Schulze aðferð felst í því að hver sem greiðir atkvæði getur forgangsraðað í fyrsta sæti, annað sæti, o.s.frv. Því meira sem kjósendur forgangsraða þeimur betri útkoma fæst úr Schulze talningunni. Kosningar á lista samkvæmt Schulze aðferð eru því ekki hefðbundnar ‘sætislistaskosningar’. Niðurstaða atkvæðagreiðslu með Schulze leiðir til þess að sá sem er oftast valinn fram yfir alla aðra frambjóðendur er líklegastur til þess að lenda í efsta sæti. Sjá dæmi um einfalda fjögurra persóna Schulze-kosningu hér.
Samkvæmt lögum Pírata skal raða á framboðslista samkvæmt úrslitum forgangskosningar með Schulze aðferð. Þó skal frambjóðendum heimilt að víkja sæti og taka lægra sæti á lista en kjör hans segir til um, og færast þá aðrir frambjóðendur ofar á lista.
Lesa meira um Schulze aðferðina á Wikipedia.