Stefnumótun

Félagsmenn móta og samþykkja stefnur Pírata en stefna þarf ávalt að standast viðmið grunnstefnu Pírata. Á öllum stigum er hvatt til lýðræðislegar málsmeðferðar í samræmi við lög Pírata.  

Stefnumótunarferli Pírata fer fram á eftirfarandi hátt:
  1. Félagsmenn móta tillögu að stefnu á málefnafundum
  2. Mótuð stefna er kynnt á félagsfundi og greidd atkvæði um hvort hún skuli fara í vefkosningu grasrótar
  3. Ef meirihluti félagsfundar kýs stefnu áfram í fer stefnan í umræðu í kosningakerfi Pírata í 7 daga
  4. Kosning fer fram í vefkosningakerfi Pírata og þar er stefna er samþykkt eða henni hafnað
  5. Stefnur aðildarfélaga Pírata um allt land afgreiðast í ofangreindu ferli
  6. Allar stefnur Pírata er að finna á x.piratar.is 
  7. Fyrir kosningar bjóða frambjóðendur fram áherslur byggðar á stefnum Pírata, áherslurnar eru einskonar úrval stefnumála að sem frambjóðendur leggja fram í kosningarbaráttu.  

Allar stefnur má endurskoða hvenær sem er í samræmi við fyrrgreint ferli. Stefnumál Pírata eru öll aðgengileg í kosningakerfi Pírata, ásamt upplýsingum um kosninguna sjálfa. 

Nefndin er félagsfólki, kjörnum fulltrúum og nefndum, stjórnum, ráðum og aðildarfélögum Pírata til aðstoðar varðandi stefnumótun og málefnastarf innan flokksins.