Þingflokkur Pírata samanstendur af 6 þingmönnum eftir Alþingiskosningarnar 2017 þar sem Píratar fengu 9,2% kjörinna atkvæða.

Píratar voru stofnaður sem stjórnmálaafl 24. nóvember árið 2012. Píratar nutu stuðnings rúmlega 5% landsmanna í alþingiskosningum 2013 og fengu þrjá þingmenn kjörna á Alþingi.

Þingmenn Pírata eru Helgi Hrafn Gunnarsson (RvkN), Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (RvkS), Björn Leví Gunnarsson (RvkS), Halldóra Mogensen (RvkN), Jón Þór Ólafsson (SV) og Smári McCarthy (S).

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður, Helgi Hrafn Gunnarsson er varaformaður þingflokks og Jón Þór Ólafsson ritari þingflokks.

Upplýsingar um Pírata á Alþingi

Þingmenn og varaþingmenn Pírata á vef Alþingis

Starfsmaður þingflokks Pírata er Eiríkur Rafn Rafnsson. Netfang: eirikurrafn@althingi.is.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Ég er 29 ára lögfræðingur, blaðamaður og Pírati. Lögfræðina lærði ég í fjórum háskólum víðsvegar um Evrópu (Þýskalandi, Grikklandi og Hollandi), þar sem ég sérhæfði mig […]

Smári McCarthy

Smári McCarthy hefur undanfarin ár fyrst og fremst unnið í upplýsingafrelsis- og lýðræðismálum út um allar trissur. Smári er fyrrum tæknistjóri hjá Organized Crime and Corruption […]

Jón Þór Ólafsson

Ég varð Pírati þegar ég áttaði mig á að Píratar eru kyndilberar rettindaverndar og lýðræðisumbóta okkar tíma. Þar hefur hjartað mitt alltaf slegið. Eftir stúdentsprófið í […]

Helgi Hrafn Gunnarsson

Ég fæddist 22. október 1980 í Reykjavík. Hef starfað við forritun og kerfisstjórnun í næstum því 14 ár fyrir ýmis fyrirtæki og viðskiptavini. Áhugamaður um allt […]

Halldóra Mogensen

Ég heiti Halldóra Mogensen og er þingkona Pírata i Reykjavíkurkjördæmi Norður. Djúpstæð réttlætiskennd og löngun mín til að vera samfélaginu til gagns hefur alltaf verið ríkjandi […]

Björn Leví Gunnarsson

Áður en ég tók til starfa á Alþingi Íslendinga þá vann ég sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Menntamálastofnun. Menntun mín er á sviði upplýsingatækni í námi (online social […]