Píratar XP

Magnús Davíð Norðdahl

1. sæti í Norðvestur

Mannréttindalögmaður | f. 8. febrúar 1982

Á starfsferli mínum sem sjálfstætt starfandi lögmaður hef ég sinnt fólki sem hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum og átt sér fáa ef einhverja málsvara. Ber þar hæst störf mín í þágu hælisleitenda en sá málaflokkur er pólitískur í eðli sínu og átökin oft beinst að þeim sem fara með málaflokkinn, þ.e. Sjálfstæðisflokknum með yfirráð sín yfir dómsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Barátta mín á þeim vettvangi hefur skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags.

Af hverju ertu Pírati?

Vegna þess að hreyfing Pírata er frjálslynt, félagshyggjusinnað og and-popúlískt umbótaafl í íslensku samfélagi. Ég hef tekið þátt í starfi Pírata frá árinu 2017.

Af hverju að kjósa Pírata?

Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið.

Aðal áherslumál

Mannréttindabarátta á öllum sviðum samfélagsins.

Píratar í ríkisstjórn og framtíðarsýn

Komist Píratar í ríkisstjórn gefst einstakt tækifæri til þess að leiða íslenskt samfélag úr viðjum sérhagsmunagæslu og spillingar.

Grunnstefna Pírata er svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu í samfélaginu. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er.

Hvaða ofurkrafta býrðu yfir í nördisma?

Gefst aldrei upp ef ég hef trú á verkefninu.

Bóka viðtalstíma

Heil­brigðis­kerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og...

Píratísk byggðastefna

Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við...

Strandveiðar: Verk ganga orðum framar

Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan...

Sóknar­færi Pírata

Sérstaða Pírata felst í að vera frjálslynt, félagshyggjusinnað og and-popúlískt umbótaafl í íslensku samfélagi. Árangur Pírata á þeim níu árum sem hreyfingin hefur starfað...
X
X