Félagsleg réttindi

Þessi flokkur mannréttinda felur venjulega í sér skyldu ríkja til að tryggja eftir fremsta megni aðgang fólks að ákveðinni þjónustu sem eykur lífsgæði þeirra. Rétturinn til heilsu telst meðal félagslegra réttindaDæmi um önnur félagsleg réttindi er réttur til menntunar, til húsnæðis og til fæðuöryggis.

Félagsleg réttindi voru fyrst alþjóðlega viðurkennd í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 1945. Síðan þá hafa þau einnig hlotið viðurkenningu í lagalega bindandi alþjóðasamningnum eins og samning Sameinuðu þjóðanna um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi og í félagsmálasáttmála Evrópu.

Mismunandi geta

Ríki heims eru misvel í stakk búin til þess að tryggja félagsleg réttindi borgaranna. Það sama gildir um getu þeirra til að tryggja rétt allra til heilsu: Sum lönd eru mjög rík og geta boðið öllum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu á meðan önnur eru miklu fátækari og sum hafa varla efni á að bjóða upp á grunnþjónustu. Orðalagið að hæsta marki sem unnt er er almennt notað í alþjóðasamningum um félagsleg réttindi, til að taka tillit til mismunandi getu ríkja til þess að tryggja félagsleg réttindi. Það felur í sér að hvert ríki eigi að nota eins mikið af þeim verðmætum sem því stendur til boða til þess að tryggja umrædd réttindi.

Skuldbinding

Félagsleg réttindi fela líka í sér skuldbindingu ríkja til þess að reyna stöðugt að bæta aðgengi fólksins í landinu að þjónustunni sem um ræðir (progressive realisation). Mjög alvarlegar og mikilvægar ástæður þurfa að vera fyrir hendi ef ríki ákveða að draga saman þjónustu sem veitt er á grundvelli félagslegra réttinda.

Orðalagið að hæsta marki sem unnt er er almennt notað í alþjóðasamningum um félagsleg réttindi, til að taka tillit til mismunandi getu ríkja til þess að tryggja félagsleg réttindi. Það felur í sér að hvert ríki eigi að nota eins mikið af þeim verðmætum sem því stendur til boða til þess að tryggja umrædd réttindi.