Skip to main content

Arnaldur Sigurðarson

Reykjavíkurkjördæmi suðurHver er píratinn og af hverju er hann hér?

Þetta er spurning sem er erfitt að svara í örfáum orðum. Ég útskrifaðist nýlega með BA gráðu í félagsfræði og fjölmiðlafræði ásamt því að ljúka einni önn í skiptinámi í Concordia Háskóla í Montreal, en þar var ég í námskeiðum í stjórnmálafræði og blaðamennsku. Ég starfa sem fulltrúi Pírata í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Ég stefni á 1. sæti en mun að sjálfsögðu sætta mig við niðurstöðu prófkjörs og taka það sæti sem mér býðst. Ég hlakka til að taka þátt í komandi kosningabaráttu og miðað við þá reynslu sem ég hef af kosningabaráttum okkar síðan 2013, þá tel ég að kraftar mínir myndu gagnast vel í þessu krefjandi en spennandi verkefni sem er framundan. Ég vona innilega að þið hafið mig í huga þegar þið kjósið.

Hvaða stefnumál, úr samþykktum stefnum Pírata, þykja þér mikilvægust fyrir komandi kjörtímabil?

Stjórnarskrármálið er kannski augljóst. Ég tel það jafnframt mjög mikilvægt að taka sérstaklega á nokkrum málefnum sem ættu að vera í fyrsta forgangi akkúrat núna hjá hvaða stjórnmálamanni sem er, þ.e. að tryggja fyrsta flokks heilbrigðiskerfi, að koma með raunverulegar lausnir fyrir húsnæðiskerfið og eflingu menntakerfisins. Ef ég ætti að velja eina stefnu akkúrat núna þá er það sennilega stefna Pírata um að þjónusta sálfræðinga verði hluti af sjúkratryggingum (sjá https://x.piratar.is/polity/1/document/270/) í ljósi þess að það er eina stefnan sem gæti á svo bókstaflegan hátt bjargað mannslífum.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já.

Með hvaða hætti telur þú líklegast að Píratar geti fengið málum sínum framgengt á þingi?

Með stöðugri rannsóknarvinnu og með því að taka vel upplýstar ákvarðanir. Svo er að sjálfsögðu nauðsynlegur partur af árangri flokksins stöðug sjálfskoðun út frá grunnstefnu Pírata.

Myndir þú segja af þér þingmennsku ef þú sæir þér ekki fært um að vinna með þingflokki pírata?

Ég tel það ósköp eðlilegt að halda því til haga að kosningabarátta Pírata ætti að snúast um að koma hugmyndum Pírata inn á þing og hreyfingin mun mikilvægari en persónulegir hagsmunir einstakra þingmanna. Ég hef alltaf og mun alltaf hafa grunnstefnu Pírata til hliðsjónar í starfi mínu fyrir flokkinn. Ágreiningur er eðlilegur partur af þessu starfi en mikilvægt er að takast á við ágreining strax áður en hann fer að skapa vandamál fyrir flokkinn. Ég get varla ímyndað mér kringumstæður þar sem ég myndi segja mig úr flokknum en þá sé ég ekki annað fyrir mér en að ég myndi víkja fyrir varamanni.

Ferilskrá frambjóðanda:

Ferilskrá frambjóðanda (LinkedIn)

Síða frambjóðandans á kosningavef Pírata

Heimasíða frambjóðandans

Kynningarmyndband frambjóðanda

Hagsmunaskráning frambjóðanda:

https://is.linkedin.com/in/arnaldur-sigur%C3%B0arson-731375139