Skip to main content

Gunnar Ómarsson

NorðausturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Ég heiti Gunnar Ómarsson og er 47 ára Dalvíkingur, búsettur á Akureyri. Ég er giftur, fjögurra barna faðir, menntaður rafvirki með BA gráðu í Þjóðfélagsfræði.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Almenna heilbrigðisstefnan, https://x.piratar.is/issue/266/
Málaflokkur sem ekki er hægt að níðast lengur á. Var ekki í góðum málum fyrir hrun og hefur þaðan í frá bara verið hert sultarólina ár frá ári.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, að mínu áliti er ný stjórnarskrá grunnurinn fyrir auknu aðgengi almennings að lýðræðinu og setur stjórnvöldum skýrari skorður.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að tala heiðarlega og hreint út, hlusta á raddir annara og vera opin fyrir öllum sjónarmiðum.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já hiklaust.

Ferilskrá frambjóðanda: