Píratar XP

Kosningaáherslur Pírata 2021 á auðlesnu máli.

Nýja stjórnarskráin auðvitað!

Píratar vilja innleiða nýja stjórnarskrá  sem Íslendingar samþykktu árið 2012 með kosningu. Í stjórnarskrá er að finna mikilvægustu lögin sem allir Íslendingar verða að fara eftir.

Við þurfum nýja stjórnarskrá til að það sé skýrt hverjir stjórna landinu okkar, mannréttindi séu tryggð í lögum,  og svo að þjóðin eigi saman náttúruauðlindir Íslands, til dæmis fiskinn í sjónum, vatnið og orkuna. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni meira vald og leyfir öllum sem vilja að fylgjast betur með því hvernig Íslandi er stjórnað. 

Þessi  stjórnarskrá hefur verið til í næstum 10 ár, en stjórnmálamenn hafa hingað til ekki viljað innleiða hana. Píratar munu ekki fara í ríkisstjórn nema með því skilyrði að samið verði um að gera nýju stjórnarskrána að lögum. Núna notum við  stjórnarskrá frá árinu 1873 og finnst okkur að samfélagið hafi breyst svo mikið að 150 ára gömul lög eigi ekki lengur við. Auk þess er nýja stjórnarskráin samin af alls konar fólki og á skiljanlegu máli.

Á næstu fjórum árum viljum við að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána og fólkinu í landinu að staðfesta það með því að kjósa hvort þau vilja hana líka. Að sjálfsögðu má gera breytingar á nýju stjórnarskránni en þá er mikilvægt að bæði Alþingi og fólkið í landinu fái að segja sína skoðun.

Umhverfis og loftslagshugsun

Loftslagsbreytingar eru eitt stærsta vandamál nútímans. Píratar eru tilbúnir að byggja grænt samfélag og passa að börnin okkar muni hafa það jafn gott og við. Þó vitum við að framundan eru miklar breytingar í heiminum sem allir verða að búa sig undir. 

Skýr stefna í átt að kolefnishlutleysi

Til að menga minna viljum við Píratar setja í gang áætlun sem miðar að því að Ísland verði sú þjóð sem mengar minnst í heiminum. Það er kominn tími til að gera betur til að byggja upp góða framtíð.

Græn umbreyting í allra hag

Grænna samfélag er gott fyrir alla og mikilvægt fyrir framtíðina. Stjórnvöld og fyrirtæki hafa mest áhrif þegar kemur að því að menga minna og losa minna af óæskilegum  lofttegundum út í andrúmsloftið. Tryggja verður að fólk fái upplýsingar til að geta valið umhverfisvænan lífstíl og aðgengi að umhverfisvænum valkostum, óháð fjárhag. Breytingarnar í heiminum sem fylgja loftslagsbreytingunum bjóða upp á alls konar tækifæri, til dæmis menntun í nýjum greinum. Þó verður að gæta þess að þau tækifæri verði í boði fyrir alla.

Stjórnsýsla og stjórnvöld

Núverandi staða stjórnvalda er ekki nógu góð til að geta haft áhrif á loftslagsvandann. Stórar ákvarðanir í baráttunni tengdri loftslagsvandanum eru ekki teknar af þeim sem bera mesta ábyrgð . því viljum við píratar gera breytingar á stjórnkerfinu og aukið samstarf við atvinnulífið um réttlátar aðgerðir sem skila árangri. Við viljum gefa umhverfisráðuneytinu meiri völd, stofna skrifstofu loftslagsmála og sérstakt loftslagsráð sem sér til þess að stjórnvöld efni loforð sín um aðgerðirnar. Aðgerðirnar verða endurskoðaðar reglulega og breytt ef þörf er á.

Græn umbreyting atvinnulífsins

Á næstu árum þarf að gera byltingu í grænni nýsköpun og framþróun. Það þýiðr að við teljum best fyrir framtíðina að styrkja fyrirtæki sem vinna vel fyrir samfélagið með umhverfisvernd og nýtingu grænnar orku í huga. Það verður að búa til hvatningu fyrir allt atvinnulífið til að huga að umhverfisvernd. Einnig viljum við búa til aðgerðir sem koma í veg fyrir að stjórnvöld styðji við fyrirtæki sem menga eða skemma umhverfið á annan hátt með störfum sínum. Tryggja verður að þau séu undir eftirliti stjórnvalda en séu ekki með eftirlit gagnvart sjálfum sér. Við viljum auðvelda aðgengi að upplýsingum til þess að fólk og fyrirtæki hafi val um að nota vörur sem menga minna. Einnig er mikilvægt að styrkja umhverfisvæna framleiðslu á mat.

Náttúruvernd

Hrein náttúra sem fólk hefur ekki notað þarf mikla vernd frá stjórnvöldum og hana viljum við tryggja. Við viljum vernda miðhálendið fyrir komandi kynslóðir. Við teljum að fólk megi ferðast um landið eins og það vill, svo lengi sem passað sé upp á náttúruna. Til að meta afleiðingar við framleiðslu á raforku verður áfram notast við Rammaáætlun en hana verður að skoða og meta hverju sinni. Stjórnvöld verða að skipuleggja störf sín með náttúruvernd að leiðarljósi. Sérstaklega verður að vernda náttúruna á vinsælum ferðamannastöðum. Við viljum efla skógrækt og sjá til þess að landið skemmist ekki eftir nýtingu á náttúrunni. Einnig viljum við endurskoða lög um villt dýr og auka vernd þeirra. Þetta á einnig við um vernd hvala.

Hringrásarsamfélag

Ef við skilum til baka þeim hlutum náttúrunar sem við notum verður til svokallað hringrásarsamfélag. Það þýðir að hægt sé að lifa á náttúrunni án þess að eyða henni eða skemma. Til að skapa bjarta framtíð finnst okkur Pírötum nauðsynlegt að búa til öflugt hringrásarsamfélag. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að hægt sé að endurnýta orku og úrgang. Þannig er meðal annars hægt að gera tilraunir með að þróa umhverfisvænar leiðir til að ferðast.

Valdeflum almenning

Því fylgir mikil ábyrgð að vera við völd á tímum loftslagsbreytinga. Stór hluti þeirrar ábyrgðar er að fá fólkið í landinu til liðs við sig til að ná árangri. Píratar vilja að allir geti haft eitthvað að segja um ákvarðanir sem teknar eru í loftslagsmálum. Á fjögura ára fresti viljum við að fólk komi saman á þjóðfund um loftslagsmál, því þannig finnum við lausnirnar saman.

Aðgerðir á alþjóðasviðinu

Samvinna með öðrum löndum er nauðsynleg til að koma í veg fyrir meiri loftslagsvanda. Pírötum finnst Ísland eiga að vera leiðandi í samvinnu með öðrum löndum og vilja að við þrýstum á að öll lönd í heiminum vinni að betra loftslagi. Ísland er mjög ríkt og því viljum við aðstoða fátækari lönd við að búa til stefnu í loftslagsmálum.

Loftslagsaðlögun

Við Píratar vitum að margt mun breytast í samfélaginu vegna loftslagsbreytinga. Því þarf að tryggja að landsmenn, dýr og gróður geti áfram búið við öryggi. Jörðin er að hlýna og við verðum að gera ráð fyrir að talsvert hlýrra gæti orðið en reiknað hefur verið með. Við ætlum að hlusta á okkar færustu vísindamenn sem munu meta hvaða hættur við þurfum að búa okkur undir. Tryggja verður að allir hafi öruggt aðgengi að mat, t.d. með því að framleiða mat á Íslandi og skipuleggja bestu leiðirnar til að flytja inn mat og vörur frá útlöndum. 

Verndun hafsins

Píratar ætla að vernda plönturnar og dýrin í sjónum gegn mengun og of mikilli veiði. Við ætlum að nýta bestu tækni sem til er við veiðar. Við munum standa við alla samninga við önnur lönd um verndun hafsins í kringum Ísland. Við viljum koma í veg fyrir mengun frá skipum. Þegar skip leggjast við íslenskar hafnir á að tengja þau við íslenskt rafmagn. Þannig brenna þau ekki olíu sem minnkar mengun í sjónum. Einnig viljum við draga úr losun plasts og annara skaðlegra efna út í sjó og banna leit að olíu við strendur Íslands

Virkar varnir gegn spillingu

Spilling nefnist það þegar stjórnmálamenn misnota vald sitt til að taka eigin hag fram yfir hag ALMENNINGS. Ísland er lítið samfélag. Þess vegna er mikil hætta á að þeir sem stjórna misnoti aðstöðu sína til að þjóna sjálfum sér, fjölskyldu sinni eða fyrirtæki. Svona spilling kostar samfélagið mikla peninga þar sem ekki er farið að hlutunum samkvæmt reglum. Spilling kemur í veg fyrir að allir fái sömu tækifæri og réttindi. Því er afar mikilvægt að koma í veg fyrir spillingu. Á síðustu árum hefur stjórnvöldum oft verið bent á galla í kerfinu og að ekki sé gert nóg til að koma í veg fyrir spillingu á Íslandi. Til að verjast spillingu viljum við píratar grípa strax til aðgerða.

Varnir gegn hagsmunaárekstrum

Píratar vilja skoða siðareglur ráðherra upp á nýtt og þyngja refsingar við brotum stjórnmálamanna í starfi. Setja þarf skýrar reglur um hagsmunaárekstra ríkisstarfsmanna, þingmanna og sveitarstjórnarfulltrúa. Það mun koma í veg fyrir að persónuleg mál ráði för þegar teknar eru ákvarðanir sem varða almenning. Í lögum um eru ýmsir gallar sem geta leitt til spillingar. Því ætlum við að endurskoða lögin og LÁTA ÞAU VIRKA enn betur.

Tengslin upp á borð

Við viljum að skrá yfir tengsl opinberra starfsmanna verði gerð opinber og öllum aðgengileg. Þetta getur til dæmis átt við um fjölskyldutengsl eða tengsl við fyrirtæki. Það verður að sjá til þess að allar upplýsingar um tengsl stjórnmálamanna séu rétt skráðar og að fólk hafi aðgang að þeim. Við viljum líka koma í veg fyrir að hægt sé að gefa stjórnmálamönnum gjafir sem gætu haft áhrif við ákvarðanir þeirra.

Eftirlit og rannsóknir

Tryggja verður að þeir sem eiga að hafa eftirlit með spillingu hafi nógu mikla peninga til að geta unnið vinnuna sína eins og lögin segja til um. Fyrri ríkisstjórnir hafa ekki tryggt að eftirlit sé nægilega mikið og því þarf að styrkja það. Sérstaklega þarf að leggja áherslu á eftirliti með spillingu og ólöglegum peningaviðskiptum. Dæmi um stofnanir sem við viljum byggja upp og styrkja eru umboðsmaður alþingis, Skatturinn, ríkisendurskoðandi og neytendastofa. Rannsaka þarf sérstaklega hvernig Seðlabankinn fer með peninga og spillingu í sjávarútvegi.

Uppljóstranir

Við ætlum að endurskoða lög til þess að vernda þá sem segja frá spillingu. Að segja frá spillingu á að vera réttur hvers og eins og ekki ætti að refsa neinum fyrir það. Einnig þarf að koma í veg fyrir að þeir sem áður hafa starfað við eftirlit geti hafið störf hjá stofnunum sem þeir höfðu eftirlit með. Það getur haft slæm áhrif og leitt til þess að starfsmenn geti ekki unnið vinnuna sína án þrýstings frá öðrum.

Gagnsæi

Píratar vilja skýra stefnu um meira gagnsæi í opinbera kerfinu. Gagnsæi merkir að allar upplýsingar sem eru notaðar til dæmis við að ráða starfsmenn ríkisins séu öllum aðgengilegar og ókeypis. Því verður að tryggja öllum sem vilja aðgengi að gögnum um það sem er að gerast hjá stjórnvöldum. Það eina sem ekki á að vera aðgengilegt eru viðkvæmar upplýsingar um einkamál einstaklinga.

Upplýsingagjöf hins opinbera

Ekkert sem hið opinbera gerir á að vera leyndarmál. Stjórnvöld verða að svara spurningum samkvæmt lögum og leggja þannig áherslu á gagnsæi. Fjölmiðlar eiga rétt á öllum upplýsingum sem þeir kalla eftir. Með það í huga þarf að endurskoða starfsreglur upplýsingafulltrúa hins opinbera.

Gjaldfrjálsar upplýsingar

Höldum áfram að gera opinberar skrár ríkisins aðgengilegar. Dæmi um opinberar skrár ríkisins eru hluthafaskrár og fyrirtækjaskrár. Þær eiga að vera ókeypis og sýnilegar öllum sem vilja. Það sama gildir um aðgangg að Stjórnartíðindum og Lögbirtingarblaðinu.

Eftirlitshlutverk Alþingis

Það þarf að setja sannleiksskyldu ráðherra í lög. Það á að vera refsivert að ljúga að þinginu eða halda viljandi leyndum mikilvægum upplýsingum.   Við viljum gera nefndarfundi Þingsins opna, nema um mjög sérstök mál sé að ræa. Einnig viljum við leyfa fastanefndum  Alþingis að boða  fólkí skýrsllugjöf. Alþingi á að geta haft meira eftirlit með störfum ráðherra. Við viljum að umboðsmaður Alþingis fái meiri pening til að sinna rannsóknum. Best væri að gefa honum meira vald til að hafa eftirlit með stjórnvöldum og gefa þeim fyrirmæli sem þau verða að fara eftir.

Aðskilnaður löggjafar og framkvæmdarvalds

Ráðherrar ættu ekki að vera þingmenn á sama tíma og þeir starfa sem ráðherrar. Samskipti ráðherra, líkt og símtöl og fundir eiga að vera skráð. Eins ætti að vera hægt að fylgjast með fundadagbókum ráðherra. Undanfarin ár hefur Alþingi of mikið skrifað undir ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og því þarf að breyta. Við verðum að gera Alþingi að sjálfstæðri stofnun sem skoðar og metur ákvarðanir sem ríkisstjórnin tekur hverju sinni.  Ef ráðherra brýtur af sér, verður að tryggja að brotið verði rannsakað af ákæruvaldi eða lögreglu.

Einkaaðilar

Rík einkafyrirtæki mega ekki hafa spillandi áhrif á stjórnvöld. Við Píratar viljum meira eftirlit og að það séu refsingar við því að stjórnvöld geri einkafyrirtækjum greiða. Við viljum tryggja gagnsæi innan fyrirtækja. Eins verður að vera gagnsæi í samningum sem íslenska ríkið gerir við einkafyrirtæki.

Löggæsla

Píratar vilja að lögreglan fái nægilegt og stöðugt fjármagn. Eins verður að vera til nægur peningur til að verja lögregluna fyrir spillingu. Störf lögreglu verða að vera algjörlega hlutlaus.  Stjórnvöld mega ekki skipta sér af því hverjir eru ráðnir í störf innan lögreglunar. Tryggja verður með reglum að hagur lögreglumanna hafi ekki áhrif á störf þeirra.

Sjávarútvegur

Við píratar teljum að allir Íslendingar eigi fiskinn í sjónum saman. Því á ekki að vera leyfilegt að kaupa eða selja sérstakan rétt til að veiða fisk. Aðgengi til fiskveiða á að vera tryggt öllum sem vilja. Eins verður að tryggja rétt nýliða í fiskveiðum. Við píratar viljum að sjávarútvegur sé sjálfbær og rannsóknir og eftirlit með fiskveiðum. Skýr munur verður að vera á rannsóknum sem tengjast náttúrunni og hvernig við ákveðum að nýta hana. Þeir sem koma að því að taka ákvarðanir um nýtingu fisksins í sjónum eiga ekki að koma að rannsóknum sem tengjast sjávarútvegi. Við viljum sjá fjölbreytt fyrirtæki í sjávarútvegi í stað einhæfni. Því ætla Póratar að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki um allt land. Sjávarútvegur er afar mikilvægur fyrir samfélagið og því verður að vernda allt líf í hafinu. Ef við ætlum að nota það sem sjórinn gefur okkur, til dæmis fiskinn, verður að rannsaka fyrst hvaða afleiðingar það hefur fyrir náttúruna.

Eignarhald

Við viljum að það standi skýrt í Stjórnarskránni að íslenska þjóðin sé eigandi fisksins í sjónum. Enginn á því að geta grætt sérstaklega á honum án samþykkis þjóðarinnar. Í nýju stjórnarskránni sem eftir á að samþykkja er skýr regla um að öll náttúra eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Því er afar mikilvægt að nýja stjórnarskráin verði samþykkt sem allra fyrst. Ríkið ætti að bjóða allar veiðiheimildir upp á opnum markaði, með samþykki og fyrir hönd þjóðarinnar. Heimildirnar eiga aðeins að vera tímabundnar og á allur peningur sem fæst fyrir þær að renna til þjóðarinnar.

Allur afli á markað

Allur afli, sem er allur fiskur sem veiðist, á að fara í gegnum íslenskan markað áður en hann verður seldur annað. Það á að vera skylda fyrir öll fyrirtæki sem veiða fisk, þar sem það tryggir að hann sé seldur á eðlilegu og sanngjörnu verði. Ef fiskur og annað sem veiðist fer fyrst í gegnum íslenskan markað tryggir það sjómönnum hærri laun. Að sama skapi myndu fyrirtæki eiga auðveldar með að nálgast vöru sem hægt er að vinna með.

Frjálsar handfæraveiðar

Öllum sem vinna við handfæraveiðar á að vera frjálst að stunda þær. Einn handfærabátur má vera skráður á hverja kennitölu. Koma verður í veg fyrir að sömu aðilar geti átt marga handfærabáta. Einnig viljum við að stefnt sé að rafvæðingu smábáta við strendur Íslands.

Sjálfbærni, gagnsæi og eftirlit

Að sjá til þess að fiskurinn í sjónum klárast ekki kallast sjálfbærar veiðar. Við píratar viljum tryggja sjálfbærar veiðar. Við munum hlusta á vísindin og nota þær aðferðir sem rannsóknir sýna að séu bestar. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af rannsóknum í sjávarútvegi og mikilvægt er að mismunandi og hlutlausir aðilar komi að þeim. Hafrannsóknarstofnun verur að vera gagnsæ. Nægur peningur verður að vera gefinn til hafrannsókna og rannsókna á veiðiaðferðum. Við viljum tryggja að stofnanir sem sjá um eftirlit séu hlutlausar og starfi með gagnsæi. Dæmi um eftirlitsstofnanir eru Fiskistofa og landhelgisgæslan. Við viljum auka hlutverk Samkeppniseftirlitsins í sjávarútvegi og sjá til þess að Landhelgisgæslan hafi nóga peninga og starfsmenn til að sinna eftirliti og þjónustu. Þar sem íslenska þjóðin er eigandi fisksins í sjónum, skulu öll gögn um sjávarútveg vera opinber.

Réttindi sjómanna

Við viljum gera það refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum og/eða leigu á heimildum til að veiða eða eiga fisk.

Efnahagskerfi tuttugustu og fyrstu aldarinnar

Þegar við tölum um efnahagskerfi er átt við hvernig við stjórnum peningunum í landinu. Við Píratar höfum nútímalega og manneskjulega sýn á peningamálum. Okkur finnst mikilvægast að tryggja að fólk eigi mögulega að lifa og vinna við það sem það hefur áhuga á. Þegar fólk hefur frelsi og vald yfir eigin lífi, getur samfélagið orðið ríkara og betra fyrir alla. Þess vegna telja píratar mikilvægast að fjárfesta í fólki. Við ætlum að hækka persónuafslátt strax og sjá til þess að fólk geti fengið hann greiddan út. Píratar vilja að þeir sem eiga og græða peninga eða græða á náttúrunni þurfi að borga hærri skatta. Þeir sem fá lægst laun eiga að borga lægri skatta og við viljum tryggja að allir eigi rétt á grunnlaunum frá ríkinu.

Aðgerðaáætlun í efnahagsmálum

Hugmyndirnar sem Píratar hafa um efnahagsmál eru nýjar. Þær leggja áherslu á að efnahagskerfið taki tillit til samfélags og náttúru Samfélag og náttúra hafa ekki verðmiða og því hefur ekki verið reiknað með þeim sem lykilþáttum í efnahagskerfinu. Við viljum samfélag þar sem allir geta blómstrað, sáttir við umhverfi sitt. Við ætlum að tryggja jöfn tækifæri og leyfa fólki að vera skapandi í opnu, stafrænu samfélagi, þar sem allir mega vera með í að taka ákvarðanir.

Fyrstu skrefin

Til að vita hvað kostar að lifa góðu lífi á Íslandi þarf að skilgreina lágmarksframfærslu. Við ætlum að hækka persónuafslátt strax og hefja undirbúning á því að hann verði útgreiðanlegur. Þá verða barnabætur gerðar óháðar tekjum foreldra. Við ætlum að búa til sanngjarnt skattkerfi. Það verður gert með því að láta öryrkja, ellilífeyrisþega,  láglaunafólk og umhverfisvæn fyrirtæki borga minni skatta. Á sama tíma munu hinir ríku og stórfyrirtæki sem menga að borga hærri skatta. Þetta verður til þess að allir geti haft það gott. Við viljum tryggja að vel sé farið með peninga sem almenningur borgar í skatt. Það verður gert með meira eftirliti frá opinberum aðilum. Embætti skattrannsóknarstjóra var lagt niður í fyrra en við viljum vekja það aftur til lífsins. Við ætlum að búa til nýja atvinnustefnu með áherslu á menntun, rannsóknir, nýsköpun og aðgerðir gegn atvinnuleysi. Fysstu skrefin eru að tryggja nógu mörg störf og gefa fólki vald og tækifæri til að skapa störf fyrir sjálft sig. Það er kominn tími til að fólk um allan heim hafi jafnari tækifæri til að lifa góðu lífi.

Á kjörtímabilinu

Við viljum hækka persónuafsláttinn í skrefum og greiða hann út til þeirra sem nýta hann ekki. Svo viljum við einfalda skatta og almannatryggingakerfið til að minnka skerðingar. Núverandi kerfi eru flókin, ómanneskjuleg og geta leitt til fátæktar. Á næstu fjórum árum viljum við innleiða nýju atvinnustefnuna sem minnst var á áður um allt land. Mikilvægt er að öll sveitarfélög séu byggð upp með nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd í huga. Mikilvægt er að taka tillit til þeirra sem munu búa hér á eftir okkur og því þurfum við skapandi og manneskjulegt framtíðarsamfélag. Við viljum tryggja að lífeyriskerfið sé til staðar fyrir alla. Þars sem samfélagið þróast á miklum hraða verður að tryggja rétt allra til sífelldrar menntunar. Við viljum að fólk geti ákveði sjálft eftir ákveðinn aldur hvenær það hættir að vinna. Einnig viljum við stytta vinnuvikunar enn frekar. Við píratar viljum búa til nýtt húsnæðiskerfi, þar sem núverandi kerfi nýtist fólki ekki nógu vel. Það gleymist oft að húsnæðismál varða allt samfélagið og því eru þau mjög stór hluti efnahagsmála. Í Evrópu er verið að leggja sífellt meiri áherslu á nýja þætti í efnahagsmálum, til dæmis velgengni og sjálfbærni samfélaga. Ísland verður að taka fullan þátt í þeim breytingum og mikilvægt er að dragast ekki afturúr.

Til framtíðar

Í framtíðinni viljum við tryggja öllum grunnlaun frá ríkinu. Við ætlum að gera skattkerfið sanngjarnara með því að skattleggja þá sem mest eiga, auk þess sem mengun verður ástæða þess að borga þarf meiri skatt. samfélagið okkar breytist hratt og því verður að búa til meiri menntun fyrir fólk og tækifæri í atvinnumálum.

Velsældarsamfélagið

Píratar vilja byggja betra samfélag fyrir alla. Þess vegna verður að hugsa um vellýðan, jafnvægi og velgengni frekar en að hugsa bara um peninga. Staða fólks er að verða sífellt ójafnari og loftslagsvandinn ógnar tilveru okkar. Því verður framtíðin að byggjast upp á réttlæti og að allir geti haft það gott. Hún má ekki snúast um að græða og safna peningum sem ekki allir hafa jafnt aðgengi að. Píratar stefna að því að mæta helstu þörfum alla í samfélaginu. Til dæmis er hægt að gera það með því að auka nýsköpun alls staðar í samfélaginu og bjóða upp á fjölbreytt atvinnutækifæri. Einnig á öllum að standa til boða jöfn tækifæri til fjölbreyttrar og spennandi menntunar.

Nýsköpunarlandið Ísland

Píratar ætla að búa til samfélag með áherslu á nútímalega þróun og aukna notkun á tækni. Píratar ætla að skapa þeim sem munu búa á Íslandi á eftir okkur tækifæri með nýsköpun í samstarfi við atvinnulífið. Við ætlum að gera Ísland að fyrirmynd fyrir önnur lönd þegar kemur að því að skapa samfélag til framtíðar.

Sveigjanleg menntun

Píratar ætla að undirbúa skólakerfið undir komandi breytingar. Það gerum við með meiri fjölbreytni, stuðningi við nemendur og kennara og með undirbúningi fyrir líf í nútíma samfélagi.

Öruggt húsnæði fyrir alla

Við tryggjum frelsi og öryggi með því að útvega öllum viðeigandi og öruggt húsnæði. Við ætlum að láta byggja fleiri íbúðir, auka öryggi þeirra sem leigja húsnæði og fjölga félagslegu húsnæði. Þannig fær fólk aukið val um hvernig og hvar það vill búa.

Stöndum með nýjum íbúum

Við ætlum að vernda réttindi innflytjenda og koma í veg fyrir mismunun gagnvart þeim. Hið opinbera verður að vernda rétt innflytjenda á atvinnumarkaði og það á að vera refsivert fyrir vinnuveitendur að brjóta á þeim.

Afnemum ómannúðlegar skerðinar

Við viljum byggja upp nýtt velferðarkerfi þar sem ekki eru til skerðingar. Fólk á að fá tækifæri til frelsis til búsetu og til að geta byggt upp gott líf. Við ætlum að taka vel á móti fólki sem kemur til Íslands á flótta með því að leggja niður Útlendingastofnun. Þannig verða umsóknir um hæli og alþjóðlega  vernd afgreiddar á hraðari, einfaldari og manneskjulegri hátt. 

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta

Á síðustu árum hefur heilbrigðiskerfið ekki fenigð nógu mikkinn pening. Því ætlum við að byggja upp betra heilbrigðiskerfi og tryggja rétt allra á góðri og ókeypis heilbrigðisþjónustu. Við leggjum áherslu á að í heilbrigðiskerfinu á notandi þess alltaf að vera í forgrunni.

Valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta

Við viljum að í boði sé meðferð fyrir fólk með geðræn veikindi sem er byggð upp með frelsi, vald notenda yfir eigin lífi og frelsi að leiðarljósi. Við viljum ekki að frelsi og réttur til ákvarðana sé tekinn  af fólki með geðræn veikindi.

Skaðaminnkun og afglæpavæðing

Píratar vilja hætta að refsa þeim sem nota vímuefni. Vímuefnanotendur eru einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu og því verður að styðja þá með öruggu húsnæði, sálrænni aðstoð og með því að gera þá að hluta af samfélaginu okkar.

X
X
X