Skip to main content

Ásta Guðrún Helgadóttir


Notice: Undefined offset: 0 in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22

Notice: Trying to get property 'name' of non-object in /var/www/virtual/piratar.is/htdocs/wp-content/themes/piratar-child/single-frambjodendur.php on line 22Hver er píratinn og af hverju er hún hér?

Ásta Guðrún, 27 ára, sagnfræðingur sem er hér meðal Pírata þar sem Píratar er aflið sem berst fyrir mannréttindum í hinum stafræna heimi – flokkurinn sem er til í að uppfæra lög og reglur frá kreddum 19. aldar og færa nær viðhorfi og siðferði okkar á 21. öld. Hvort sem við erum að tala um afglæpavæðingu fíkniefna eða ritskoðun á internetinu – Píratar eru til í að taka slaginn og ég er til í að leggja mitt af mörkum. Við erum sameinuð sterk.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Ný stjórnarskrá er mikilvægust. Hinsvegar, af öðrum góðum stefnum Pírata þá finnst mér mikilvægt að halda áfram að fylgja eftir inngöngu Íslands í Evrópusku geimferðaáætlunina, endurskoðun á LÍN, aðgerðarstefna Pírata í loftlagsmálum og lögfestingu á NPA.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með því að vinna af heilindum og fagmannlega. Vera tilbúin til þess að taka slaginn og standa á sínum málum. Með því að þekkja kerfið og skilja hvaða tól er hægt að nota.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Já.

Ferilskrá frambjóðanda: 

Stúdentspróf MR 2010. BA-próf í sagnfræði frá HÍ 2014. Nám í heimspeki við Háskólann í Varsjá (Uniwersytyet Warszawski) 2012. Nám í farsí við Háskólann í Teheran 2012.

Ýmis verslunar- og þjónustustörf 2004–2011. Starfsnám á skrifstofu þingmanns á Evrópuþingi 2013. Verktaki hjá The Tactical Tech 2014 og 2015. Verkefnastjóri Evrópumála hjá The Democratic Society 2015.

Í stjórn Ungra Pírata 2013–2014. Kosningastjóri Pírata í Reykjavík 2014. Stjórnarmaður Edgeryders 2013–2015. Í ungmennanefnd Index of Censorship 2014–2015.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2015.

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður mars 2014 og mars 2015 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2017.

Umhverfis- og samgöngunefnd 2015–2016, utanríkismálanefnd 2017–.

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

Er í sambúð með Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni, fréttamanni á 365.

Kynningarmyndband frambjóðanda:

Annað:

https://www.althingi.is/altext/cv/is/fyrirspurnir/?nfaerslunr=1214