Vinkvennahittingur ráðherra

Ráðherrar eiga enga vini

Vinkvennahittingur ráðherra er einna helst í fréttum þessa dagana. Það væri alla jafna ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ein vinkvennanna er ráðherra. Það eitt og sér er heldur ekkert merkilegt, því ráðherrar eru fólk og fólk á vini. En þó fólk eigi vini þá eiga ráðherrar enga vini, hvað svo sem sjávarútvegsráðherra finnst um það en hann hringi frægt símtal í vin sinn og forstjóra Samherja til þess að spyrja hvernig honum liði.

Það er ekkert athugavert við að vinir hittist og geri sér glaðan dag þó það sé varhugaverðara í Covid ástandi dagsins í dag, það þarf að huga að fjarlægðarmörkum sem myndir sýndu svo “óheppilega” að var ekki sinnt. Umræddur vinkvennahittingur ráðherra leiddi þó til þess að sóttvarnarreglur voru gerðar skýrari … eftirá. Vinir geta meira að segja verið styrktir af einkafyrirtækjum til þess að birta myndir af sér í slíkum hitting. Það geta ráðherrar hins vegar ekki. Vinir geta fengið hlunnindi eins og gistingu og veitingar frá einkafyrirtæki, svo lengi sem það er allt gefið upp á réttan hátt m.t.t opinberra gjalda og þess háttar. Ráðherra getur það varla því þá geta komið upp alls konar hagsmunaárekstrar og þvíumlíkt. Ráðherra þarf auðvitað gefa allt upp vegna opinberra gjalda á sama hátt og allir aðrir en þarf aukalega að standa skil á ákveðnum gagnsæiskröfum.

Í tilviki ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem ráðherra neitar að afhenta kvittanir verður að setja nokkra fyrirvara. Til að byrja með, ef ráðherra var ekki þarna í hlutverki sínu sem ráðherra þá þarf ekki að sýna neinar kvittanir. Málið einfaldlega endar þar. Vandamálið er hins vegar að vinkvennahittingur ráðherra var “viðskiptadíll”. Það ma vel vera að ráðherra hafi borgað fyrir allt sitt en eftir stendur að ráðherra birtist í kostaðri auglýsingu. Eins og kemur fram í frétt stundarinnar:

Aðspurð hvort það sé ekki hjálplegt fyrir kynningarefnið að nafntoguð manneskja eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva að svo geti verið. „Jú, auðvitað er þetta kannski vandmeðfarið og ég hefði átt að hugsa þetta betur,“ segir hún. „Eðlilega hefði ég átt að hugsa út í það, en ég gerði það ekki. Því er verr og miður. En hún á sína reikninga fyrir þessu og ég mína, þannig að það ætti ekki að vera neitt vafamál.“

Það er semsagt ástæða fyrir því að spyrja ráðherra um kvittanir. Það er ekki spurning út í loftið sem er hægt að slá frá sem óþarfa forvitnisspurningu. Þetta varðar veru ráðherra í kostaðri auglýsingu fyrir einkafyrirtæki. Þau kaup og kjör á embætti ráðherra í auglýsingu er eitthvað sem kemur öllum við. Kannski vissi ráðherra ekki að myndirnar yrðu notaðar í kostaða auglýsingu og vinskapurinn varð þannig að misnotkun á embætti ráðherra í fjárhagslegum tilgangi. Ætli málið verði nokkurn tíma skoðað sem slíkt? Ég efast um það. Kannski vissi ráðherra að myndirnar yrðu notaðar í auglýsingaskyni, ef svo þá eiga að vera til kvittanir. Ef ekki hjá ráðherra þá hjá ráðuneyti eða hjá þeim sem keyptu auglýsinguna.

Lexían sem við ættum að læra af þessu öllu er að ráðherrar eiga enga vini og að hver sem er ráðherra getur í góðra vina hópi allt í einu orðið ráðherra sem á enga vini þegar myndavélin er tekin upp og öllum sagt að brosa.

Upprunaleg birtingGitHub

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...