Vertu breytingin

Nú fer fyrsta kjörtímabili Pírata í bæjarstjórninni í Kópavogi að ljúka. Í kosningunum 2018 náðum við þeim markverða árangri að fá inn okkar fyrsta fulltrúa í bæjarstjórn. Nú stefnum við ótrauð að því að bæta við okkur í komandi kosningum. Við höfum sýnt það og sannað að við eigum erindi, rödd okkar Pírata skiptir máli. Við gefum ekkert eftir í baráttunni fyrir grænu velferðarsamfélagi þar sem sem haldið er utan um fjölskyldur og börn, þar sem hugað er að fjölbreyttum þörfum svo að öll geti lifað hér góðu lífi og þar sem hugað er að jafnrétti kynslóða á milli með mikilvægum aðgerðum í þágu loftslagsins.

Meira gagnsæi

Þrátt fyrir að vera í minnihluta hefur bæjarstjórn, fyrir tilstuðlan Pírata í Kópavogi, tekið mikilvæg skref í átt að auknu gagnsæi meðal annars með innleiðingu reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa um leið og hafið var að birta fylgigögn með fundargerðum. Skref hafa einnig verið stigin í átt að sanngjörnu og aðgengilegu samfélagi fyrir öll með bættu aðgengi að ókyngreindum búningsklefum í sundlaugunum auk þeirrar mikilvægu breytingar í þágu loftslagsins að samþykkja að kolefnisjafna allar ferðir starfsfólks bæjarins á vinnutíma. Ef þetta eru mál sem þú vilt sjá meira af, þá hvet ég þig til að kynna þér Pírata og styðja þessa baráttu.

Prófkjör Pírata

Framundan eru prófkjör Pírata þar sem allt félagsfólk getur tekið þátt í að móta lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og frestur til framboðs í Kópavogi er 15. febrúar. 18. febrúar verður streymisfundur á Píratar.tv þar sem frambjóðendur í prófkjöri kynna sig og sínar áherslur og vikuna 19. – 26. febrúar stendur kosning í prófkjöri yfir.

Stefnumótun

Önnur leið til þátttöku er með þátttöku í stefnumótun fyrir kosningarnar. Um þessar mundir erum við að vinna að stefnumótun í öllum málaflokkum sveitarstjórnarstigsins fyrir næsta kjörtímabil. Fyrstu drög í nokkrum málaflokkum eru þegar komin í umsagnarferli inn á spjall. piratar.is og upplýsingar um næstu vinnufundi má nálgast á Píratar.is. Þar sem má jafnframt finna yfirlit yfir allara viðburði sem eru framundan eru eins og nýliðakvöldin okkar, en fyrsta þriðjudagskvöld hvers mánaðar er tækifæri til þess að kynna sér störf Pírata og spjalla við kjörna fulltrúa á nýliðakvöldunum okkar.

Mismunandi raddir

Það skiptir máli fyrir lýðræðið að fjölbreyttar raddir heyrist í sveitarstjórnum, nefndum og ráðum en líka innan stjórnmálahreyfinga. Ekki bara þaulæfðar raddir stjórnmálafólks sem er farið að venjast sæti sínu óþarflega vel, heldur raddir fólks sem hefur mismunandi reynslu, bakgrunn og menntunarstig, er af fjölbreyttum kynjum og uppruna og með fjölbreytta færni. Við þurfum þig. Við þurfum allskonar fólk. Ekki hika við að heyra í okkur ef þetta er eitthvað sem kveikir hjá þér neista. Vertu með, taktu þátt. Á hvaða hátt sem hentar þér.

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...