Meðferð gagna um frambjóðendur
Tilkynningar um framboð, ásamt hagsmunaskráningu þurfa að berast í gegnum kosningakerfi Pírata áður en framboðsfrestur rennur út og skv. prófkjörsreglum hvers félags.
- Kennitala eða tölvupóstfang er notað til að staðfesta hvort að frambjóðandi sé búinn að vera félagi í Pírötum síðustu 30 daga fyrir kosningu. Veljir þú að nota tölvupóstfang frekar en kennitölu til að unnt sé að auðkenna þig í félagatali Pírata er nauðsynlegt að það sé sama tölvupóstfang og er skráð á þig í félagatali Pírata.
- Einungis ábyrgðaraðildar prófkjörs hafa aðgengi að þessum upplýsingum og verður umræddum tölvupóstum eytt 30 dögum eftir að framboðsfresti lýkur.
- Aðgengi að félagatali Pírata er takmarkað og þau sem hafa aðgengi eru bundin trúnaði um þær upplýsingar sem þar varðar.
Þau persónugreinanlegu gögn sem birtast um frambjóðendur eru þau sem frambjóðandi hefur sjálfur sett inn á kosningakerfi Pírata og eru þau eingöngu aðgengileg þeim sem eru skráðir inni á x.piratar.is. Þó er ekki hægt að koma í veg fyrir að þær upplýsingar sem birtar eru inni á x.piratar.is verði birtar annars staðar af félagsfólki.
Að loknum kosningum er það á ábyrgð hvers og eins frambjóðenda að fjarlægja persónuupplýsingar um sig úr notendareikning sínum á x.piratar.is, kjósi þeir svo.
Eftir að kosningu lýkur verður niðurröðun einstaklinga birt á x.piratar.is auk þess sem fjöldi atkvæða á hvern og einn frambjóðenda verður birt að lokinni kosningu, það er að segja hversu mörg atkvæði hver og einn frambjóðandi hlaut í hvert sæti í kosningunni. Tölfræðin er birt með súluriti sem birtist við hlið nafns hvers frambjóðanda
Atkvæði eru einungis geymd persónugreinanleg á meðan kosningin varir en þeim er eytt að lokinni talningu og birtingu niðurstaðna.
Nánari upplýsingar um meðför persónuupplýsinga má finna í Persónuverndarstefnu Pírata.
Hafir þú spurningar um meðför þinna persónuupplýsinga eða vilt nýta þér réttindi þín þá geturðu sent fyrirspurn á; gdpr@piratar.is
Almennar fyrirspurnir berist á framkvaemdastjori@piratar.is