Píratar XP

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi

Við erum öll barnavernd

Ofbeldi í ýmsum myndum er útbreitt vandamál, og sérstaklega alvarlegt þegar um börn er að ræða enda getur það haft varanleg áhrif á velferð þeirra og líðan. Síðastliðinn vetur fór að bera á nýrri birtingarmynd ofbeldis meðal barna og unglinga þar sem fyrirhuguð slagsmál voru auglýst á samfélagsmiðlum, þau tekin upp og efninu dreift. Í sumum tilfellum mjög grófar og alvarlegar árásir þar sem allt niður í tólf ára gömul börn áttu í hlut. Í kjölfar hrottafenginnar árásar í Hamraborg þar sem fjórtán ára drengur sætti barsmíðum af hendi hóps sér eldri unglingspilta óskaði ég eftir umræðu í bæjarráði um viðbrögð Kópavogsbæjar vegna málsins. Þar bar ég upp tillögu Pírata í Kópavogi þess efnis að sveitarfélagið hæfi átak gegn einelti og ofbeldi ungmenna. Bæjarráð samþykkti að Kópavogsbær myndi hefja samræður við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samstíga aðgerðir vegna ofbeldis meðal unglinga.

Nú liggur fyrir ný framkvæmdaráætlun bæjarins í barnaverndarmálum og meðal þess sem áætlað er, er að stofna ofbeldisteymi barnaverndar í Kópavogi. Þannig verður núverandi heimilisofbeldisteymi útvíkkað, starfsmönnum fjölgað og mun teyminu ætlað að sjá  um  öll barnaverndarmál er varða ofbeldi; tilfinningalegt/sálrænt ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi. Áhersla verður lögð á samstarf við aðrar stofnanir vegna málavinnslu í teyminu og þá sérstaklega við lögreglu, heilbrigðis- og skólakerfi. Tilkynningum um líkamlegt ofbeldi verður veitt sérstök athygli árið 2021 með það að markmiði að móta skýrt verklag varðandi tilkynningar um líkamlegt ofbeldi og bæta þjónustu og stuðning við börn sem hafa upplifað það.

Ég fagna þessum góðu viðbrögðum og mikilvægu aðgerðum í því að tryggja öryggi barna og ungmenna. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld sendi skýr skilaboð um að ofbeldi eigi aldrei að líðast.

Ef þú hefur áhyggjur af aðstæðum barns er mikilvægt að tilkynna það til barnaverndar svo veita megi viðkomandi barni og fjölskyldu stuðning. Starfsfólk barnaverndar leggur áherslu á samstarf við börn og foreldra við vinnslu mála. Nærgætni og virðingar er gætt í samskiptum við alla og fyllsta trúnaðar heitið. Hægt er að senda tilkynningu til barnaverndar með aðgengilegum hætti af vef bæjarins eða með því að hringja í þjónustuver Kópavogs í síma 441 0000

Greinin birtist í Kópavogsblaðinu þann 25. september 2020

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í Dýraþjónustu Reykjavíkur sem staðsett verður...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti. Daglegu lífi hefur verið snúið...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lag þar sem allir...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...
X
X
X