Píratar XP

Við þurfum hópmálsóknir

Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi.

Lagaumhverfið okkar er stórgallað

Á mínum unglingsárum lærði ég að lögum bæri að fara eftir. Ef lögin eru ekki að duga þá þurfi að breyta þeim og ef þau eiga ekki við beri að fella þau út. Jafnframt skapaði þetta þá væntingu að sé brotið á mér eigi ég að geta fengið úr því leyst og sé ágreiningur um efnisatriði máls þá geti ég fengið úr því leyst.

Seinna lærði ég að mörgum lögum er ekki hægt að framfylgja vegna þess að þau annað hvort skarast á við önnur lög eru úrelt eða þannig skrifuð að engar afleiðingar fylgja því að brjóta þau.

Enn seinna komst ég að því að í mörgum tilfellum er hægt að brjóta á fólki án teljandi afleiðinga.

Því ríkið tekur ekki á stórum hluta lögbrota heldur þurfa einstaklingar sem telja á sér brotið að sækja rétt sinn sjálfir. Jafnvel þó rikið sæki sjálft lögbrotið getur einstaklingur þurft að höfða mál sjálfur telji einstaklingurinn að hann eigi rétt á bótum. Þegar þangað er komið opinberast stór galli við lagaumhverfið okkar, það er nefnilega eitt að eiga rétt það er annað að sækja hann. Ætli einstaklingur sér að taka til varna fyrir dómi eða sækja mál er líklegt að reiða þurfi fram háar fjárhæðir sem gætu ef málið vinnst kostað allar dæmdar bætur, ef málið síðan tapast kostað viðkomandi stórar fjárhæðir.

Hérlendis skortir mikið úrræði fyrir einstaklinga til að að geta leyst úr ágreiningsmálum fyrir dómi án þess að kostnaðurinn sé verulegur.

Jafnframt grunar mann að aðilar eins og smálánafyrirræki nýti sér þetta þar sem ólíklegt er að gagnaðilar þeirra muni geta veitt teljandi viðspyrnu fyrir dómi. Eitt dæmi var þegar einstaklingur vann björgunarafrek og sparaði þannig tryggingarfélagi miklar fjárhæðir og taldi sig eiga rétt á greiðslu, málið vannst en greiðslan sem að lögfræðingur mannsins fékk var sambærileg fyrir það sem hann fékk fyrir að leggja líf sitt í hættu.

Í grunninn snýst þetta um kjör lögfræðinga, hverra tímakaup getur verið nokkuð hátt.

Getum við sagt að við búum í réttarþjóðfélagi þegar það er á fárra færi að fá úrlausn sinna mála fyrir dómstólum og nema hagsmunirnir séu þeim mun meiri láti fólk hjá leiðast að sækja rétt sinn. Oft hefur verið rætt um að það þurfi að setja lög um hópmálsóknir.  Slíkt hefði nýst t.a.m. í Procar málinu. Einnig væri eðlilegt að hér væri komið á fót smákröfudómstól. Þar sem fólk gæti sjálft með leiðbeiningum dómstólsins sótt minni kröfur eins og skemmdir á lausamunum án þess að kostnaður verði langt umfram verðmæti dómsmálsins.

Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að leysa nema með aðkomu Alþingis, við þurfum að gera kröfu á alþingismenn að leysa þetta og það er kominn tími til að vera með læti.  Við getum ekki búið við það að geta ekki fengið úrlausn okkar mála án þess að þurfa að greiða það hátt gjald fyrir að við í raun sættum okkur við að brotið sé á okkar rétti.


Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X