Einar Aðalsteinn Brynjólfsson

Einar Brynjólfsson

Einar Brynjólfsson

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson er þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi. Hann hef lengst af sinnt kennslu, þar af síðustu sjö ár við Menntaskólann á Akureyri. Einar hef í gegnum tíðina unnið ýmis önnur störf, svo sem í frystihúsi, við dagskrárgerð á útvarpsstöð, við prófarkalestur og leiðsögn.

  • Ég vil berjast fyrir jöfnuði í íslensku samfélagi, þar sem allir leggja sitt af mörkum án undanbragða og þar sem allir hafa jöfn tækifæri, án tillits til efnahags eða búsetu. Til að ná fram slíkum jöfnuði vil ég leggja sérstaka áherslu á nýja stjórnarskrá, heilbrigðismál, menntamál, ferðaþjónustu og náttúruvernd, sjávarútveg og landbúnað.
  • Ég vil gera almenningi kleift að veita stjórnvöldum meira aðhald. Hann þarf að fá aðgang að öllum upplýsingum og síðast en ekki síst, að fá að greiða atkvæði um stóru málin. Stjórnvöld eiga nefnilega að vinna fyrir almenning og með almenningi í landinu.
  • Íslendingar standa á mikilvægum tímamótum. Núna bendir flest til þess að þjóðin hafi fengið nóg af sukki og svínaríi og vilji gagngerar kerfisbreytingar. Ég vil leggja mitt af mörkum til þessar breytingar nái fram að ganga. Þess vegna vil ég bjóða mig fram fyrir hönd Pírata, vígreifur og glaður, en fullur aðmýktar gagnvart vandasömu verki.