Skip to main content

Helena StefánsdóttirHelena Stefánsdóttir er menntuð MFA í myndlist með áherslu á stafræna miðla frá Valand School of fine Art í Gautaborg. Hún lærði einnig leiklist, sköpun og leikstjórn við alþjóðlegan leiklistarskóla Jacques Lecoq í París og lauk þar á undan BA gráðu í heimspeki og frönskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og Verslunarprófi og stúdentsprófi af málabraut.

Helena hefur unnið við fjölmargar kvikmyndir og myndbandshönnun fyrir leikhús. Stofnaði og var fjármála- og starfsmannastýra á Kaffi Hljómalind. Hefur unnið við skipulagningu fjölda kvikmyndahátíða og stýrt ýmsum viðburðum, var t.d. framkvæmdastýra og listrænn stjórnandi Grímunnar árið 2014 og 2016. Auk þátttöku í ýmsum félagsstörfum hefur Helena í fimmtán ár, rekið fyrirtækið Undraland kvikmyndir ásamt Arnari Steini Friðbjarnarsyni.

“Vinnuaðferðir og stefnumál Pírata samræmast minni sýn á það hvað gerir samfélag frjálst, lýðræðislegt, réttlátt og öruggt fyrir alla borgara.”