Skip to main content

Hans Jónsson

NorðausturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Á maður að svara þessu í þriðju persónu?
Hann er 35 ára hinsegin bæklingur með sterka réttlætiskennd. Pírati í húð og hár sem að dauðlangar að fá að taka þátt í að gera hlutina betur, og betri. Hann er hér vegna þess að það þarf að taka til. Vegna þess að hann krefst gegnsæis. Vegna þess að honum blöskrar léleg vinnubrögð og undarleg forgangsröðun. Vegna þess að hann hefur trú á samfélaginu. Vegna þess að hann þyrstir í örugga og mannúðlega framtíð. Vegna þess að hann trúir því að frelsi og friður finnist í réttlátu og opnu lýðræði. Svona, nóg af þessu.

Ég er foreldri og á 16 ára gamla dóttur í framhaldsskóla. Ég er giftur, eiginmaður minn er kanadamaður og býr hann og starfar þar úti þar sem að við höfum ekki efni á að búa saman á íslandi eins og stendur. (Ef einhver á vinnu fyrir ófaglærðann bakara með nokkura ára reynslu úr skosku fjölskyldubakaríi og glútenóþol, bjallið í mig.)

Ég er þeim hæfileikum gæddur að geta oft skilið bæði sjónarmið ef tveir deila, jafnvel ef ég er annar þeirra. Ég er heiðinn af eigin vilja, og búddisti gegn eigin vilja, en krefst engan vegin þess að fólk taki mína trú alvarlega enda geri ég það tæpast sjálfur. Ég elska að lesa og sérstaklega að læra eitthvað nýtt. Ég á tvo hunda, tvo gára, og er með biksvartann kött í fóstri.
Mér finnst gaman að elda, og sérstaklega að baka, og þá ennþá meira fyrir annað fólk en mig sjálfann. Ég get ekki notað excel þó það sé búið að reyna að kenna mér það oft.
Ég tala íslenskuna ágætlega, enskuna reiprennandi, sænskuna sæmilega og ég er að byrja að ná smávegis tökum á spænsku.
Ég afsaka rit- og stafsetningavillur í þessum texta en ég skrifa líklega ekki eins mikið á íslensku eins og ég ætti sjálfsagt að gera.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

NPA stefnan, ef það nær ekki fram að ganga.

Stefnur sem snúa að réttindum aldraðra og öryrkja (Endurhæfingar-, og örorkulífeyrir, Velferðar- og félagsmál)

Húsnæðismálin (leigustefnan sérstaklega)

Gagnsæismálin (gagnsæi í eignarhaldi, opnun fjármála stjórnmálaflokka)

Þunn Fjármögnun

Stefna um málefni transfólks og Stefnumál um lögbundna kynfræðslu eru einnig málefni sem ég er spenntur fyrir, enda hinsegin (trans og bi) sjálfur.
Fyrri stefnan er annars ófullkomin og myndi þola úrbætur og frekari vinnu en það mætti byrja með hana til hliðsjónar, bjóða trans ísland og intersex ísland í viðhlítandi nefnd, og útfrá þessu laga stórann hluta þess sem gerir það að verkum að ísland er verulega að dragast afturúr hvað varðar réttindi hinsegin fólks.

Ég er líka vel veikur fyrir sjálfbærnimarkmiðunum, Aðgerðarstefnu pírata í loftslagsmálum, Persónuafsláttarstefnunni, Sjávarútvegsstefnunni, Tjáningar- og upplýsingafrelsi, og Stefnunni í málefnum fanga.

Síðast en ekki síst…. Stjórnarskráin.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Annaðhvort að ná nægum fjölda kjörina fulltrúa til að fá málin í gegn, eða, sem að væri líklega betra… með heiðarlegri og mannlegri samvinnu þvert á flokka.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ferilskrá frambjóðanda: 

Ég er öryrki og hef ekki viðhaldið nákvæmri skrá, þannig að þetta verður svolítið losaralegt.

Undanfarin ár hef ég starfað í stjórn Pírata á Norðausturlandi.
Einnig og lengur hef ég starfað, með hléum, í stjórn Hinsegin Norðurlands frá árinu 2012.
c.a. 2007-8 Bíflugan og blómið
veturinn 2006-7 Folkhögskolan, Nya Varvet, Göteborg, almennt nám.
2005 Lilla Bagare Boden í Linköping starfaði ég sem bakari.
c.a 2001-3 10-11 Barónstíg
c.a. 1999-2001 Blómabúðin Kósý í Keflavík

Þess á milli hef ég stundað smávegis nám hér, smávegis vinnu þar, við allt mögulegt, eignast barn (2001), fengið greiningu með athyglisbrest og vefjagigt, stússast í þessu og hinu félagastarfinu, gift mig (2009) og lifað eins best og ég get samkvæmt eigin samvisku.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Hef engin hagsmunatengsl mér að vitandi.