Píratar XP

Valdið til þín

Ísafjarðarbær

Pétur Óli Þorvaldsson

Sköpum öflugt og farsælt Vestfirskt samfélag

Herbert Snorrason

Tryggjum upplýsingarétt og stafrænt frelsi

Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir

Ég stend fyrir réttlæti, öryggi og valdeflingu þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu

Áherslur Pírata í Ísafjarðarbæ

Frambjóðendur Pírata í Ísafjarðarbæ

Pétur Óli Þorvaldsson

1. sæti Píratar í Ísafjarðarbæ

f. 10.05.1994

Ég heiti Pétur Óli Þorvaldsson fæddur 1994 í sjúkrahúsinu á Ísafirði og ólst upp á Stað, Súgandafirði. Það skiptir mig miklu máli að Suðureyri myndi dafna en umræðan um stjórnmál var alltaf lituð af svartsýni. Píratar veitu mér verkfærin til að snúa því við. Alla tíð þá vorum við að bíða eftir að ráðamenn myndu aðstoða okkur í staðinn fyrir að fá valdið til að hjálpa okkur sjálf. Við erum best til þess fallinn að finna lausnir fyrir okkar þorp. Svo eru lausnirnar fyrir Suðureyri ekki endilega sömu og þær fyrir Þingeyri eða Hnífsdal. Því munum við valdefla öll þau sem hafa áhuga á sínu samfélagi til að finna þær lausnir sem henta þeim.

Ég hef litla reynslu í stjórnmálum sem slíkum og í raun litla reynslu af lífinu fyrst að ég er aðeins 27 ára en ég hef viljan til að læra, af reyndari bæjarfulltrúum en líka af fólkinu í samfélaginu. Það virðist vera að stjórnmála fólk verður svolítið samdauna hvor öðru. Það er því heilbrigt að fá inn fólk til að horfa á kerfið með öðrum, óreyndari augum.

Framtíð Ísafjarðarbæjar er samvofin framtíð Vestfjarða. Hérna getur orðið til eitt öflugt samfélag. Með því að gefa hverfisráðum meira vald og sjá til þess að hagsmunir Ísafjarðar drekki ekki út hagsmuni minni byggðarkjarna í sveitarfélaginu þá væru önnur sveitarfélög frekar til í sameiningu. Við værum búin að sýna viljan í verki. Einnig þá getur Ísafjarðarbær beit sér fyrir Vestfirði í heild sinni þegar það kemur að landsmálum, þá sérstaklega að aðstoða minni sveitafélög á borð við Árneshrepp í að verja sína hagsmuni. Sköpum öflugt og farsælt Vestfirskt samfélag.

Mínar áherslur

  • Að færa valdið nær fólkinu. Stór eflum hverfisráðin þannig að ákvarðanir þar skipta í raun máli.
  • Bætum þjónustu íbúa þannig að ef þau hafa erindi við stjórnkerfið þá eru þau leidd í gegnum kerfið á viðeigandi stað.
  • Komum upplýsingum til fólks um hvað er að gerast hjá bænum, hvernig og hvenær það er hægt að hafa áhrif á þau verkefni og gerum þetta á auðskiljanlegan hátt.
  • Við þurfum að auka viðhald. Það er ekki sparnaður að sleppa viðhaldi. Í besta falli erum við að fresta kostnaði í versta falli erum við að eyðileggja eignir bæjarins.

Herbert Snorrason

2. sæti Píratar í Ísafjarðarbæ

f. 18.10.1985

Ísfirðingur, sagnfræðingur, óþolandi
 
 

Ég hef lengi verið virkur í málaflokkum Pírata, með megináherslu á upplýsingarétt og stafrænt frelsi. Sem dæmi má nefna hina svonefndu IMMI-tillögu, en segja má að hún hafi verið fyrsta þingmál Pírata: Nær allir íslendingarnir sem voru forsvarsmenn tillögunnar tengdust síðar stofnun Pírata á einn eða annan hátt. Í henni var farið fram á það að ríkisstjórnin kanni möguleikana á því að innleiða í hérlend lög þær varnir fyrir tjáningarfrelsið og upplýsingarétt almennings sem best gerast í heiminum.

Ég hef komið að Pírötum frá upphafi, en ég skrifaði meðal annars uppkast að grunnstefnunni. Hlutar þess eru orðréttir í lokaútgáfunni. Á stofnfundinum annaðist ég síðan ásamt tveimur öðrum talningu atkvæða í framkvæmdaráð, sem ég hafði ákveðið að bjóða mig ekki fram til. Þar endaði ég engu að síður, sem slembivalinn fulltrúi. Ég varð svo fyrsti ritari (aðalritari!) Pírata.

Ég hef einnig komið nokkuð að mótun laga flokksins, bæði þeim sem upphaflega voru samþykkt við stofnun flokksins og ýmsar breytingartillögur síðan – sem hafa flestar verið samþykktar. Ég hef þar af leiðandi þó nokkra þekkingu á þeirri meiningu sem lá að baki félagslögunum, og tel að hún geti nýst í úrskurðarnefnd.

 
 

Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir

3. sæti Píratar í Ísafjarðarbæ

f. 07.06.1988

Heimavinnandi húsmóðir
 
 
Ég heiti Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, ég er 34 ára, bý í Hnífsdal, á tvo litla púka og er heimavinnandi húsmóðir í endurhæfingu eftir að risa æxli var fjarlægt úr hryggnum á mér 2020. 

 
Ég var í framkvæmdaráði Pírata 2015, stofnaði Pírata á Vestfjörðum og var á lista hjá Í-listanum í seinustu kosningum. 
 
Ég stend fyrir réttlæti, öryggi og valdeflingu þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Ég vil sjá lægri leikskólagjöld, betra hjólastólaaðgengi og að stjórnsýslan klári þau verkefni sem þau taka að sér. 
 
Ég vil að minni bæirnir hafi tækifæri á að koma meira að ákvarðanatöku í sínu nærumhverfi og betra upplýsingaflæði um hvaða ákvarðanir er verið að taka fyrir hönd okkar allra. 
 
Eins og öryrkjabandalagið minnir okkur oft á „Ekkert um okkur, án okkar.“. 
 
Það þarf að tala saman og tala við fólkið sem málin snúast um, taka ákvörðun og klára verkefnið innan skynsamlegum tímaramma.
 
 

Ísafjarðarbær Policy agenda / Program wyborczy

X
X
X