Trúverðugleiki stofnanna

Þegar skoðaður er munur á ríkum og fátækum samfélögum er ekki að gæta sterkrar fylgni milli velgengnis og augljósari þátta eins og stærðar, íbúafjölda, náttúruauðlindir, tengingar við umheiminn eða aðgengi að mörkuðum. Allir þessir þættir hafa vissulega einhver áhrif, en sá þáttur sem virðist ráða mestu í reynd er trúverðugleiki stofnannakerfisins. Þetta hefur komið fram í ýmsum rannsóknum, meðal annars úttekt World Economic Forum.

Trúverðugleiki stofnanna skýrist af mörgum þáttum: traust almennings til stofnanna, skilvirkni vinnu þeirra, umfang spillingar, og svo framvegis. Menning stofnanna skiptir því máli. Ef ríkt er í menningunni að mistök eru ekki leiðrétt, misgjörðir sópaðar undir teppið, pólitísk ábyrgð hundsuð og frændhygli víðfem, þá má allt eins gera ráð fyrir því að traust almennings rýrni, skilvirknin minnki, spillingin aukist, og geta stofnunarinnar til að sinna sínu hlutverki sé almennt minni en ákjósanlegt væri.

Það er þetta umfram annað sem gerir Danmörk að ríkara landi en Ítalía. Ítalía er stærra, fjölmennara, með betri landfræðilega staðsetningu, umtalsvert meiri auðlindir, og jafn mikið markaðsaðgengi, en ólíkt Danmörku eru umfangsmikil vandamál í Ítölsku stofnannakerfi sem bitnar á íbúum landsins á ótal vegu.

Frá hruni hafa ýmsar stofnanir á Íslandi glímt við trúverðugleikavandamál. Alþingi, ríkisstjórnir, Seðlabankinn, bankakerfið, dómsstólar og ýmsar aðrar stofnanir hafa þurft að ganga í gegnum hreinsunareld. Sumar þeirra hafa gert það, og í þeim tilfellum hefur traust aukist, skilvirkni lagast og friður komist á.

En sumar stofnanir hafa harðneitað að taka sig á. Hvort sem það er vegna hagsmunagæslu, forréttindablindu, misskilnings á sínu hlutverki eða óbilandi trúar á eigið ágæti hafa sumar stofnanir gert sig heimakomna í ákveðnum forarpyttum og láta sem það sé fullkomnlega eðlilegt.

Það er helst Alþingi sem hefur átt erfitt með að endurnýja trúverðugleika sinn. Þótt margar heiðarlegar tilraunir hafi verið gerðar og almennt hafi flest miðað í rétta átt, þá eru uppákomurnar sem grafa undan trausti almennings og framkalla dramaköst og kergju innanhúss enn svo tíðar og svo umfangsmiklar að þrjú skref eru stigin afturábak fyrir hver tvö sem stigin eru áfram.

Sumir einstaklingar (og flokkar) á Alþingi virðast ekki hafa það í sér að leggja eigin hagsmuni til hliðar í þágu heildarinnar. Við þurfum að þola Klaustursmenn, núverandi methafa í stofnannalegri trúverðugleikarýringu með frjálsri aðferð. Við þurfum að þola fjármálaráðherra sem hefur orðið uppvísa að því að stinga óþægilegum skýrslum undir stól rétt fyrir kosningar og hefur tengst eignum í skattaskjólum. Við þurfum að þola ýmislegt fleira í þessum dúr. En núna er það fyrrverandi dómsmálaráðherrann, sem hefur dregið heila aðra stofnun með sér í svaðið.

Það þarf ekki að rekja málsatvik nánar – dómur Mannréttindadómstóls Evrópu gerir það ágætlega. Orðum það bara þannig að þegar pólitísk frekja og sérhagsmunagæsla ráðherra verður til þess að maður sem ákærður er fyrir ökuréttindalausan akstur undir áhrifum vímuefna nær að leggja Íslenska ríkið á grundvelli þess að honum hafi verið neitað um sanngjörn réttarhöld vegna ólögmætrar skipunar dómara, þá er fokið í flest skjól.

Gjarnan heyrist, aðallega frá Sjálfstæðismönnum, að þeir sem gagnrýna hvernig valdinu er (mis)beitt eða bera spillinguna á torg séu þeir sem skaða trúverðugleika kerfisins. Enda er löng hefð meðal íhaldsmanna að skjóta sendiboðann. En þetta er látbragðsleikur sem við höfum ekki efni á, sem samfélag, lengur.

Hversu margar vinnustundir á Alþingi hafa farið til spillis undanfarin ár vegna fúsks og flumbrugangs, yfirhylmingar spillingarmála, ófaglegri framkvæmd ríkisvalds og öðrum árásum á undirstöður samfélagsins okkar? Hversu mikið betra hefði verið að sá tími yrði nýttur í að byggja upp hagkerfið okkar, styrkja innviði, efla velferð og hlúa að umhverfinu?

Traust almennings til Alþingis er vandræðalega lítið, en það er í einu og öllu skiljanlegt að fólk sé pínu varfærið gagnvart löggjafarvaldinu eins og því hefur verið beitt undanfarin ár. Eina leiðin til að endurheimta traust er að vinna sér það inn. En Í dag eru engar einfaldari leiðir til að auka traust til Alþingis en að það fólk sem hefur unnið stofnuninni mestan skaða víkji burt.

Greinin birtist á Kjarnanum 19. mars 2019

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...