Skip to main content

Karl Brynjar Magnússon

Reykjavíkurkjördæmi suðurHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ferilskrá frambjóðanda (á pdf formi)

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

 

“Ég heiti Karl Brynjar Magnússon og er 63 ára gamall félagshyggjumaður sem þoli ekki spillingu sjálftökuliðsins og fyrir mér er þetta hlutur sem þarf að útrýma úr íslenskum stjórnmálahefðum. Ég gekk í lið Pírata í byrjun árs 2015 því mér fannst að þeir voru þeir sem vildu berjast á móti þessari kerfisbundnu spillingu í stjórnsýsluni.

Ég á einn son ( fæddur 1977) sem ég ól frá eins árs aldri upp sem einstæður faðir og vorum við búsettir að mestu leiti í Svíþjóð á þessum árum (1976-2006).
Ég hefð verið félagslegur trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á vinnustöðum og fengið minn skerf af einelti af hendi vinnuveitanda vegna þess að ég tók þessi hlutverk að mér og fylgdi þeim eftir af hörku.
Ég er menntaður í vörustjórnun frá Chalmers tekniska högskola í Svíþjóð og helstu baráttumál mín (fyrir utan spillingu sjálftökuliðsins) er vinnulöggjöfin og samgöngumál.

Mér finnst að það eigi að aðskilja löggjafavaldið frá framkvædarvaldinu og að allt verið gert til að koma nýju stjórnarskráni í gegn sem fyrst til að geta kosið um hana með stuttu þingi.

Borgarlaun er eitthvað sem mér finnst ætti að láta reyna á hér á Íslandi, að minstakosti lofa fólki að fá að kjósa um það.

Það ætti að láta kjósa um ESB aðild, eins og lofað var, sem allara fyrst til að fá að vita þjóðarviljan í þessu heita máli. Sjálfur er ég Evrópusinni sem gjarnan sér Ísland í ESB svo að við getum haft áhrif á þær ákvarðanir sem okkur varðar.

Ég er tilbúinn að taka því sæti ég fæ og gera það best ég get úr stöðunni.

Heimasíðan mín sýnir mín stóra áhugamál sem er landslagsljósmyndun.