TISA samningurinn

Um er að ræða fríverslunarsamning sem mörg ríki eru að ræða um sín á milli, þar með talin EFTA-ríkin, Bandaríkin, Kanada, Japan og ESB-ríkin. Samningurinn hefur valdið miklum efasemdum og úlfúð eftir að Wikileaks lak út gögnum sem sýndu að hugsanlega gengi samningurinn svo langt að hafa áhrif á sjálfsákvörðunarrétt samningsríkjanna og gæti farið fram hjá lögum og reglum ríkjanna í tilteknum viðskiptamálum. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í alþjóðlegum viðræðum um viðskiptamál í áratugi og aðili að tugum fríverslunarsamninga við um 70 ríki. 

Sjá einnig Wikipedia síðu og upplýsingasíðu Utanríkisráðuneytis.