Skip to main content

Daði Freyr Ingólfsson

Reykjavíkurkjördæmi norðurHver er píratinn og af hverju er hún hér?

Daði Freyr heiti ég og er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands. Ég ætla að bjóða mig fram til prófkjörs pírata þar sem ég er orðinn hundleiður á þessari endalausa gamaldags hugsunarhætti sem sýkir íslenska pólitík og get ekki lengur staðið á hliðarlínunni. Ég sé svo mörg tækifæri til að ýta okkar fagra landi áfram í framtíðina. Ég hef mjög góða reynslu á að vinna innan íslenska heilbrigðiskerfisins og þar sem það er eitt stærsta mál þessa dagana vil ég gera það sem ég get til að bæta ástandið.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Ég tel að ný stjórnarskrá er mikilvægasta stefnumál pírata en umbætur á heilbrigðiskerfinu eru eitthvað sem ég þekki hvað best og þar að leiðandi tel ég að sérfræði mín á því sviði geti gagnast pírötum og þjóðinni hvað mest.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Ég tel að tillögur stjórnlagaráðs sé vilji þjóðarinnar og ég myndi vilja fá þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið og ef það er greinilegur vilji fyrir nýrri stjórnarskrá þá finnst mér það sjálfsagt að tillaga um frumvarp verði samþykkt.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Ég tel á þessum óvissutímum og sé heiðarleikin mikilvægasta vopnið gegn lygasýkinni sem hrellir Alþingi.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég hef engan áhuga á að starfa ef almenningur eða flokksmenn vilja ekki hafa mig. Ég myndi segja strax af mér ef það kæmi upp ágreiningur. Ég myndi óska þess að flokkurinn velji hæfan varamann til að starfa fyrir mig. Ég myndi hinsvegar halda áfram að starfa með flokknum sem óháður aðili ef það væri ósk um það.

Ferilskrá frambjóðanda: 

“2014-2015: Blöndunartæknir í Lyfjablöndun hjá LSH
2015-2016: Aðstoðarlyfjafræðingur í næringablöndun hjá í Lyfjablöndun hjá LSH
2016- í dag: Lyfjafræðingur hjá Lyf og Heilsu ”

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata