Skip to main content

Lilja Sif ÞorsteinsdóttirLilja Sif Þorsteinsdóttir er sálfræðingur sem starfa á meðferðarstöð fyrir vímuefnaneytendur í Noregi. Lilja er fædd árið 1982, ólst upp í 108 Reykjavík, gekk í Réttarholtsskóla og síðar MH. Eftir útskrift sem sálfræðingur frá HÍ vann hún á Reykjalundi í tæp fjögur ár, mestmegnis á sviði lungnaendurhæfingar og hjartaendurhæfingar en hafði þó viðkomu á geðheilsusviði og offitusviði. Hún hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair, unnið ýmis konar störf frá táningsaldri, við afgreiðslu, blaðaútgáfu, í bókbandi og ferðaþjónustu ofl. Lilja hefur einnig unnið sjálfboðaliðastörf fyrir Kattholt og Dýrahjálp.

“Mínar hugsjónir eru í takt við menntun mína. Þau málefni sem ég brenn fyrir eru á velferðarsviði og heilbrigðissviði. Ég tel mig hafa góða hugmynd um þær grundvallarbreytingar sem þyrftu að koma til á þessum sviðum til að búa betur að heilsu landans. Þá tala ég um praktískar leiðir að bæði forvörnum og inngripum, sem hafa áhrif á bæði líkamlegt og andlegt heilsufar fólks, sem skilar sér til langs tíma í ríkiskassann í leiðinni. Mig langar að sjá þjóðfélag sem notfærir sér nýjustu þekkingu á þessum málefnum til að hlúa sem best að þegnum sínum. Öllum.”