Beint lýðræði

Beint lýðræði er lýðræði þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi í formi íbúakosninga, málskotsréttar, þjóðfunda og þjóðaratkvæðagreiðslna. Einnig má líta á undirskriftasafnanir sem leiða til breyttra stjórnvaldsákvarðana sem ákveðið form beins lýðræðis. Segja má að beint lýðræði auki vald kjósenda verulega um fram fulltrúalýðræði, þarsem almenningur kýs þingmenn sem sitja á þingi í umboði þeirra í eitt kjörtímabil. Innan ramma fulltrúalýðræðis rúmast þó dæmi um notkun beins lýðræðis; til að mynda málskot til forseta og notkun þjóðaratkvæðagreiðslna.