Skip to main content

Sigurður Erlendsson

SuðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Kerfisfræðingur sem starfað hefur við tölvur síðan 1985. Er hér m.a. vegna óásættanlegra stjórnarhátta síðustu áratuga og vill valdefla fjöldan.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Að fara að vilja þjóðarinnar að breyta stjórnarskrá landsins til nútímans og einnig gegnsæi og heiðarleika.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já ! Hvort ég vil.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Vera samtaka (ekki endilega 100% sammála) í þeim málum sem við erum að berjast fyrir. Tala fyrir samvinnu og samstöðu og með vilja til málamiðlana og afla sér upplýsinga um þau mál sem verið er að ræða.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já alveg hiklaust. Málefni Pírata er það sem gengur fyrir og það sem brennur á okkur.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Ekki að mér vitandi.