Skip to main content

Hrannar Jónsson„Tíminn er kominn, sagði rostungurinn. Ef til vill munu hlutirnir versna og síðan batna. Ef til vill er lítill Guð uppi á himnum að hafa sig til fyrir okkur. Önnur veröld er ekki bara möguleg, hún er á leiðinni. Kannski mörg okkar verði ekki hér til að kasta á hana kveðju en á hljóðlátum degi, ef ég hlusta af athygli, get ég heyrt andardrátt hennar.”
Arundhati Roy

Stundum finnst mér að ég upplifi áhugaverðustu tíma mannkynssögunnar. Stundum finn ég líka fyrir lamandi vanmætti og mér finnst ég ekki geta gert meira en að borðað poppkornið mitt og horft á.

Ég var dálítið tvístígandi með að leggja út í prófkjör. Það er oft þannig stórum ákvörðunum fylgir óvissa en þeir segja líka að áhugaverða lífið búi fyrir utan þægindarammann. En nú þegar skrefið er stigið er ég er himinlifandi að vera innan í þessari kviku sköpunar og hugmynda sem Píratar eru í dag.

Ég held að núna höfum við hér á Íslandi ofurlítinn glugga tækifæra. Píratar hafa verið að mælast með mikið fylgi í skoðankönnunum. Ég skil það þannig að margir vilji breytingar. Mörgum finnst við ekki hafa almennilega tekið til eftir hrunið. Ég er einn af þeim.

Mér finnst mikilvægt að ný stjórnarskrá verði tekin upp. Mér finnst valdefling mikilvæg því hér á landi og út um allan heim upplifir fólk mikinn vanmátt. Breytingar á tækni og samskiptum og atvinnu verða bara hraðara ef eitthvað er. Ég held við getum þarna verið fyrirmynd fyrir marga aðra. Svo er mikilvægt að þjóðin treysti Alþingi. En það er ekki síður mikilvægt að Alþingi treysti þjóðinni.

Ég hef verið Pírati í nokkur ár og hefur í dálítinn tíma klæjað eftir að taka meiri þátt í pólitískri umræðu. En síðustu þrjú og hálft ár hef ég verið formaður í landssamtökunum Geðhjálp og ákvað að halda mig til hlés í annarri umræðu en þeirri sem snýr að geðheilbrigðismálum. Hjartað liggur í þeim málaflokki og þar held ég að við getum gert miklu betur.
Ég er fæddur í Hafnarfirði og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Síðan þá hef ég búið á Húsavík, í Kópavogi, Reykjavík, Chennai á Indlandi og Mílanó á Ítalíu.

Eins og svo margir Íslendingar hef ég prófað ýmislegt þegar kemur að atvinnu. Blaðaútburð, verslunarstörf, byggingavinnu, áhaldahúsið, mjólkurbú og sölumennsku. En tölvur fóru fljótt að laða mig til sín og fyrir meira en 20 árum fór ég að vinna í geiranum.

Ég hef starfað hjá ýmsum hugbúnaðarhúsum á Íslandi og erlendis. Um tíma starfaði ég á Indlandi og setti þar m.a. á fót hugbúnaðarfyrirtæki. Síðustu fjögur árin hef ég starfað hjá fyrirtækinu Stólpa viðskiptalausnum við hugbúnaðarþróun.

Ég er 52 ára og einhleypur.
Svo er ég auðvitað uppgjafa lukkuriddari. Í reglu Don Kíkóta. Þar lærir maður við berjast við blekkingar — og tapa. Sú regla, þó hún geti verið erfið, er ekki versti skólinn. Ég beið ósigur í Bootle og Bagherat, Chennai og Chittagong, Madurai og Mílanó. Nú til dags geng ég hins vegar undir borða hins heila hjarta og ég vakna á hverjum degi og reyni að bera virðingu fyrir öllum sem ég mæti.
Hér á eftir eru klippur frá síðustu árum þar sem ég er að tjá mig um geðheilbrigðismál við ýmis tækifæri.

Inngangur að málþingi með Allen Frances. Hefur okkur borið af leið: https://www.youtube.com/watch?v=Ylm9YxGEOu0

Inngangur að málþinginu Öðruvísi líf:
https://www.youtube.com/watch?v=gfFgVm9471U&list=PLa_fQHzWy263p1jHZFnQwU_TJsnyCTlN6&index=2

Samantekt af málþinginu Öðruvísi líf:
https://www.youtube.com/watch?v=X_eDPF3UDbk&list=PLff2_bFuxMUC2AwltTlyV-RTmW9P3wfIn&index=3

Leyst úr Læðingi: Áhrif erfiðra uppeldisaðstæðna og áfalla á andlega heilsu:
https://www.youtube.com/watch?v=STa8pvmxV1s

Inngangur að málþinginu, Hvers virði er frelsið? Sjálfræðissviptingar, nauðung og valdbeiting í geðheilbrigðisþjónustu: https://www.youtube.com/watch?v=TjMH8WFRg70&t=1m41s

Daniel Mackler talaði við mig og hana Rósu um söguna okkar þegar hann heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum:
https://www.youtube.com/watch?v=EOGcr0gjEEQ

Með Dr. Daniel Fisher að tala um geðheilbrigðismál í Kaliforníu:
https://www.youtube.com/watch?v=PKbkuZIs4is&t=15m35s