Skip to main content

Oktavía Jónsdóttir


Notice: Undefined offset: 0 in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22

Notice: Trying to get property 'name' of non-object in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22Ég tel Ísland í dag hafa einstakan möguleika á að styrka og búa til samfélag þar sem að við getum komið þjóðinni okkar inn í 21. öldina með því að aðlaga lögin orðnum hlut þar sem þau virða mannréttindi og samfélagið okkar. Engin önnur þjóð er í jafn góðri stöðu til þess að takast á við þessa áskorun eins og Ísland er. Ég tel að fyrsta skrefið verði að vera að taka upp nýja stjórnarskrá – en samhliða því takast á við þær áskoranir sem mannréttindi á 21. öldinni mæta.

Undanfarin ár hef ég helgað mig baráttu fyrir auknu tjáningafrelsi, friðhelgi einkalífsins og mannréttindum almennt. Ég áttaði mig snemma á því að netið mundi breyta miklu fyrir okkur öll og að kerfin okkar voru ekki tilbúin til að takast á við þessa áskorun að samskipti og menning okkar fari fram í síauknum mæli á netinu. Vinna mín við að vernda og efla mannréttindi í heiminum hefur tekið mig um víðan völl: frá Brussel og Strasbourg til Washington DC og til fjarlægari landa þar sem átök og stríð hafa geysað. Ég hef unnið með, veitt ráðgjöf til og menntað blaðamenn á erfiðustu stöðum í hrikalegum aðstæðum. Ég tel það vera grunnstoð mannréttinda í heiminum að stjórnvöld og fyrirtæki líti á mannréttindi okkar allra sömu augum á Internetinu eins og í raunheimum.

Hvernig fór með málefni stjórnarskrárinnar eftir kosningnarnar 2012 – þegar við höfðum raunverulegt tækifæri til þess að gera eina stærstu lýðræðislegu byltingu í heiminum svo áratugum skipti – að henni hafi bara verið sópað undir teppi, gerði mig reiða frekar en sorgmædda. Ennfremur að sjá hvernig íslenskir pólitískusar tókust á við Panamalekann gerði það að verkum að ég sannfærðist enn frekar að heima er þar sem kraftar mínir þurfa að vera á þessari stundu. Oft þarf maður að byrja að taka til í sínum eigin garði áður en maður fer að hjálpa öðrum. Við höfum tækifæri til þess að vera leiðandi á sviði lýðræðisþróunar á 21. öldinni. Við þurfum að gera það að veruleika og ég tel mig hafa krafta, reynslu og orku til þess að vera Pírötum til liðsinnis í komandi baráttu.