Skip to main content

Elsa Kristjánsdóttir


Notice: Undefined offset: 0 in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22

Notice: Trying to get property 'name' of non-object in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22Ég heiti Elsa Kristjánsdóttir og er fædd í Reykjavík árið 1987 en hef búið hér og þar um landið og einnig í Danmörku. Þegar ég var 12 ára gömul fluttum við fjölskyldan til Sandgerðis og síðan þá hef ég búið þar, í Keflavík, Garðinum og í Vestmannaeyjum. Eftir að hafa lokið BS prófi í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2015, flutti ég á höfuðborgarsvæðið. Ég bý í dag í Hafnarfirði með sonum mínum tveimur sem eru á grunnskólaaldri. Ég hef unnið ýmis störf, ss. verslunarstörf, fiskvinnslu og hótelstörf en starfa í dag sem bókari.

Ég ákvað eftir að vera alvarlega farin að íhuga landflótta vegna vonleysistilfinningar gagnvart íslenskum stjórnmálum að gefa Íslandi lokaséns. Ég skráði mig í Pírata í mars 2016 og mætti á minn fyrsta nýliðafund vikuna eftir. Það sem dró mig til Pírata umfram aðra flokka er stefnan um gagnsæi í stjórnsýslu, áhersla á mannréttindi og beint lýðræði.

Ég vil að framtíð Íslands alist upp í samfélagi sem hefur þessar hugsjónir til grundvallar.

Í starfi mínu með Pírötum hef ég kynnst mikið af hæfileikaríku hugsjónafólki sem hefur enn styrkt mig í sannfæringu minni um að Píratar séu framtíð íslenskra stjórnmála.

Ég býð fram krafta mína til Alþingis Íslands fyrir hönd Pírata því ég mig geta miðlað samþykktum stefnum Pírata og staðið vörð um hagsmuni almennings. Mína helstu kosti tel ég vera heiðarleika, vinnusemi og óhaggandi réttlætiskennd. Ég er rökföst og yfirveguð og kann að meta heilbrigð skoðanaskipti. Ég er ekki feimin við að skipta um skoðun en geri það ekki nema að vel athuguðu máli, einnig tek ég ekki afstöðu í málum fyrr en mér finnst ég hafa forsendur og upplýsingar til þess. Umfram allt trúi ég því að þau gildi sem Píratar starfa eftir séu svarið sem almenningur hefur verið að kalla eftir og mun leggja mig alla fram við að hafa þau gildi í heiðri í framtíðarstarfi mínu fyrir Pírata, hvort sem það verður innan þings eða utan.

Mínar áherslur eiga sínar rætur í grunnstefnu Pírata og samþykktum stefnum. Ég eins og aðrir hef fylgst með stjórnmálaumræðu á Íslandi um árabil. Almenningur hefur lengi kallað eftir umbótum í stjórnsýslu, breytingum á sjávarútvegslöggjöf, nýrri stjórnarskrá og eflingu grunnþjónustu. Þemað er þó að vilji fólks nær sjaldan fram að ganga því þeirra hagsmunir virðast ekki vera í fyrsta sæti. Persónulega sé ég enga aðra leið til að bæta úr þessu en að auka vald almennings. Fyrsta skrefið í átt að þeim breytingum er lögfesting nýrrar stjórnarskrár samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs sem hlýtur að vera forgangsmál á komandi kjörtímabili.

Framlag mitt í innra starfi Pírata hefur aðallega verið í fjölmiðlunarhóp Pírata þar sem ég er ábyrgðaraðili ásamt Gissuri Gunnarssyni. Einnig er ég varamaður í stjórn Pírata í Hafnarfirði og sit fyrir hönd félagsins í stjórn Pírata í Suðvesturkjördæmi. Til viðbótar er ég annar tveggja skoðunarmanna reikninga Pírata.