Jón Þór Ólafsson

Jón Þór

Ég varð Pírati þegar ég áttaði mig á að Píratar eru kyndilberar rettindaverndar og lýðræðisumbóta okkar tíma. Þar hefur hjartað mitt alltaf slegið.

Eftir stúdentsprófið í Menntaskólanum í Reykjavík lagðist ég í ferðalög í fimm heimsálfum áður en ég settist aftur á skólabekk í Háskóla Íslands við heimspeki og viðskiptafræði.

Áhuginn á stjórnmálum vaknaði fyrir innrásina í Írak og færðist heim eftir hrunið. Aðhald með valdhöfum og réttur okkar allra til að koma að ákvörðunum sem okkur varðar verður aðeins tryggður í stjórnarskrá. Vinna við að fá nýja stjórnarskrá var því megin markmiðið þá og er enn.

Samhliða því að vera malbiks starfsmaður á plani í tuttugu ár hef ég starfað mikið í grasrótinni:
– Íslandsdeild Amnesty, verkstjórn í Guantanamo áskoruninni.
– 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi, fjölmiðlafulltrúi.
– The Game of Politics, bókarskrif um stjórnmál til að valdefla grasrótina (ókeypis á netinu).
– Borgarahreyfingin, framkvæmdastjóri frá stofnun til kosninga.
– Hreyfingin, stjórnarmaður.
– IMMI alþjóðleg stofnun fyrir upplýsinga- og tjáningafrelsi, stjórnarmaður.
– Píratar, þingmaður.
– Þingið.is, hannaði vef til að gera leikreglur Alþingis aðgengilegri landsmönnum.

Í þingstarfinu hef ég forgangsraðað málum eftir áhrifum þeirra á grunnstefnu Pírata um réttindavernd og valddreifingu. Því næst hvort þau fara í nefnd sem ég sit í og get fylgt vel eftir. Svo setti ég mikla áherslu á mál sem brenna mest á þjóðinni hverju sinni. Á kjörtímabilinu hafa þau m.a. verið skuldir heimilanna, veiðigjöldin, ESB umsóknin, makríllinn og heilbriðigsþjónustan. Endurreisn heilbrigðisþjónustunnar og nýja stjórnarskráin eru í algjörum forgangi í dag.

Styrkleikar í starfi eru að vera lausnamiðaður og úrræðagóður, fljótur að sjá heildarmyndina, hvað sé gerlegt og koma því í verk. Veikleikar mínir eins og margra með ADHD er að klára verk. Aðeins styrkleikar skila árangri svo lykilatriðið er samstarf með fólki sem er sterkt þar sem þú ert veikur. Þannig eru Píratar.

Ég er óháður sérhagsmunaaðilum, gegni engum trúnaðarstörfum, á engin hlutabréf, fyrirtæki eða aflandsfélög, og verðmætasta eignin eru bíl.

Í einni setningu þá er ég launsnamiðaður og úrræðagóður tveggja barna kvæntur faðir með heimspeki og viðskiptafræði áfanga frá HÍ og þriggja ára þingreynslu eftir fjórtán ára grasrótarstarf. Til þjónustu reiðurbúinn 🙂