Votlendið og hálfa jörðin

Framræst votlendi er það kallað þegar grafnir eru skurðir til að vatn renni úr jarðveginum þar sem votlendi er, til þess að hægt sé að nota landið í eitthvað sem bændum þykir gagnlegt. Slíkir skurðir hafa verið grafnir út um allt land, oft til að búa til beitarland eða ræktunarland, en þó er einhverra hluta vegna um 85% alls lands sem hefur verið framræst ónotað.

Það eru ekki til góðar skýringar á því hvers vegna menn hafa framræst sexfalt meira land en þörf er á, en framræsta landið losar um metan og aðrar gróðurhúsalofttegundir eftir því sem lífræn efni í jarðveginum eru brotin niður af örverum þegar verndarhjúpur vatnsins er farinn.

Í votlendi þrífst mikið lífríki fugla, smádýra og plantna sem geta oft ekki lifað í framræstu landi. Þetta er meðal fjölbreyttustu lífríkja sem finnast á Íslandi og má gera ráð fyrir því að endurheimt votlendi muni stuðla að því að þessar tegundir stækki og þrífist. Framræsing votlendis hefur beinlínis gert mörgum fuglategundum lífið erfitt og það algjörlega að óþörfu.

Náttúra Íslands

Við gætum líklega náð að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 10 milljón tonn á ári ef ríkissjóður myndi koma til móts við bændur sem eru tilbúnir til að endurheimta votlendi á sínum jörðum, eða einfaldlega fjármagna Votlendissjóð til að geta að minnsta kosti núllað út kostnaðinn við endurheimt votlendis. Það væri heilmikill sigur. En sigurinn yrði í rauninni tvöfaldur.

Staðreyndin er að hnatthlýnun raskar lífríki um allan heim og lífvænlegum stöðum fyrir fjölmargar dýrategundir fer þess vegna fækkandi. Á meðaldegi deyja út milli fimm til fimmtán tegundir lífvera. Þurrkast út; munu aldrei sjást aftur. Þetta er að minnsta kosti þúsund sinnum hraðari tegundadauði en þekktist fyrir tíð mannkynsins. Við getum nefnt sumar tegundirnar sem deyja út á nafn ─ eins og hvíti nashyrningurinn eða Yangze árhöfrungurinn ─ en flestar tegundirnar mun almenningur aldrei heyra um.

Lífríki jarðar er í vandræðum, og lífríki Íslands í raun líka. Framræsing votlendis stefnir óðinshana, jaðraka, lóuþræl, stelk og öðrum fuglategundum í óþarfa hættu; en endurheimtin gæti blásið nýju lífi í íslenska náttúru. Styrking náttúrunnar er sigur út af fyrir sig.

Hálf jörð

Líffræðingurinn Edward O. Wilson hefur lagt til hugmyndina um Hálfa jörð. Í henni felst að við getum bjargað líffræðilegum fjölbreytileika í heiminum með því að leggja helming alls yfirborðs jarðar í hendur náttúrunnar. Í því felst ekki að velja einn helming og flytja allt fólkið burt þaðan, heldur einfaldlega að lönd taki sig til og ákveði að verja ýmiskonar vistkerfi með því að taka þau frá fyrir náttúruna.

Ímyndaðu þér skóg þar sem lifa hundrað tegundir lífvera ─ trjáa, fugla, skordýra, sveppa og svo framvegis. Felldu nú helminginn af trjánum fyrir íbúabyggð eða bílastæði eða hvaðeina. Eftir stendur hálfur skógur, en í skóginum má búast við að aðeins 84 tegundir séu eftir. Í líffræði er oft miðað við að lífríkismissir túlkast yfir í tegundamissi í hlutfalli við fjórðu rót. Af þessum sökum er auðvelt fyrir okkur að ákveða að hlífa tegundunum við skaða, en það kostar okkur bókstaflega land.

Þegar ákveðið var að framræsa sexfalt meira land en þörf var á datt líklega engum í hug að þetta myndi fækka fuglum á himnum. En tortíming vistkerfa er bæði eitthvað sem þekkist út um allan heim og eitthvað sem er í hendi okkar að stöðva.

Miðhálendisþjóðgarður

Hugmyndin um „Hálfa jörð“ rímar við hugmyndina um miðhálendisþjóðgarð að sumu en ekki öllu leyti. Í miðhálendisþjóðgarði eins og þeim sem rætt hefur verið um væri 45% af yfirborði Íslands. Þar væru að finna flestar tegundir lífríkja sem finnast yfir höfuð á Íslandi. En með átaki í endurheimtingu votlendis, stækkun þjóðgarða, og friðun ákveðinna haf- og strandsvæða mætti bæði tryggja að Ísland legði sitt af mörkum til verndunar hálfrar jarðar, en um leið gefa náttúru Íslands stóra vítamínssprautu.

Og svo myndum við draga saman losun gróðurhúsalofttegunda um 10 milljón tonn á ári í leiðinni.

Hver gæti andmælt slíkri snilld?

Vandi málsins

Að óbreyttu myndu bændur líklega tapa á þessari hugmynd. Þótt mikið af landinu sé ónotað er dýrt að moka í skurðina. Flestir þeirra bænda sem ég hef talað við myndu glaðir leggja sitt af mörkum til að vernda náttúrna og gera það jafnvel að eigin frumkvæði. En svona stór breyting á ekki að þurfa að koma bændum illa. Þvert á móti.

Það er löngu orðið tímabært að við gerum okkur grein fyrir því að sú landbúnaðarstefna sem hefur verið rekin á Íslandi í langan tíma er ekki að skila okkur þeim árangri sem við viljum. Landnýting gæti verið markvissari og náttúruvænni, afurðir gætu verið meiri, betri og um leið ódýrari fyrir neytendur, og bændur gætu haft það töluvert betra. En er hægt að ná öllum þessum markmiðum samtímis?

Það er engin tilviljun að flest iðnríki urðu iðnríki í fyrstu eftir stórtækar lagabreytingar sem litu að landnotkun, ábúandarétt og landbúnaðarháttum (sjá t.d. Þýskaland, Japan og Bandaríkin). En á Íslandi hefur landeignarréttur haldist mikið til óbreyttur frá landnámi, þótt landbúnaðurinn hafi vissulega þróast töluvert.

Pólitískur kjarkur

Ef íslenskir ráðamenn hefðu til í sér snefil af pólitískum kjarki, þá væri hugsanlega hægt að gera nýjan samning við bændastéttina. Í því samhengi mætti leggja til eftirfarandi aðgerðalista:

  1. Miðhálendisþjóðgarður er stofnaður.
  2. Markmið sett um endurheimt 80% alls framræsts votlendis á næstu 10 árum.
  3. Ríkissjóður býðst til að kaupa endurheimt votlendi af bændum á föstu hektaraverði; það land verði fært undir Miðhálendisþjóðgarð eftir því sem það gengur upp landfræðilega.
  4. Sjóður settur á laggirnar til að fjármagna innviðauppbyggingu hjá bændum, með það markmið að tvöfalda nýtni hvers hektara.

Sumsé, bændur myndu skipta út hluta af landinu sínu fyrir peninga, ásamt því að fá stuðning ríkisins við að tvöfalda framleiðni sína með betri innviðum og nýrri tækni. Ætla má að einhverjir færist úr bændastétt og vissulega mun meðalstærð bújarða minnka ─ en gögn allsstaðar að úr heiminum sýna að minni bújarðir skila að jafnaði meiri framleiðni per hektara. Ætla má að bændur komi vel út úr þessari áætlun, ásamt áðurnefndum jákvæðum áhrifum fyrir náttúruna.

Hvað kostar þessi áætlun? Marga milljarða. En ljóst er að þetta er töluvert ódýrara en að gera ekkert í málinu, því eins og áður sagði: Jörðinni er skítsama hvað kostar að gera við skemmdirnar.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...