Skip to main content

Þorgeir Pálsson


Notice: Undefined offset: 0 in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22

Notice: Trying to get property 'name' of non-object in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22Ég er Vestfirðingur; fæddur á Hólmavík 10.04.1963 og er í sambúð með Hrafnhildi Skúladóttur (20.12.1974) frá Þingeyri. Móðurættin mín er frá Suðureyri í Tálknafirði. Við Hrafnhildur eigum Heklu Karítas (26.03.02013). Hrafnhildur á svo Jóhönnu Rannveigu (17.05.06) og ég á Stefán Þór (12.02.1993). Við búum á Hólmavík, nema sonur minn, sem býr í Garðabæ. Helstu áhugamál fyrir utan stjórnmál eru; tónlist (Blues, Rock, Jazz … ég spila aðeins á trommur), gamlir bátar, íþróttir, útivist, matreiðsla, góðar bíómyndir og skáldskapur.

Núverandi staða
Eigandi og framkvæmdastjóri Thorp ehf (www.thorpconsulting.is), stundakennari í BSc námi við Háskólann í Reykjavík (kenni alþjóðaviðskipti) og Háskólann á Akureyri (kenni verkefnastjórnun). Þá hef ég verið kennari við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á undanförnum árum.

Menntun
Ég er með BSc í sjávarútvegshagfræði frá Nordland University, Bodö Noregi 1988, Diploma í Alþjóðaviðskiptum frá Norwegian School of Management, Skedsmo, Noregi 1989 og MBA (Meistaranám í Rekstrarhagfræði) frá Háskólanum í Reykjavík 2008.

Helstu áherslur í starfi
Rekstarráðgjöf s.s. á sviði stefnumótunar, viðskiptaþróunar, sóknar á erlenda markaði og markaðsráðgjöf fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Sérstök áhersla á sjávarútveg, ferðaþjónustu, alþjóðaviðskipti, viðskiptaþróun, markaðsmál, menningu og menningarlæsi.

Stefnumótun
Hvað stefnumótunar- og stjórnunaráðgjöf varðar, eru hér dæmi um viðskiptavini: SAMSKIP, SAGA Film, Practical ehf., Íslenska Umboðssalan, Iceland Seafood international, EJS, Fornleifanefnd ríkisins, Lánasýsla ríkisins, Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga, Vísindagarðurinn ehf, Oddi hf, Félag Málmiðnaðarmanna á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Vinnslustöðin Vestmannaeyjum, Hveragerðisbær, Hafnarfjarðarhöfn, MS (Mjólkursamsalan), Melrakkasetur Íslands (Súðavík), Sjóræningjahúsið (Patreksfirði), Málmey (Hafnarfirði), Ísfélag Vestmannaeyja (Þórshöfn), Thor Ice ehf (Reykjavík), Naust Marine (Hafnarfirði), Strandabyggð, Sveitarfeálgið Skagafjörður og margir fleiri.

Sjávarútvegur
Ég hef unnið að sjávarútvegsverkefnum víða erlendis, svo sem í Malasíu, Marokkó, Rússlandi, Tanzaníu , Falklandseyjum, Víetnam ofl.

Önnur sjávarútvegstengd verkefni:
Ráðgjafi í hópi á vegum EUROFISH árið 2006, þar sem unnin var greining á markaðnum fyrir sjávarafurðir í Rússlandi. Verkkaupi var IFC (International Finance Corporation)
Starfsmaður FAO (Matvæla- og Landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna) í 3 mánuði árið 1992 og aftur sem ráðgjafi árið 2000 á vegum Útflutningsráðs.
Ráðgjafi og/eða verkefnastjóri í verkefnum í fjölmörgum löndum, svo sem; Malasíu, Marokkó, Tanzaníu, Víetnam, Suður Afríku, Namibíu, Argentínu, Chile, Færeyjum, Grænlandi og Japan
Úttekt á hafnaraðstæðum í Karachi, Pakistan

Önnur stærri verkefni:
Skipulagði viðskiptasendinefndir með þáverandi utanríkisráðherra Halldóri Ásgrímsyni til landa eins og: Færeyja, Grænlands, Suður Kóreu, Argentínu, Chile, Malasíu, Tælands og Kanada
Stjórnaði Speglinum 2010-2011, sem var markaðsþróunar verkefni á vegum Íslandssstofu. Alls 10 ferðaþjónustufyrirtæki hittumst á reglulegum vinnufundum þar sem eitt eitt metið og rýnt í hvert sinn. Hlutverk ÞP var að stýra fundunum og draga saman niðurstöður.

Starfsreynsla: Þau fyrirtæki sem ég hef unnið hjá eru:
2008 – 2010 Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Framkvæmdastjóri
2004 – 2006 IMG Ráðgjöf (nú CAPACENT). Stjórnunarráðgjafi í stefnumótun og markaðsmálum.
2001 – 2004 ICECON ehf. Meðeigandi og framkvæmdastjóri. Alþjóðleg ráðgjöf á sviði sjávarútvegs. ICECON rann síðar inn í BRIM og varð dótturfélag BRIM
2000 – 2001 Rekstrarráðgjöf. Sjálfstætt starfandi rekstarráðgjafi
1991 – 2000 Útflutningsráð Íslands (nú Íslandsstofa), Markaðsathugunarstjóri (1991-1994), síðar forstöðumaður sjávarútvegssviðs (1994-2000)
1989 – 1991 Marel hf, Aðstoðarmaður markaðsstjóra, síðar sölustjóri yfir Bretlandi og Spáni.

Annað:
Er með stórt og sterkt tengslanet, sem spannar fjölda einstaklinga í fyrirtækjum í flestum greinum atvinnulífsins, þó aðallega sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu og útflutningi. Ég hef unnið mikið með frumkvöðlum í gegn um tíðina. Ég er með góð tengsl inn í mörg ráðuneyti og stofnanir. Þekki vel stoðkerfi atvinnulífs á Íslandi og hef unnið mikið með utanríkisráðuneytinu, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöð, atvinnuþróunarfélögum, markaðsstofum og Byggðastofnun.

Motto: veit ekki, en setning sem ég segi oft; ,,Jæja, best að fara að gera eitthvað”.

Núna langar mig til að gera helling með Pírötum og breyta þessu landi.