljóðandi hætti […]

Tillaga um borgaralaun lögð fram

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun). Þetta er í annað sinn sem tillaga þessi er lögð fram en það er Halldóra Mogensen sem er fyrsti flutningsmaður eins og áður. Tillagan hefur tekið svolitlum breytingum frá því síðast og er nú lagt til að ráðherra skipi hóp sem kortleggi leiðir til að tryggja öllum […]

Frumvarp um bætt aðgengi að fyrirtækjaskrá

Björn Leví Gunnarsson varaþingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá, sem ætlað er að auka aðgengi almennings að upplýsingum.  Þau gögn úr fyrirtækjaskrá sem eru aðgengileg almenningi eru mjög takmörkuð og gefa til dæmis engar upplýsingar um hver ber ábyrgð á því fyrirtæki sem leitað er að. Upplýsingar um stjórn og […]

Frumvarp um styttri vinnutíma

Björn Leví Gunnarsson varaþingmaður suðvesturkjördæmis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku. Frumvarpið felur í sér að almennur vinnutími er styttur um klukkutíma á dag, eða úr átta klukkutímum í sjö.  Markmið breytingarinnar er ekki að kjör skerðist við styttingu vinnudags og ekki er gert ráð fyrir því að vinnudagur styttist sjálfkrafa […]

Sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður ítarlegs þingmáls sem þingmenn Pírata leggja nú fram í annað sinn, um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu. Með tillögunni er lagt til að unnið verði lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Við undirbúning frumvarpsins beri líta til eftirfarandi verkefna slíkrar […]

Upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra

Ásta Guðrún Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps þingflokks Pírata um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um ráðherraábyrgð sem gerir ráð fyrir að refsivert verði fyrir ráðherra að gefa Alþingi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum í máli sem Alþingi hefur til meðferðar og […]

Fyrsta þingmál Pírata á 145. þingi – OPCAT

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögu um fullgildingu OPCAT sem er viðbótarsamningur við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Í samningi þessum er kveðið á um eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipta einstaklinga s.s. fangelsi, geðsjúkrahús o.fl. Íslenska ríkið undirritaði samninginn árið 2003 en hefur enn ekki fullgilt hann og komið honum til framkvæmda. Verði tillaga þessi […]

Ekki lengur refsivert að guðlasta!

Guðlast er ekki lengur refsivert á Íslandi og frá og með deginum í dag er fyllilega löglegt hér á landi að gera góðlátlegt grín að trúarbrögðum og trúarfígúrum hverskyns. Frumvarp Pírata um brottfall 125. gr. almennra hegningarlaga var samþykkt á Alþingi rétt í þessu og þetta er því mikill gleðidagur fyrir bæði húmorista og alla […]

Tillaga um sjálfstætt eftirlit með starfsemi lögreglu

Í gær mælti Helgi Hrafn Gunnarsson fyrir tillögu til þingsályktunar um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu og er tillagan nú komin til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Í tillögunni er lagt til að forsætisnefnd undirbúi lagafrumvarp um sérstaka eftirlitsstofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með lögreglu með höndum. Hugmyndin er sú að […]

Brjálaður fimmtudagur!

Síðasti þingdagur fyrir langt helgarfrí var venjufremur erilsamur hjá Pírötum og margt bar á góma. Lekamálið, makrílfrumvarpið, fjarskiptamál, net-neutrality, höfundaréttur var mál málanna, fjórar skriflegar fyrirspurnir lagðar fram og mælt fyrir tveimur Píratafrumvörpum. Lekamálið Birgitta sat dramatískann fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um afgreiðslu nefndarinnar á skýrslu um lekamálið. Skýrslu meirihlutans má finna hér en […]

Píratar og Björt framtíð vilja öfluga uppljóstraravernd

Þau Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir mæltu í kvöld fyrir frumvarpi Bjartar framtíðar og Pírata um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Flokkarnir tveir hafa átt ánægjulegt og gott samstarf um þetta frumvarp sem sem flokkarnir leggja nú fram í sameiningu eftir að hafa endurbætt það töluvert frá því það var lagt fram á síðasta kjörtímabili. […]

Viðurkenning á þjóðarmorði á Armenum

Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um  viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum sem hófst fyrir 100 árum (24. apríl 1915). Forvígismenn tillögunnar eru Halldóra Mogensen, varaþingkona Pírata og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Samfylkingarinnar. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: Opinberlega byggðust aðgerðirnar á þvinguðum fólksflutningum hinna óæskilegu, ekki síst Armena […]

Afnám gagnageymdar

Píratar hafa lagt fram frumvarp um afnám gagnageymdar. Samkvæmt 3. mgr. 42. gr. laga um fjarskipti er fjarskiptafyrirtækjum gert skylt að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu sakamálarannsókna. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, jafnframt því að upplýsa um […]

Hert skilyrði við símhlerunum

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp um hert skilyrði við símhlerunnum. Breytingarnar sem lagðar eru til eru til komnar til að mæta gagnrýni um að íslenskir dómstólar veiti nánast undantekningarlaust heimild til hlustunar og skoðunar á fjarskiptagögnum þegar óskað er eftir því. Af svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar (þskj. 547 í 116. máli) […]

Miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara

Þau Róbert Marshall og Birgitta Jónsdóttir eru fyrstu flutningsmenn frumvarps Bjartrar framtíðar og Pírata til heildarlaga um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að uppljóstrarar njóti bæði efnahaglegrar og félagslegrar verndar sem og verndar gegn málsóknum. Gerður er greinarmunur á svokölluðum innri og ytri uppljóstrunum, en skilyrði fyrir ytri […]

Frumvarp um líftíma þingmála (þingmálahali).

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem Píratar flytja ásamt þingflokki Bjartrar framtíðar um líftíma þingmála. Í frumvarpinu er mælst til þess að þingmál sem ekki hafa fengið lokaafgreiðslu við lok hvers löggjafarþings falli ekki niður heldur lifi áfram og falli ekki niður fyrr en við lok kjörtímabils. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars. […]

Þingsályktunartillaga um sjálfstætt eftirlit með lögreglu

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram ítarlegt þingmál um sjálfstætt eftirlit með starfsháttum og starfsemi lögreglu. Með tillögunni er lagt til að unnið verði lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Við undirbúning frumvarpsins beri líta til eftirfarandi verkefna slíkrar stofnunar: a. að hefja athugun að eigin frumkvæði, b. […]

Sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verði hætt

Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp þess efnis að sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög verði hætt. Um tvennskonar breytingu er að ræða. Annars vegar er lagt til að börn geti tekið ákvörðun varðandi aðild sína að skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi sjálf á fjórtánda aldursári eða þegar þau eru orðin 13 ára í stað 16 ára aldurs. […]

Afnám refsingar fyrir guðlast

Frumvarp þingflokks Pírata um afnám refsingar fyrir guðlast var dreift á Alþingi í dag. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði sem leggur bann við guðlasti verði fellt brott úr almennum hegningarlögum. Umrætt ákvæði er í 125. gr. almennra hegningarlaga og er svohljóðandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs […]

Alþingi fordæmi pyndingar CIA

Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður  tillögu til eftirfarandi þingsályktunnar: Alþingi ályktar að fordæma harðlega pyndingar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur staðið fyrir og bandarísk stjórnvöld látið viðgangast frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Tillöguna flytur Birgitta ásamt öðrum þingmönnum Pírata og nokkrum þingmönnum Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Öldungadeild Bandaríkjaþings birti nýverið skýrslu sem lýsir hrottalegum pyndingum […]

Afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna

Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem þingmenn Pírata leggja nú fram í annað sinn, um afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta var lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki rætt. Er það nú lagt fram að nýju óbreytt. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra […]

Frumvarp um sannleiksskyldu ráðherra

Jón Þór Ólafsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps þingflokks Pírata um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um ráðherraábyrgð sem gerir ráð fyrir að refsivert verði fyrir ráðherra að gefa Alþingi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum í máli sem Alþingi hefur til meðferðar […]

Alþingi virði þjóðarviljann frá 20. október 2012

Í dag eru tvö ár frá því kjósendur lýstu afstöðu sinni til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkurra spurninga um stjórnarskrármál. Af þessu tilefni leggja þingmenn Pírata fram í dag, tilllögu til þings-ályktunar um að Alþingi álykti að fara beri að skýrum vilja meiri hluta kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 og skorar á forsætisráðherra […]

Frumvarp um styttri vinnutíma

Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um 40 stunda vinnuviku sem mælir fyrir um að vinnudagur styttist um eina klukkustund á dag. Vinnuvikan verði þannig 35 vinnustundir í stað 40 stunda. Hér má lesa frumvarpið og kynna sér framvindu þess á þingi.   Í greinargerð með frumvarpinu segir:  Frumvarpið felur […]

Fullgilding OPCAT

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT). Í tillögunni er einnig lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að hefja án tafar undirbúning að setningu laga um […]

Borgaralaun

Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunnar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun). Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti: að fela félags- og húsnæðismálaráðherra í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp til að kortleggja leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg […]

Netvænt land

Jón Þór Ólafsson hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Málið er nú lagt fram í annað skipti, en Jón Þór kynnti málið töluvert á síðasta þingi. (143. löggjafarþingi). Um er að ræða efnahagsáherslur sem Píratar hafa haldið á lofti. Með tillögunni er lagt til að á […]

Stofnun samþykkisskrár

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram  tillögu til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár. Tillagan gerir ráð fyrir að innanríkisráðherra verði falið að láta hefja skráningu á óskum einstaklinga varðandi brottnám líffæra eða lífrænna efna við andlát til nota við læknismeðferð annars einstaklings eða til vísindarannsókna, nýtingu skýrt afmarkaðra persónugagna til vísinda- og fræðirannsókna og aðrar óskir er varða […]

Jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu

Birgitta Jónsdóttir hefur, ásamt Helga Hrafni og Jóni Þór, lagt fram þingsályktunnartillögu um jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði falið að vinna aðgerðaráætlun með hliðsjón af net-hlutleysis hugmyndafræðinni um hvernig tryggja skuli jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu óháð búsetu og fjárhag. Tímasetning þessarrar tillögu tekur nokkurt mið […]

Netvænt land

Jón Þór Ólafsson hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. Um er að ræða efnahagsáherslur sem Píratar hafa haldið á lofti. Með tillögunni er lagt til að á Íslandi verði skapað vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annari upplýsingatækni ásamt vernd á […]

Breyting á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar)

Ásta Helgadóttir, varaþingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á sveitarstjórnarlögum, sem útbýtt var í þinginu í gær.  Í 108. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, er kveðið á um að 20% kosningarbærra íbúa í sveitarfélagi geti óskað íbúakosninga og er þá skylt að verða við því eigi síðar en innan árs frá því að óskin berst. […]

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram tillögu til þingsályktunnar þess efnis að Alþingi álykti að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010. Sjá nánar fréttatilkynningu þingflokks vegna stjórnartillögu um að aðildarviðræðum skuli slitið.   Eftirfarandi spurning […]

Stefnumótun í vímuefnamálum

Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um mótun heildstæðrar stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Ásamt þingmönnum Pírata eru þingmenn úr öllum flokkum skráðir flutningsmenn tillögunnar. Þingsályktunartillagan: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að innleiða nýja stefnu í vímuefnamálum þar sem horfið verði […]

Afnám fangelsis fyrir tjáningu skoðana

Þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp til breytinga á almennum hengingarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra hegningalega, sem setja tjáningarfrelsinu skorður, verði breytt á þann á þann veg að ekki verði heimilt að dæma menn til fangelsisvistar fyrir að tjá skoðanir sínar. Um er að ræða breytingar á eftirfarandi ákvæðum:   95. gr. […]

Framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni

Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framferði kínverskra yfirvalda gangvart Tíbetsku þjóðinni. Tillagan er í nokkrum liðum og er mælst til þess að Alþingi lýsi yfir þungum áhyggjum af vaxandi ofbeldi og kúgun kínverskra yfirvalda gagnvart Tíbet, fordæmi vaxandi hörku gagnvart friðsamlegum mótmælum í Tíbet, hvetji kínversk stjórnvöld til að aflétta herkví í Tíbet og hleypa […]

Nauðungarsala (frestun nauðungarsölu)

Þingmenn Pírata hafa lagt fram lagafrumvarp þar sem lagt er til að Íbúðalánasjóði verði tímabundið óheimilt að krefjast nauðungarsölu á fasteign eða ráðstöfun hennar. Er hér um að ræða tímabundið ákvæði vegna þeirrar óvissu sem enn ríkir í fjármálum skuldugra heimila eftir efnahagshrunið. Lagafrumvarpið: Nauðungarsala (frestun nauðungarsölu). Umfjöllun um frumvarpið á vettvangi Alþingis er hér að finna.

Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins

Þingmenn Pírata hafa lagt fram tillögu til þingsályktunnar um að fara beri að skýrum vilja meiri hluta kjósenda, eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Í tillögunni er mælst til þess að Alþingi skori á forsætisráðherra að hafa þessa ályktun að leiðarljósi við þá endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem fyrirhuguð er á yfirstandandi kjörtímabili. Í […]