Skip to main content

Úr ræðustól

Jómfrúrræða Smára McCarthy

Frú forseti. Takk fyrir þær góðu umræður sem hafa verið í gangi í dag. Mig langar að benda á að spilling er til af tvennum toga. Annars vegar það það form spillingar sem var mikið til umræðu fyrir kosningar þar sem fólk gerir vísvitandi eitthvað rangt, í skjóli embættis síns eða í skjóli leyndar. Hitt […] Lesa meira

,,Er ekki nóg komið af ómannúðinni hér?“

Birgitta Jónsdóttir vakti athygli á málefnum hælisleitenda, sér í lagi barna, í störfum þingsins í gær. Birgitta sagði það oft gerast að börn hælisleitenda, börn sem fædd eru hér á landi og börn sem hingað leiti skjóls séu fyrirvaralaust send úr landi. Benti Birgitta á að Umboðsmaður barna hafi gagnrýnt aðstæður þessara barna og sagt […] Lesa meira

,,Umhverfi okkar er að breytast og við verðum að vera óhrædd við að breytast líka“

Halldóra Mogensen, varaþingmaður, hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Helga Hrafns, sem situr 71. þing Sameinuðu þjóðanna í New York. Halldóra kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins og ræddi stefnu Pírata og framtíðarsýn.   Herra forseti. Við Píratar stefnum að róttækum breytingum í samfélaginu, raunverulegum kerfisbreytingum. Við erum hugsjónafólk sem er annt um lýðræði og […] Lesa meira

Spyr mennta- og menningarmálaráðherra um viðbrögð við yfirvofandi kennaraskorti

Ásta Guðrún Helgadóttir spurði mennta- og menningarmálaráðherra um viðbrögð við yfirofandi kennaraskorti í óudirbúnum fyrirspurnartíma sl. þriðjudag og lagði áherslu á grunn- og leikskólakennara. Ásta benti á að nýnemum hafi fækkað og einungis tveir þriðju af nýútskrifuðum kennurum á árunum 2008-2012 hafi haldið til starfa í grunnskólum auk þess sem margir sem snúa til annara […] Lesa meira

,,Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir“

Helgi Hrafn hélt sína síðustu ræðu á Alþingi á föstudaginn 7. október sl. en hann er nú á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðu sinni sagði Helgi Hrafn að hann myndi áfram fylgjast með gangi mála á þinginu þegar hann hverfur frá þeim vettvangi, en ítrekaði tillögu sína sem hann hefur margoft borið […] Lesa meira

,,Þekkingu á málaflokknum öðlast maður ekki með því að lesa einfaldlega fjölmiðla.“

Helgi Hrafn tók til máls í störfum þingsins til að ræða hvernig sum málefni hafa tilhneigingu til að afmyndast í umræðunni, eins og birtist í málefnum flóttafólks. Afmyndun umræðu verður til vegna þekkingarleysis en Helgi segir ekki nægjanlegt að skima bara yfirborðið til að öðlast greinargóða þekkingu: ,,Þekkingu á málaflokknum öðlast maður ekki með því að lesa einfaldlega fjölmiðla.“ Virðulegi […] Lesa meira

Dauðir lagabókstafir eru ógn við réttindi borgaranna

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs í þinginu til að ræða dauðan lagabókstaf sem hann sagði ógn við rétt borgaranna: ,,Ég tel að þetta sé hættulegt í réttarríki sem vill að borgarinn sé upplýstur um hvað hann megi gera og hvað ekki. Þetta er í skásta falli misvísandi skilaboð.“ Virðulegi forseti. Mig langar mikið til að […] Lesa meira

Meirihluti Alþingismanna lýsir yfir djúpstæðum áhyggjum af fyrirhugaðri lagasetningu í Póllandi

Ásta Guðrún Helgadóttir tók til máls í störfum þingsins til að vekja athygli á fyrirhugaðri lagasetning í Póllandi sem kveður á um blátt bann við fóstureyðingum. Þakkaði hún þingmönnum þann stuðning í baráttu fyrir kvenréttindum sem þeir sýndu í verki með því að veita undirskriftir sínar við opið bréf til pólska þingsins sem Ásta Guðrún skrifaði og afhenti […] Lesa meira

Aðstöðumun í þinginu misbeitt

Birgitta Jónsdóttir tók til máls í þinginu til að ræða starfsáætlun þingsins og þann aðstöðumun sem fyrir liggur, þar sem minnihlutinn verður að standa vaktina í þinginu og rækja sitt aðhalds- og eftirlitshlutverk á meðan að stjórnarflokkarnir geta nýtt sér aðstöðumuninn í krafti síns þingmeirihluta og mætingin á þingið eftir því. Þá er einnig aðstöðumunur […] Lesa meira

Helgi Hrafn: Beinni aðkoma almennings til eflingar lýðræðis

Helgi Hrafn kvaddi sér hljóðs í þinginu undir liðnum störf þingsins til að ræða minnkandi kosningaþátttöku og hvernig hægt sé að snúa þeirri þróun við til eflingar lýðræðisins. Hvatti Helgi til þess að nútímatækni yðri nýtt til þess að efla þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Virðulegi forseti. Minnkandi kosningaþátttaka er áhyggjuefni sem hefur orðið alvarlegra núna […] Lesa meira

Utanríkisráðherra sér ekkert athugavert við sniðgöngu þings og þjóðar

Birgitta spurði utanríkisráðherra út í ræðu ráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og kallaði hún eftir skoðun ráðherra á þeim gjörningi fyrrverandi utanríkisráðherra að slíta viðræðum við Evrópusambandið án aðkomu þings og þjóðar. Benti hún á í þessu samhengi að núverandi utanríkisráðherra hefði í ræðu sinni lagt áherslu á mikilvægi réttarríkisins, stöðugleika og góðra stjórnarhátta sem […] Lesa meira

Ræða Helga Hrafns á Eldhúsdegi

Helgi Hrafn átti lokaræðuna á Eldhúsdegi í þinginu. Hægt er að sjá og lesa ræðuna hér að neðan. Virðulegi forseti. Kæru landsmenn. Kæri borgari. Það er vinsælt að bölsótast út í stjórnmálin og stjórnmálamenn, kalla þá öllum illum nöfnum, ómögulega og ónýta o.s.frv. Þegar ég rekst á þessa orðræðu, sem auðvitað gerist fyrst og fremst […] Lesa meira

Helgi Hrafn spyr innanríkisráðherra um viðbrögð við skýrslu um stefnu í vímuefnamálum

Helgi Hrafn tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu til að falast eftir viðbrögðum innanríkisráðherra við skýrslu starfshóps um stefnu í vímuefnamálum sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar. Hægt er að sjá og lesa alla umræðuna hér að neðan. Helgi Hrafn: Virðulegi forseti. Nýlega gaf heilbrigðisráðherra út skýrslu um mótun stefnu til að draga úr […] Lesa meira

Píratar standa vaktina: Verja borgararéttindi og friðhelgi einkalífs

Breytingar á lögum um meðferð sakamála voru til umræðu í þinginu á dögunum. Nánar til tekið var um að ræða skilyrði til símhlustunar og hlerana, sem verið er að þrengja. Helgi Hrafn tók til máls í umræðum um málið í þinginu og benti á að ekki mátti muna miklu til að illa færi vegna þess […] Lesa meira

Fjármálaráðherra ýjar að lengra þinghaldi til að koma lífeyrissjóðamálinu í gegn

Birgitta Jónsdóttir spurði fjármálaráðherra út í breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og lýsti áhyggjum sínum af því að verið væri að hraða svo stóru máli í gegnum þingið án gaumgæfilegrar skoðunar og þverpólitísksstuðnings rétt fyrir kosningar. Fjármálaráðherra sagðist vilja framlengja þingið ef ekki tækist að koma því í gegnum þing á áætluðum starfstíma þingsins. Hægt er að […] Lesa meira

Helgi Hrafn um óheiðarleika stjórnmálamanna

Helgi Hrafn tók til máls í þinginu undir liðnum störf þingsins. Þar ræddi hann um óheiðarleika í stjórnmálum, þá tilhneigingu sumra til að fara með rangt mál til þess eins að koma höggi á andstæðinginn og þá eðlilegu afleiðingu af slíkum vinnubrögðum, að það rýri traust á Alþingi og stjórnmálum almennt. Virðulegi forseti. Það er […] Lesa meira

Birgitta um meinta skýrslu fjárlaganefndar

Birgitta Jónsdóttir tók til máls á þinginu undir liðnum störf þingsins til að ræða skýrslu sem formaður og varaformaður fjárlaganefndar unnu og kostuðu í sameiningu og kynntu sem afurð fjárlaganefndar. Forseti. Það verður að viðurkennast að ég er svolítið ringluð yfir vinnubrögðum við skýrsluna eða ritgerðina sem var unnin af „meiri hluta fjárlaganefndar“. Þetta er […] Lesa meira

,,Virðulegi forseti. Þetta er engin málamiðlun.“

Helgi Hrafn tók til máls í umræðum í þinginu um frumvarp forsætisráðherra um stjórnskipunarlög, en þar gagnrýndi hann hið lokaða ferli sem einkenndi vinnu stjórnarskrárnefndar og sagði það leiða af sér lögmæta, réttmæta og rökrétta tortryggni. Þá gagnrýndi Helgi synjunarþröskuldin sem finna má í frumvarpsinu sem hann telur andlýðræðislegan og gera heimasetu í þjóðaratkvæðagreiðslum að […] Lesa meira

Um mikilvægi þverpólitískrar samvinnu og langtímaáætlanir

Birgitta tók til máls á þinginu og lýsti áhyggjum sínum á óvönduðum vinnubrögðum í þinginu sem hún sagði hægt að breyta með betri samvinnu og vinnu við langtímaáætlanir. Þverpólitísk vinna tryggir betur framgang mála þrátt fyrir breytingar á því hver fari með völd hverju sinni. Píratar hafa lengi talað fyrir leiðum til að efla þingið, […] Lesa meira

Pólitík og gagnrýnin hugsun

Helgi Hrafn tók til máls á þinginu og ræddi um þann hvata sem viðgengst innan pólitísks vettvangs til að grugga sannleiksleit – að óheiðarleika í pólitík væri tekið sem sjálfsögðum hlut. Helgi Hrafn lagði áherslu á að fólk glöggvi sig á samhengi orðræðunnar: ,,Þess vegna langar mig að leggja það til við áheyrendur sem hlusta […] Lesa meira

Hvetur til samráðs og samstarfs um stór pólitísk mál

Ásta Guðrún tók til máls í þinginu í gær og hvatti til víðs samráðs þegar ráðist er í breytingar á stórum málum eins og fyrirkomulagi Lánasjóði íslenskra námsmanna, en Ásta vakti athygli á því að umsagnaraðilar um LÍN frumvarpið hafi kvartað yfir sýndarsamráði. Hægt er að sjá og lesa ræðuna hér að neðan.   Virðulegi […] Lesa meira

Má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ástundað róttæka íhaldssemi í stjórnarskrármálum í 70 ár

Birgitta Jónsdóttir tók til máls þegar frumvarp forsætisráðherra um stjórnskipunarlög var til umræðu í þinginu. Talaði þingmaður Sjálfstæðisflokks um að honum hugnaðist ekki róttækar breytingar á stjórnarskrá landsins. Birgitta svaraði þessu um hæl: ,,Fyrst hv. þm. Birgir Ármannsson talaði um að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki hlynntur róttækum breytingum á stjórnarskrá væri afskaplega gaman, gott og gagnlegt […] Lesa meira

Helgi Hrafn spyr utanríkisráðherra um samskipti Íslands og Tyrklands

Helgi Hrafn spurði utanríkisráðherra um samskipti Íslands og Tyrklands, en hann lýsti þungum áhyggjum af því að verið sé að berjast gegn Kúrdum undir því yfirskini að um baráttu gegn ríki Íslams sé að ræða. Hann hvatti utanríkisráðherra til þess að koma skýrum skilaboðum á framfæri við Tyrkland um að aðför að Kúrdum undir áðurnefndu […] Lesa meira

Sérstök umræða á þinginu um eðli og tilgang þjóðaratkvæðagreiðslna

Helgi Hrafn var málshefjandi að sérstakri umræðu í þinginu um eðli og tilgang þjóðaratkvæðagreiðslna. Til andsvara var forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá alla umræðuna og lesa fyrstu ræðu Helga Hrafns. Virðulegi forseti. Það er mjög við hæfi að við ræðum þetta í kjölfar þeirra umræðu sem var hér áðan. Tilefni þess að ég óska […] Lesa meira

Helgi Hrafn spyr um næstu skref í mótun stefnu vegna vímuefnamála

Helgi Hrafn tók til máls í óundirbúnum fyrirspurna tíma þingsins til að spyrja heilbrigðisráðherra um næstu skref í kjölfar skýrslu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Hægt er að sjá alla umræðuna hér að neðan. Virðulegi forseti. Mig langar að byrja á að óska hæstv. ráðherra til hamingju með að þessi […] Lesa meira

,,Stjórnmál og trúarbrögð eiga ekki samleið“

Helgi Hrafn tók til máls í störfum þingsins og fjallaði um tengsl stjórnmála og trúarbragða, þar sem hann hvatti eindregið til þess að aðskilja ríki og kirkju. Hægt er að sjá ræðuna hér að neðan og lesa. Virðulegi forseti. Stjórnmál og trúarbrögð eiga ekki samleið. Það er eitthvað sem ég hefði haldið að öll vestræn […] Lesa meira

,,Það er ákveðið gullæði núna, við þekkjum það“

Birgitta Jónsdóttir talaði um líkindi nú og í aðdraganda Hrunsins þegar hún tók til máls í störfum þingsins. Hægt er að sjá ræðuna og lesa hér að neðan. Forseti. Undanfarið árið hefur einhvern veginn minnt mig á aðdraganda hrunsins árið 2008. Mjög margt er nú að gerast sem fékk að eiga sér stað fyrir hrun. […] Lesa meira

,,Ég held að það sé kominn tími til að rjúfa þing“ – Ásta Guðrún

Ásta Guðrún tók til máls á þingi og auglýsti eftir forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og hvatti til þess að þing yrði rofið. Hægt er að sjá og lesa ræðuna hér að neðan. Virðulegi forseti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvernig þingstörfin hafa gengið undanfarnar vikur. Það hefur verið ákveðin tilvistarkreppa á Alþingi undanfarna […] Lesa meira

Birgitta spyr ráðherra um ákvörðunarferli vegna Lögregluskólans

Birgitta Jónsdóttir tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu til að spyrja mennta- og menningarmálaráðherra hvaða forsendur lágu að baki ákvörðunartöku hans um staðsetningu Lögregluskólans. Forseti. Mér leikur forvitni á að vita hvaða sjónarmið nákvæmlega lágu að baki því að hæstv. menntamálaráðherra ákvað að lögreglunámið mundi eiga sér stað í Háskólanum á Akureyri. Mig […] Lesa meira

Birgitta: Píratar vilja að aflaheimildir verði boðnar upp

Birgitta Jónsdóttir tók til máls í sérstökum umræðum í þinginu í gær um uppboðsleið í stað veiðigjalda í sjávarútvegi. Hægt er að sjá og lesa ræðuna hér að neðan. Forseti. Píratar telja mjög mikilvægt að útgerðin verði ekki rukkuð um óhóflega há gjöld fyrir að nýta sameiginlegar auðlindir Íslendinga því að um undirstöðuatvinnugrein er að […] Lesa meira

Helgi Hrafn mælir fyrir þingsályktunartillögu um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu

Helgi Hrafn er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), en tillagan kallar eftir því að Alþingi feli utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að stofnuninni. Fyrsta umræða fór fram í vikunni og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan. Meðflutningsmenn tillögunnar eru Katrín Jak­obs­dótt­ir, Páll Val­ur Björns­son, Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, […] Lesa meira

Ásta Guðrún spyr um endurgreiðslu tannlæknakostnaðar til aldraðra og öryrkja

Ásta Guðrún Helgadóttir spurði heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu tannlæknakostnaðar til aldraðra og öryrkja í kjölfar frétta um að rúmlega 23 þúsund eldri borgarar og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira en reglugerð ráðherra kveður á um. Hægt er að sjá og lesa alla umræðuna hér að neðan.   Ásta Guðrún: Virðulegi forseti. Það kom fram hér á […] Lesa meira

Helgi Hrafn um tækniframfarir og misskilning

Helgi Hrafn Gunnarsson tók til máls undir liðnum störf þingsins og ræddi þar baráttuna gegn ólöglegu niðurhali sem hann sagði byggða á misskilningi líkt og stríðið gegn fíkniefnum. Virðulegi forseti. Þegar vandamál eru misskilin og þróun samfélagsins misskilin er hætt við því að fólk fari að beita röngum aðferðum við að reyna að laga þau. […] Lesa meira

Ásta Guðrún tók til máls um friðhelgi og netöryggi á þinginu í dag

Ásta Guðrún Helgadóttir tók til máls á þinginu í dag undir liðnum störf þingsins um tillögur vinnuhóps á vegum innanríkisráðuneytisins til að sporna gegn ólöglegu niðurhali. Virðulegi forseti. Mig langar til þess að ræða tillögur vinnuhóps á vegum innanríkisráðuneytisins sem vann að því að finna lausnir til þess að sporna gegn ólöglegu niðurhali á internetinu. […] Lesa meira

Helgi Hrafn ræðir Dyflinnarreglugerðina og kostnað við hælisumsóknir

Helgi Hrafn tók til máls í störfum þingsins og fjallaði um valkvæðar heimildir Dyflinnarreglugerðarinnar. Virðulegi forseti. Þegar yfirvöld og framkvæmdarvaldið ákveða að gera eitthvað þá kostar það jafnvel peninga. Reynsla síðustu ára af hinni svokölluðu Dyflinnarreglugerð hefur verið sú að Ísland reynir eftir fremsta megni að nýta hana til þess að henda fólki úr landi […] Lesa meira

Birgitta tók til máls um stöðu þjóðmála

Birgitta tók til máls um stöðu þjóðmála:   Forseti. Ég ætla að vara fólk við. Langflestir í þessum sal eru komnir í kosningahaminn skelfilega þar sem loforðin eru svo óraunveruleg að þeim ber að taka af mikilli varúð. Mig langar til að rifja upp af hverju við erum hér í dag, af hverju við erum […] Lesa meira

Ásta Guðrún spurði ráðherra um hlutverk LÍN

Ásta Guðrún Helgadóttir spurði mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna:   Virðulegi forseti. Mig langar til að spyrja hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra svolítið út í hvert hann telji hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna eigi að vera. Hvaða hlutverki á LÍN að gegna í íslensku samfélagi? Nú er ég búin að lesa yfir frumvarp hæstv. […] Lesa meira

Helgi Hrafn spurði ráðherra um málsmeðferð í útlendingamálum

Helgi Hrafn átti orðastað við innanríkisráðherra í dag um stjórnsýslu í málefnum hælisleitenda. Virðulegi forseti. Enn á ný er talsverð umræða í samfélaginu um hvernig farið er með hælisleitendur og aðra sem koma hingað í neyð í leit að skjóli. Sú umræða er því miður ekki ný og ekkert bendir til þess að hún sé […] Lesa meira

Ásta Guðrún kallar eftir menntastefnu

Ásta Guðrún Helgadóttir kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins í gær vegna nýframkomins frumvarps Menntamálaráðherra um LÍN. Í ræðu sinni kallar Ásta Guðrún eftir skýrari menntastefnu. Í ræðu sinni sagði Ásta meðal annars: Það sem mig langaði hins vegar til að lýsa eftir er í raun og veru menntastefna stjórnvalda. Hvar er hún eiginlega? Nú […] Lesa meira

Helgi Hrafn um brottvísun Eze Okafor

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins í gær um brottvísun Eze Okafor. Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir hv. þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi, gegn vilja sínum. Hann var tekinn með valdi. Stundum nefni ég það, eins og […] Lesa meira

Hvernig gengur ríkisstjórninni að „virkja samtakamátt þjóðarinnar“?

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær spurði Birgitta Jónsdóttir forsætisráðherra um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og hvernig hann  mæti árangurinn. Horfa má á umræðuna í myndskeiði hér fyrir neðan. Forseti. Ég var að renna yfir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 2013 og hef nokkrar spurningar til hæstv. forsætisráðherra í tengslum við það. Í yfirlýsingunni stendur, með leyfi […] Lesa meira

Ásta Guðrún Helgadóttir á eldhúsdegi

Ásta Guðrún Helgadóttir gerði lýðræðið og vinnubrögð stjórnarmeirihlutans að sérstöku umræðuefni á eldhúsdegi 30. maí 2016. Myndskeið með ræðunni er hér fyrir neðan. Virðulegi forseti –  Góðir landsmenn, Fyrstu fíflar vorsins hafa nú þegar fullþroskast og biðukollurnar við stjórnarráðið bíða eftir því að vindurinn feyki þeim á vit ævintýranna. Þegar síðustu biðukollurnar munu kveðja sumarið […] Lesa meira

Helgi Hrafn á eldhúsdegi

Helgi Hrafn Gunnarsson reið á vaðið og steig fyrstur Pírata í ræðustól á eldhúsdegi í gær með frábæra ræðu. Virðulegi forseti. Kæru landsmenn. Nú hef ég setið á Alþingi í þrjú ár og það hefur verið lærdómsríkur tími. Hér lærir maður margt, um allt milli himins og jarðar, og jafnan á ég auðveldara nú með […] Lesa meira

Birgitta ræddi samninga Landsvirkjunnar við stóriðjuna

Birgitta Jónsdóttir átti orðastað við fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í gær um stefnu stjórnvalda í raforkusölu. Hér fyrir neðan má hlusta á umræðu Birgittu og ráðherra. Hér fer fyrst ræða Birgittu um málið: Forseti. Mig langar að ræða við hæstv. fjármálaráðherra um stefnu stjórnvalda í raforkusölu. Forsvarsmenn Landsvirkjunar fögnuðu því nýverið að hafa náð almennilegum […] Lesa meira

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður námsmanna

Frá því að Ásta Guðrún Helgadóttir settist á þing síðastliðið haust, hefur hún verið óþreytandi við að halda hagsmunamálum námsmanna á lofti og þá ekki síst réttindum námsmanna til mannsæmandi framfærslu. Með öðrum orðum hafa málefni LÍN verið henni mjög hugleikin. Hér á eftir fer samantekt á fyrirspurnum Ástu og ræðum sem helgaðar eru stúdentum. […] Lesa meira

Helgi Hrafn mátaði frumvarp stjórnlagaráðs á atburði síðustu viku

Í störfum þingsins í dag vakti Helgi Hrafn máls á mikilvægi þess að ræða nýja stjórnarskrá. Umræðan í samfélaginu þessa dagana sýni og sanni að fólk láti sig varða fleiri þætti en efnahagslega velsæld. Helgi Hrafn vakti sérstaka athygli á nokkrum ákvæðum úr frumvarpi stjórnlagaráðs sem skipta máli vegna atburða undanfarinna daga; m.a. þeim sem varða […] Lesa meira

Ásta Guðrún hvetur til samstöðu íslenskra þingmanna- og kvenna með kvenfrelsi í Póllandi

Í Póllandi er í bígerð að setja lög um bann við fóstureyðingum. Í ræðu í störfum þingsins í dag ræddi Ásta Guðrún um aðgengi að fóstureyðingum og óskaði eftir stuðningi þingheims og sérstaklega þingkvenna við kvenfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt pólskra kvenna og mótmæli gegn fyrirhugðum mannréttindabrotum í Póllandi. Hér má hlusta á ræðuna, myndskeið verður sett […] Lesa meira

Ræða Helga Hrafns um vantraust á ríkisstjórnina

Hér fyrir neðan má hlusta á og lesa ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar í umræðu um vantraust, þingrof og kosningar sem fór fram á Alþingi föstudaginn 8. apríl sl. Virðulegi forseti. Við ræðum hér vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni. Þessi tillaga snýst ekki um það hvort verk ríkisstjórnarinnar hafi verið góð eða vond eða hvort stefna ríkisstjórnarinnar sé […] Lesa meira

Ræða Birgittu Jónsdóttur um vantraust á ríkisstjórnina

Hér fyrir neðan má hlusta á og lesa ræðu Birgittu Jónsdóttur í umræðu um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og kosningar sem fór fram á Alþingi föstudaginn 8. apríl sl. Forseti. Mjög skýr krafa var í samfélaginu vikuna áður en Kastljóssþátturinn var sýndur um að hefja undirbúning á vantrausti á þáverandi ríkisstjórn, sem ég minni reyndar […] Lesa meira

Birgitta vakti athygli á ófremdarástandi á leigumarkaði

Það er algjört ófremdarástand á leigumarkaði í dag og fólk er orðið langeygt eftir úrræðum og lausnum frá hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra. Það eru margir óyfirstíganlegir þröskuldar sem hafa þróast út af þessu ástandi og óþolandi nýjar kröfur sem nánast enginn getur risið undir sem er á þessum markaði. Krafa um margra mánaða tryggingafé er […] Lesa meira

Ásta ræddi við Sigmund um atgervisflótta

Fólksflutningar hafa verið mikið í deiglunni undanfarið. Samkvæmt nýjustu tölfræði frá Hagstofu Íslands virðast brottfluttir íslenskir ríkisborgarar vera fleiri en aðfluttir. Samkvæmt þeim greiningum sem hafa verið gerðar undanfarið, a.m.k. í fjölmiðlum, virðist vera um menntafólk að ræða, að ungt fólk og menntað sé aðallega að flytjast úr landi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir […] Lesa meira

Sérstakar umræður um einkavæðingu Landsbankans

Ásta Guðrún Helgadóttir var frummælandi í sérstakri umræðu í þinginu í dag um hugmyndir um einkavæðingu Landsbankans. Umræðan var mjög fjörug og mörg ólík sjónarmið komu fram, eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan.  Í ræðu sinni sagði Ásta meðal annars: Það var ekki farið að huga að einkavæðingu ríkisreknu bankanna af einhverri […] Lesa meira

Staða stjórnmálaflokka í lýðræðisumgjörðinni

Þingflokkur Pírata er eingöngu skipaður konum þessa viku, en Halldóra Mogensen situr á þingi þessa viku í fjarveru Helga Hrafns Gunnarssonar. Halldóra kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins í gær og lagði út af 100 ára kosningarafmæli kvenna í ræðu sinni: Virðulegi forseti Þessa viku er þingflokkur Pírata skipaður konum eingöngu. Okkur skilst að þetta […] Lesa meira

Til verndar höfundum eða milliliðum?

Ásta Helgadóttir flutti ítarlega og velígrundaða ræðu um höfundarétt í dag þegar frumvarp menntamálaráðherra um breytingu á höfundalögum var til umræðu. Í ræðu sinni fór Ásta meðal annars yfir þann mun sem er á réttindum höfunda annars vegar og réttindum rétthafa hins vegar.  Þessi ræða Ástu sýnir að Píratar eru langt frá því að vera […] Lesa meira

Yfirdráttarvextir vegna námslána

Ásta Guðrún Helgadóttir beindi ítarlegri fyrirspurn til menntamálaráðherra í gær um fyrirframgreiðslur námslána. Í ræðu sinni fór Ásta stuttlega yfir aðstæður viðskiptamanna lánasjóðsins og bar upp eftirfarandi spurningar við ráðherra. Telur ráðherra fyrirframgreiðslum námslána best fyrir komið hjá einkabönkum? Telur ráðherra eðlilegt að nemendur greiði yfirdráttarvexti vegna fyrirframgreiðslu námslána sinna? Telur ráðherra eðlilegt að fyrirframgreiðslum námslána […] Lesa meira

Alltof margir án heimilislæknis

Birgitta Jónsdóttir átti orðastað við heilbrigiðsráðherra í gær og spurði hann um stöðuna í heilsugæslunni og skort á heimilislæknum. Aldursamsetning heimilislækna er þannig að stór hluti starfandi heimilislækna er að fara á eftirlaun og mikill fjöldi fólks er án heimilislæknis árum og áratugum saman og kerfið býður þannig tæpast upp á að heilsugæslan sé fyrsti […] Lesa meira

Helgi Hrafn ræddi um innflytjendur

Virðulegi forseti. Stundum er sagt að heimurinn fari minnkandi. Ég er ósammála því, ég vil meina að heimurinn fari stækkandi. Hann stækkar hratt og hann stækkar mikið og það er mikið gleðiefni. Það sem er að gerast núna á 21. öldinni er með gleðilegri þróunum sem ég veit til að hafi orðið í mannkynssögunni og […] Lesa meira

Birgitta vakti athygli á eyðingu gagna í stjórnsýslunni

Í störfum þingsins í gær vakti Birgitta Jónsdóttir athygli á fréttum af því að tölvupóstum starfsmanna efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefði verið varanlega eytt og því ekki unnt að rekja ákvarðanir og framkvæmdir í stjórnsýslunni frá þeim tíma sem um er að ræða (árin 2007 – 2009. Birgitta vakti meðal annars athygli á því að það […] Lesa meira

Björn Leví um 20. október 2012

Björn Leví Gunnarsson varaþingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins í gær og hafði þetta að segja: Forseti. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs þann 20. október 2012 greiddu 73.408 manns, eða um tveir þriðju hlutar þeirra sem kusu, atkvæði með því að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Það er hærra […] Lesa meira

Jón Þór á Eldhúsdegi 1. júlí 2015

Kæru landsmenn Það hefur staðið yfir fullkominn stormur fyrir fylgisaukningu Pírata að undanförnu. Síðustu mánuði hefur ekki mikið blásið frá hægri eða vinstri. Það hefur verið sterk norðanátt. Stjórnmálaumræðan hefur mikið snúist um valdhroka, spillingu, óheiðarleika. Eftirspurn hefur því aukist eftir gegnsæi og beinna lýðræði – hún hefur aukist eftir aðhaldi með kjörnum fulltrúum og […] Lesa meira

Birgitta á Eldhúsdegi 1. júlí 2015

Forseti, kæra þjóð Þetta þing hefur verið um margt sérstakt. Þungbært og átakaþrungið og afar óskilvirkt. Ég verð að viðurkenna að vonbrigði mín með stjórnarfarið og stjórnsýsluna á Íslandi eru djúpstæð. Ég er ekki ein um þessi vonbrigði. Vonbrigði þjóðarinnar hafa endurspeglast í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Við lifum á sögulegum tímum, því vantraustið […] Lesa meira

Helgi Hrafn á Eldhúsdegi 1. júlí 2015

Jæja, virðulegi forseti Nú er kominn sá dagur sem við eigum að lýsa liðnu Alþingi á einhverjum örfáum mínútum. Það er svosem ágæt þjálfun í því að gera óþolandi langa sögu óþolandi stutta, en í því skyni að fyrirbyggja ásakanir um málþóf skal ég bara vera snöggur af því að gorta. Píratar hafa lagt fram: […] Lesa meira

Brjálaður fimmtudagur!

Síðasti þingdagur fyrir langt helgarfrí var venjufremur erilsamur hjá Pírötum og margt bar á góma. Lekamálið, makrílfrumvarpið, fjarskiptamál, net-neutrality, höfundaréttur var mál málanna, fjórar skriflegar fyrirspurnir lagðar fram og mælt fyrir tveimur Píratafrumvörpum. Lekamálið Birgitta sat dramatískann fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um afgreiðslu nefndarinnar á skýrslu um lekamálið. Skýrslu meirihlutans má finna hér en […] Lesa meira

Höfundalög til umræðu á Alþingi

Mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir þremur frumvörpum um breytingar á höfundalögum í dag. Líflegar umræður sköpuðust um málið og óhætt er að segja að Píratar hafi verið leiðandi í þeirri umræðu. Sá tónn var sleginn í umræðunni að æskilegt væri að frumvörpin þrjú fari í umsagnarferli og ‘liggi í bleyti’ í sumar og verði tekin […] Lesa meira

Jón Þór spurði Bjarna Ben um hagsmunaskráningu þingmanna o.fl.

Jón Þór Ólafsson kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnatíma í gær og ræddi við Bjarna Benediktsson um siðareglur fyrir alþingismenn og ráðherra, frumvarp um hagsmunaskráningu þingmanna og sannleiksskyldu ráðherra. Jón Þór ræddi um kosti og galla siðareglna og spurði ráðherra meðal annars um viðhorf hans til þess hvort ákvæði siðareglna ættu e.t.v. frekar heima í lögum. […] Lesa meira

Framkvæmd upplýsingalaga og upplýsingastefnu

Birgitta Jónsdóttir ræddi framkvæmd upplýsingalaga við forsætisráðherra á fyrirspurnafundi á Alþingi í gær. Birgitta spurði meðal annars hvers vegna ráðherra hafi ekki enn gefið Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga í samræmi við 3. mgr. 13. gr. laganna og hvenær hann hygðist gefa umrædda skýrslu. Þá spurði Birgitta hvort mörkuð hefði verið upplýsingastefna til fimm ára eins og […] Lesa meira

Vopnakaup lögreglu rædd við innanríkisráðherra

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær spurði Helgi Hrafn Gunnarsson  innanríkisráðherra hvernig hún sjái fyrir sér ákvörðunarferlið um vopnakaup lögreglunnar til framtíðar, sérstaklega með tilliti til þess lýðræðislega umboðs sem við hljótum að gera kröfu um að stofnanir hafi sem fara með banvænt vald. Horfa má á umræðuna hér fyrir neðan. Ráðherra lýsti því viðhorfi að […] Lesa meira

Sérstök umræða um stafræna skuggann og símhleranir

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum á Alþingi í gær um gagnageymd og heimildir lögreglu til símhlerana. Til andsvara var innanríkisráðherra, Ólöf Nordal. Helstu áherslur umræðunnar voru: Úrskurðir dómstóla um heimildir til hlerana, forvirkar rannsóknir lögreglu og leiðir til aukins réttaröryggis. Þátttakendur í umræðunni auk Birgittu og Ólafar voru Guðbjartur Hannesson, Ögmundur Jónasson, Elsa Lára […] Lesa meira

Sigmundur og meintar leyniskýrslur

Birgitta Jónsdóttir beindi fyrirspurn til forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Gerði Birgitta meintar leyniskýrslur kröfuhafa bankana að umtalsefni. Forseti. Ég ætla bjóða hæstv. forsætisráðherra velkominn í húsið og óska honum til hamingju með góða kosningu á landsfundi Framsóknarflokksins. Mig langaði að vísa í grein sem var birt á Stundinni, með leyfi […] Lesa meira

Lítið að gerast í betrunarmálum á Íslandi

Helgi Hrafn Gunnarsson átti samræðu við innanríkisráðherra í gær um betrun í fangeslum, endurkomutíðni í fangelsi og lífið eftir að afplánun líkur. Gagnrýndi Helgi Hrafn meðal annars að þrátt fyrir að ýmislegt væri að gerast í fangelsismálum virðist lítið þokast í betrunarmálum hér á landi. Nýtt fangelsi er í smíðum og frumvarp til nýrra laga […] Lesa meira

Birgitta bendir á lýðræðisvilja Vigdísar Hauks

Ræða Birgittu Jónsdóttur um Evrópumál í vikunni, vakti töluverða athygli í þinginu og urðu margir til að vísa til hennar. Í ræðunni rifjaði Birgitta upp lýðræðishugsjónir Vigísar Hauksdóttur og fleiri þingmanna frá síðasta kjörtímabili. Hér má hlusta á ræðu Birgittu. Forseti. Undanfarnir dagar hafa verið stórfurðulegir á allan hátt. Samkvæmt því sem komið hefur fram […] Lesa meira

Helgi Hrafn setti ofan í við forsætisráðherra

Helgi Hrafn Gunnarsson tók til máls í störfum þingsins í gær og hrakti ræðu forsætisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Hér má hlusta á ræðu Helga Hrafns: Virðulegi forseti. Í fyrirspurnatíma í gær var hæstv. forsætisráðherra spurður um viðhorf sitt til forvirkra rannsóknarheimilda. Þótt ræða hans hafi byrjað ágætlega með orðum um að það þyrfti að stíga […] Lesa meira

Birgitta óskaði upplýsinga um málaskrá lögreglu

Birgitta Jónsdóttir átti orðastað við innanríkisráðherra í dag um málaskrá lögreglu (Löke).  Spurði Birgitta meðal annars hvort gerð hafi verið gangskör að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu væru hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar hafi verið skráðir hjá lögreglu, […] Lesa meira

Um hræðsluáróður Ríkislögreglustjóra

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í dag og gerði alvarlegar athugasemdir við mat Ríkislögreglustjóra á hryðjuverkaógn. Birgitta gagnrýndi harkalega málflutninginn í skýrslunni og meðal annars tillögur um félagsleg úrræði fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni. Það er ekki síst skilgreining lögreglunnar á róttækum öflum sem Birgitta lýsti furðu sinni á, […] Lesa meira

Ráðherra krafinn svara um aðgerðir gegn fátækt

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær um spurði félags- og húsnæðismálaráðherra hvort aðgerðaáætlun hafi verið gerð um hvernig vinna eigi bug á fátækt. Ræða Birgittu var svohljóðandi: Forseti. Ég hef töluvert miklar áhyggjur af stöðu þeirra sem glíma við fátækt hérlendis. Samkvæmt skýrslu sem kom frá velferðarvaktinni í desember 2013 […] Lesa meira

Guðlastið komið til nefndar

Í gærkvöldi mælti Helgi Hrafn fyrir frumvarpi þingflokks Pírata um afnám refsinga fyrir guðlast. Með frumvarpinu er lagt til að 125. gr. almennra hegningarlaga falli brott en ákvæðið er svohljóðandi:  Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 […] Lesa meira

Birgitta hyggst ekki lúta náttúrupassalögum

Í umræðum  um frumvarp um náttúrupassa fullyrti Birgitta Jónsdóttir að hún hyggist ekki virða náttúruskattinn verði hann settur í lög. Í ræðu sinni sagði Birgitta meðal annars: Hvernig verður þetta? Og hvað ef fólk neitar að taka þátt í þessari vitleysu? Mér þætti mjög gott að fá svör við því, ég sé að það eru […] Lesa meira

Helgi Hrafn um þjóðkirkjuna og 20. október 2012

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ og gerði þjóðarviljann í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 að séstöku umtalsefni. Einkum þó viðhorf manna til ákvæðis um þjóðkirkju í stjórnarskrá. Ræða Helga Hrafns var svohljóðandi:   Virðulegi forseti, Í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þann 20. október 2012 var sex spurninga spurt. Sú […] Lesa meira

Birgitta um gögn Víglundar og pólitískar skotgrafir

Birgitta kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í gær og sagði meðal annars: Mig langaði að fara aðeins yfir umræðu sem hefur átt sér stað um þau gögn sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent á okkur þingmenn og hafa verið í umræðunni í samfélaginu. Af einhverjum ástæðum hefur verið ákveðið að gera þetta að pólitísku […] Lesa meira

Málefni lögreglu rædd á þingi í dag; byssur, drónar og eftirlit

Þingflokkur Pírata verður áberandi í störfum þingsins í dag. Sérstök umræða um vopnaburð og valdbeitingarheimildir lögreglu verður í þinginu kl. 15.30 . Umræðurnar taka 30 mínútur og taka fulltrúar allra flokka þátt í umræðunni. Helstu áherslur í umræðunni eru þarfir lögreglunnar fyrir búnað og samráð og eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Frummælandi er Helgi Hrafn Gunnarsson og […] Lesa meira

Beðið um afstöðu forsætisráðherra til stjórnarskrárbreytinga

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra í tilefni af þeim orðum sem menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lét falla í þinginu í fyrradag. Hér má horfa á umræðurnar í heild, en þær tóku u.þ.b. 6 mínútur. Í lok ræðu sinnar bar Birgitta upp eftirfarandi spurningar: Í fyrsta […] Lesa meira

Skjaldborg um hátekjufólkið

Birgitta Jónsdóttir hóf ræðu sína um tekjuöflunarfrumvörp stjórnarinnar á eftirfarandi ljóði: Þú varst bæði auralaus og illa klæddur maður, með afar stóra fætur og raunalegar hendur. Þú hafðir enga þýðingu í þjóðmálum sem slíkur, og það veit enginn til hvers þú varst í heiminn sendur. Og sjaldan heyrðist talað um sálargáfur þínar, og sennilegt þær […] Lesa meira

Steinhaldið kjafti

Birgitta Jónsdóttir hefur ekki þolinmæði fyrir neinu rugli og biður menn náðarsamlegast að steinhalda kjafti ef hún fær ekki ræðufrið í ræðustól Alþingis. Hún kvaddi sér hljóðs í morgun til að ræða þann stríðshanska sem dreginn var upp í gær vegna Hvammsvirkjunnar og kvartaði líka undan seinagangi stjórnarinnar við vinnslu fjárlaga. Hér má hlusta á […] Lesa meira

Námsráðgjafa stolið af föngum

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í morgun til að vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Þegar staðan var skorin úr 100% niður í 50% gafst námsráðgjafinn upp og lét af […] Lesa meira

Áhugavert samtal um mörk tjáningarfrelsis

Helgi Hrafn Gunnarsson mælti í dag fyrir frumvarpi um afnám refsinga fyrir tjáningu skoðanna. Í umræðu um málið á Alþingi í dag áttu Helgi Hrafn og Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins áhugavert samtal um tjáningarfrelsið og mörk þess. Eftir ræðu Helga Hrafns, spurði Valgerður meðal annars um nafnlausar athugasemdir á netinu og um mörk móðganna og eineltis. […] Lesa meira

Enga samninga við útgerð nema þjóðareign verði tryggð í stjórnarskrá

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins í dag og krafðist þess að þjóðareign á auðlindum yrði tryggð í stjórnarskrá áður en samningar verða gerðir við útgerðarmenn um nýtingu fiskveiðiauðlinda þjóðarinnar. Hér fyrir neðan má hlusta og horfa á ræðuna. Forseti. Ég hef verið að rýna léttilega í upplýsingar um hið nýja kvótakerfi. […] Lesa meira

„I told you so“

Helgi Hrafn Gunnarsson fór á kostum í störfum þingsins og kenndi þingheimi að fara framhjá lögbanni á deildu.net og thepiratebay.se Farið á Google, stimplið inn „access piratebay“ og smellið á enter. Veljið fyrsta tengilinn. Hér má hlusta á hina stórskemmtilegu tveggja mínútna ræðu þingmannsins: Virðulegi forseti. Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem lögbann […] Lesa meira

Birgitta Jónsdóttir spyr forsætisráðherra um matarskattinn

Birgitta Jónsdóttir beindi í dag óundirbúinni fyrirspurn til forsætisráðherra um afstöðu hans og hans flokks til hækkunar á matarskatti. Fyrirspurn Birgittu var svohljóðandi: Forseti. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með að stjórnarflokkarnir eru ekki alveg samstiga þegar kemur að útfærslu á sköttum eða breytingum á sköttum og þá sér í lagi […] Lesa meira

Ísland ætlaði að vera til fyrirmyndar í tjáningarfrelsi en er til skammar

Helgi Hrafn Gunnarsson kvaddi sér hljóðs undir liðnum ‘störf þingsins’ í gær til að ræða tjáningarfrelsismál og meiðyrði. Ræða hans var svohljóðandi: Virðulegi forseti. Ég vil gera að umtalsefni þá staðreynd að alþjóðleg samtök blaðamanna, International Press Institute, hafa fordæmt aðstoðarmann hæstv. innanríkisráðherra fyrir það að krefjast fangelsisdóms yfir blaðamönnum DV, þeim háttvirta blaðamanni Jóni Bjarka Magnússyni […] Lesa meira

Helgi Hrafn ræddi við ráðherra um eftirlit með lögreglunni

Helgi Hrafn Gunnarsson spurði dómsmálaráðherra um eftirlit með störfum lögreglu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í ræðu Helga Hrafns segir meðal annars: Lögreglan er sérstök stofnun að mörgu leyti. Hún getur safnað upplýsingum um fólk og gerir það vitaskuld. Hún getur unnið úr þeim upplýsingum eins og frægt er orðið. Hún getur hlerað […] Lesa meira

Helgi Hrafn um byssumálið í ræðustól Alþingis

Helgi Hrafn hefur í nokkrum tilvikum kvatt sér hljóðs í ræðustól Alþingis um stóra byssumálið. Síðasta ræða Helga Hrafns um málið, undir liðnum ‘störf þingsins’ hefst á þessum orðum: Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég á stundum svolítið erfitt með að túlka yfirlýsingar frá innanríkisráðuneytinu. Þegar þar er talað um „engin sambærileg gögn“ gæti […] Lesa meira

Birgitta þrýstir á ráðherra um IMMI verkefnið

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og kvartaði undan seinagangi hjá ríkisstjórninni við að framfylgja ályktun þingsins um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðum upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Meðal þess sem Birgitta kvartar undan er að skýrsla um afnám refsinga fyrir meiðyrði hafi ekki verið kynnt og að frumvarp um […] Lesa meira

Gagnasafn RÚV

Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag átti Birgitta Jónsdóttir samræðu við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um gagnasafn Rúv og varðveislu þess. Hér að neðan má lesa ræðu Birgittu við upphaf umræðunnar og myndskeið af umræðunni allri. Forseti, Fyrir nokkrum árum náðist að bjarga fyrsta viðtalinu sem tekið var upp hjá útvarpinu árið 1935. Þetta […] Lesa meira

Sérstakar umræður um TISA

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum í þinginu um TISA viðræðurnar. Í ræðu Birgittu kom meðal annars fram að: Með TISA-samkomulaginu, og öðrum slíkum yfirþjóðlegum viðskiptasáttmálum, sé verið að festa í sessi rétt fjárfesta og koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geti gripið til aðgerða á fjölmörgum sviðum sem tengist viðskiptum. Á meðal þess sem […] Lesa meira

Píratar á Eldhúsdegi

Birgitta var fyrsti ræðumaður Pírata í eldhúsdagsumræðum í kvöld.  Birgitta setti vinnulag Alþingis í forgrunn og hrósaði þingheimi fyrir góðan árangur að á þessu þingi er verið að slá met í fullnaðarafgreiðslu þingmannamála. Elsku þjóðin mín. Stundum velti ég fyrir mér hverjir hlusta á eldhúsdagsumræður. Ætli fólkið sem þarf að lifa með afleiðingum gjörða okkar […] Lesa meira

Sáttmáli um vernd friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um að Alþingi feli utanríkisráðherra að beita sér fyrir gerð sáttmála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um vernd friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum. Birgitta Jónsdóttir vann töluvert að undirbúningi málsins ásamt Pétri H. Blöndal og formanni nefndarinnar Ögmundi Jónassyni. Tillöguna og greinargerð með […] Lesa meira

Ekkert aðhald á ríkisstjórnina í fjóra mánuði

Birgitta Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs undir liðnum Störf þingsins í dag og kvartaði undan því að verkafólki sé pískað of mikið út á frídegi verkalýðsins. Við sama tækifæri kvartaði Birgitta undan því að þingið væri á leið í alltof langt sumarfrí og sagði meðal annars: Við erum nú bráðum að fara í alltof langt frí, […] Lesa meira

Birgitta um almannatryggingakerfið: „Það er ekkert kjöt á þessum beinum“

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum um almannatryggingar og stöðu öryrkja, á Alþingi í gær.  Birgittu var sérstaklega umhugað um stöðu öryrkja og lífsgæði þeirra almennt: Forseti. Staðreyndirnar tala sínu máli. Risastór hópur fólks á Íslandi á ekki fyrir mat um miðjan mánuð í hverjum mánuði, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þessi hópur […] Lesa meira

Umræða um skuldaleiðréttinguna hófst í dag

Umræða um ‘framsóknarhluta’ skuldaleiðréttingarmála stjórnarinnar hófst í dag. Jón Þór Ólafsson tók þátt i umræðunni og lagði út af kosningaloforðum Framsóknarflokksins frá því fyrir kosningar. Jón Þór lagði mat á efndir þeirra loforða eftir því frumvarpi sem liggur fyrir og ræddi væntingar kjósenda flokksins. Í myndskeiðinu má sjá ræðu Jóns Þórs og andsvör Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, […] Lesa meira

Píratar standa með verkfallsréttinum

Það er skylda þingmanna Pírata að standa vörð um, efla og vernda borgararéttindi. Verkfallsrétturinn á stoð í ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi og í dag (og fram í nóttina) standa Píratar sína plikt í þinginu, til verndar mannréttinum. Þingmennirnir munu standa vaktina fram eftir kvöldi, því ræða á frumvarp innanríkisráðherra um lög á […] Lesa meira

Loksins komst fíkniefnastefnan á dagskrá

Birgitta Jónsdóttir mælti nú í kvöld fyrir þingsályktunartillögu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Um er að ræða eitt af stóru stefnumálum Pírata og því mikið gleðiefni að málið sé loksins komið til nefndar. Málið verður til umfjöllunar í velferðarnefnd og þingflokkur Pirata hvetur áhugamenn um stefnumótun í vímuefnamálum til að […] Lesa meira

Birgitta ræddi um öryrkja og fátækt í þinginu í dag

Birgitta ræddi fátækt og aðstæður Öryrkja á Íslandi í störfum þingsins í dag. Forseti. Mig langar að gera að umtalsefni fátækt á Íslandi, þá sér í lagi fátækt öryrkja og þau vandamál sem mjög margir öryrkjar þurfa að glíma við í dag. Það vill svo til að mér hafa borist mjög mörg bréf sem ég […] Lesa meira

Vilja stjórnarherrarnir sumarþing?

Að þessu spurði Jón Þór Ólafsson á bloggsíðu sinni 19. mars sl.: Mér er sagt að í reglubók Davíðs Oddssonar, sem var einn klárasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar, sé klausan: „Því minna sem þingið kemur saman því betra fyrir stjórnvöld.“ Klárlega. Því flestar heimildir þingmanna til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu er aðeins hægt að beita þegar þingið […] Lesa meira

Birgitta ræddi við Sigmund Davíð um forseta Íslands

Birgitta Jónsdóttir ræddi við forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag og spurði hann hvor færi með utanríkisstefnuna, ríkisstjórnin eða forseti Íslands. Samræða Birgittu og forsætisráðherra var áhugaverð í marga staði. Forseti. Mig langaði að heyra álit hæstv. forsætisráðherra á mjög svo misvísandi utanríkisstefnu sem hér er við lýði. Ég átta mig ekki alveg á því hver […] Lesa meira

Birgitta Jónsdóttir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins

Birgitta er stödd í Genf um þessar mundir á þingi Alþjóða-þingmannasambandsins (IPU). Þar vinnur hún að ýmsum málum, sérstaklega mannréttindamálum. Í gær voru almennar umræður meðal þingmanna og flutti Birgitta þessa ræðu við það tækifæri:     Dear fellow MP’s of the IPU If we don’t have freedom of information, expression and speech, we can’t claim […] Lesa meira

Helgi Hrafn um almannarétt og gjaldtöku á ferðamannastöðum

Helgi Hrafn tók þátt í sérstökum umræðum um almannarétt og gjaldtöku á ferðamannastöðum í dag og lagði áherslu á frelsið.   Virðulegi forseti. Náttúru Íslands fylgir ákveðin frelsistilfinning. Stór hluti þeirrar frelsistilfinningar er sú staðreynd að við höfum greiðan aðgang að náttúrunni. Það er ekki það sama að sjá dýr í náttúrunni annars vegar og dýr […] Lesa meira

Jómfrúarræða Björns Leví

Í dag flutti Björn Leví Gunnarsson varaþingmaður Pírata, sína fyrstu ræðu á Alþingi, í sérstakri umræðu um stöðu framhalds-skólans. Hér má lesa ræðu Björns Leví og fyrir neðan hana er myndskeiðið.      Virðulegi Forseti, Ég var grunnskólanemandi í nokkrum verkföllum, ég var framhaldsskólanemandi í verkfalli, ég var grunnskólakennari í verkfalli. Frá 1977 hafa verið […] Lesa meira

Jón Þór um stöðu framhaldsskólans

Jón Þór Ólafsson tók þátt í sérstakri um stöðu framhaldsskólans í dag og vék sérstaklega að lausnum tengdum upplýsingatækninni og internetinu.   Herra forseti. Í vinnu hóps sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði um hagnýtingu internetsins lags ég skýrslu um hvernig menntamálum er háttað. Það er skýrsla frá World Economic Forum sem kom út í janúar […] Lesa meira

Jómfrúarræða Ástu Helgadóttur

Í gær flutti Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata sína fyrstu ræðu á Alþingi, þegar hún tók þátt í umræðu um tilllögu utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hér má lesa ræðuna hennar og fyrir neðan textann er myndskeiðið. „Virðulegi forseti, það er mér heiður að fá að ávarpa hið háa Alþingi, sem hér er saman […] Lesa meira

Málflutningur Birgittu Jónsdóttur í umræðu um ESB

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar í dag, um umræður á Alþingi um stöðu aðildarviðræðna við ESB, er rétt vekja athygli á því um hvað málflutningur Birgittu Jónsdóttur snérist í raun. Birgitta vék sérstaklega að tvennu og hvorttveggja varðar vinnubrögð þingsins og ríkisstjórnarinnar. Annars vegar um þjóðar-atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Þar vék Birgitta sérstaklega að því að henni þætti eðlilegt […] Lesa meira

Ræður Pírata í umræðu um stefnu í vímuefnamálum

Helgi Hrafn Gunnarsson var frummælandi í sérstakri umræðu um stefnumótun í vímuefnamálum, á Alþingi í dag. Hægt er að horfa á umræðuna í heild sinni hér. Ræður Pírata eru hér fyrir neðan: Fyrri ræða Helga Hrafns Gunnarssonar: Ræða Birgittu Jónsdóttur: Síðari ræða Helga Hrafns Gunnarssonar: Að lokum er Jón Þór Ólafsson í óundirbúnum fyrirspurnum í […] Lesa meira

Um refsiþorsta yfirvalda

Helgi Hrafn fór í störf þingsins í dag og var mikið niðri fyrir um refsiþorsta yfirvalda gagnvart þolendum refsistefnu í fíkniefnamálum. Lesa meira