Leiðbeiningar fyrir innskráningu í kosningakerfi Pírata, x.piratar.is

Öll þau sem voru skráð í Pírata 13. febrúar 2021 eða fyrr hafa kosningarétt í prófkjöri hreyfingarinnar. Hér eru stuttar leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að við greiða atkvæði

Innskráning

Til að skrá sig inn er smellt á Innskrá á forsíðu kosningakerfisins á x.piratar.is

Innskráningarsíða x.piratar.is

Setja þarf inn notendanafn og lykilorð sem notandi valdi við skráningu í Pírata. Neðst á síðunni er bent á að hugsanlega þurfi að staðfesta auðkenningu notenda í gegn um island.is þegar smellt er á Innskrá.

Staðfesting innskráningar í gegnum island.is

Reglulega munu meðlimir Pírata þurfa að staðfesta tilvist sína með því að staðfesta auðkenni sitt með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Ferillinn er hafður eins einfaldur og kostur er. Staðfesting með rafrænum skilríkjum þýðir að notandi setur símanúmer sitt í þar til gerðan reit. Þá virkjast rafræn skilríki í farsíma notandans og hann stimplar þar inn kóða sem var valinn þegar sótt var um rafræn skilríki. Önnur aðferð að sama marki er að nota Íslykil. Þá setur notandi inn notendanafn sitt og lykilorð.

Yfirlitssíða að lokinni innskráningu

Öll prófkjör sem eru í gangi má sjá hægra megin á yfirlitssíðu. Grænn ferningur fyrir framan titil prófkjörsins þýðir að notandi hefur ekki kosið í því. Ef notandi velur prófkjör sem hann hefur ekki kosningarétt í, birtist gulur borði efst á síðunni með skilaboðunum:

Ef notandi hefur ekki kosningarétt í kerfinu en ætti að hafa hann, má senda póst með notandanafni og/eða kennitölu á piratar@piratar.is og skráningin verður löguð handvirkt.

Kosningaréttur

Þegar notandi opnar hins vegar prófkjörssíðu þar sem hann er með kosningarétt kemur upp eftirfarandi síða (Suðvesturkjördæmi notað hér sem sýnidæmi):

Á síðunni má finna leiðbeiningar um hvernig skal bera sig að við atkvæðagreiðslu, en slíkt verður nánar útskýrt hér fyrir neðan. Hægt er að velja nöfn frambjóðenda til að lesa sér meira til um þá. Eru notendur hvattir til þess að nýta sér þann möguleika.

Opna kjörseðil

Þegar notandi er tilbúinn að fara að greiða atkvæði velur hann Opna kjörseðil.

Kjörseðill notanda er tómur þegar hann opnar fyrst kjörseðil. Til að bæta frambjóðenda á kjörseðilinn er annað hvort smellt á Kjósa hnappinn hægra megin við nafn frambjóðanda eða smellt á nafn frambjóðanda og það dregið með músarbendli yfir í dálkinn Atkvæði. Frambjóðendur raðast í þá röð að efst kemur sá frambjóðandi sem fyrst er valinn, svo næsti og svo koll af kolli.

Útfylltur kjörseðill

Hægt er að kjósa eins marga eða eins fáa frambjóðendur eins og notandi vill. Í þessu sýnidæmi hafa fjórir frambjóðendur verið valdir af notanda. Á atkvæðaseðli má sjá fjóra hnappa hægra megin við nafn frambjóðanda.

  • Ör upp færir frambjóðanda upp fyrir næsta frambjóðanda fyrir ofan.
  • Ör niður færir frambjóðanda niður fyrir næsta frambjóðanda fyrir neðan.
  • Rauð fígúra með x fjarlægir viðkomandi frambjóðanda af atkvæðaseðli yfir í dálkinn Frambjóðendur.
  • Þrír hnappar opna valmynd þar sem hægt er að velja að færa viðkomandi frambjóðanda efst á atkvæðaseðli eða neðst á atkvæðaseðli.

Þegar notandi er sáttur við val sitt þarf hann nákvæmlega ekkert að gera. Kjörseðillinn er áfram opinn og notandi getur breytt atkvæði sínu hvenær sem er á meðan opið er fyrir kosningu. Hvergi þarf að staðfesta val sitt. Eina uppröðun notanda sem er talin til atkvæða er sú sem er á atkvæðaseðlinum þegar kosningu lýkur.

Kosningu í prófkjörum lýkur kl:16.00 laugardaginn 13. mars 2021.

Schulze talningaraðferðin

Kjörseðlar eru taldir með schulze aðferðinni, sem þýðir að forgangsraðaðir atkvæðaseðlar kjósenda eru taldir saman og sá frambjóðandi sem er oftast valinn fram yfir alla aðra er sá sem fær efsta sæti. Svo sá frambjóðandi sem er næst oftast valinn fram yfir alla aðra frambjóðendur og koll af kolli. Því meira sem kjósendur forgangsraða þeimur betri útkoma fæst úr Schulze talningunni.

X
X