Skip to main content

Eiríkur Þór Theódórsson

NorðvesturkjördæmiHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Ég er Eiríkur Pírati og hef tekið virkan þátt í félagstarfi flokksins frá 2015.
Ég er einn af stofnmeðlimum Pírata á Vesturlandi og var í 3 sæti lista Pírata í síðustu alþingiskosningum.
Einnig tók ég að mér skipulag og vinnu við síðasta prófkjör og við kosningabaráttuna í kjördæminu.
Ég er hér því ég tel okkur þurfa nýja nálgun í stjórnmálum á Íslandi.
Ég tel mig vera mjög hæfan í mannlegum samskiptum og góður að kynna mér ný málefni og mismunandi skoðannir.
Einnig er ég gríðarlega áhugasamur um flest mál og duglegur í verkefnavinnu og samvinnu og tel að mínir hæfileikar geti komið sér vel á þingi.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Heilbrigðismál og þá finnst mér mikilvægt að við tökum vel á í geðheilbrigðismálum og að þjónusta sálfræðinga verði hluti af sjúkratryggingum.
Vinna við frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
Einnig framtíðarsýn í samgöngum og ferðaþjónstu.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, að sjálfssögðu.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Ég tel að líklegast að Píratar munu fá flest sín mál framgengt ef við höldum áfram með sömu vinnubrögð.
Við erum heiðarleg og sanngjörn en látum ekki vaða yfir okkur.
Best væri að vinna vel með réttum flokkum og ná breytingum um störf
þingsins svo mál fyrnist ekki milli ára.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já, ég myndi hiklaust víkja þingsætinu til varamanns.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Menntun

2017 Háskólinn á Bifröst, háskólagátt
2007-2010 Menntaskóli Borgarfjarðar, lokið hluta stúdentsprófs
2006-2007 Menntaskólinn á Akureyri, lokið hluta stúdentsprófs
2006 Grunnskóli Borgarness, Grunnskólapróf

Starfsferill

2013- Landnámssetur Íslands, móttökustjóri og sýningastjóri
2013-2014 Elkem, verkamaður í efnisflutningum
2010-2013 Norðurál, verkamaður í steypuskála
2007-2010 Landnámssetur Íslands, þjónn og sýningastjóri
2004-2006 Samkaup Úrval, afgreiðslu og lagerstörf í hlutastarfi

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Fésbókarsíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Sit í stjórn ASÍ-UNG sem varaformaður
Sit í stjórn Stéttarfélags Vesturlands sem meðstjórnandi
Sit í stjórn fjölskyldufyrirtækisins Icemile og á 1/3 hlut í því.

2015-2017 Formaður Pírata á Vesturlandi