Umhverfisstefna og lýðheilsubærinn Reykjanesbær

Reykjanesbær setti sér umhverfisstefnu árið 2004 sem enn má finna á vef bæjarins. Við yfirlestur má sjá að stefnan er bæði gömul og að mörgu leiti úrelt. Nýjar áherslur eru í umhverfismálum í heiminum og umhverfisógnir hér í heimabyggð kalla á skýrari umhverfisstefnu, auk þess sem ljóst er að mörg loforð í skjalinu frá 2004 hafa ekki verið uppfyllt og er ólíklegt að þau verði í forgangi á næstunni. 

Við hjá Pírötum viljum legga okkar af mörkum og höfum unnið drög að nýrri umhverfisstefnu fyrir Reykjanesbæ sem er markviss og miðar að velferð bæjarbúa. Tillaga Pírata í Reykjanesbæ að umhverfisstefnu er í eftirfarandi  fimm liðum.  

1. Heilsusamlegt umhverfi – loftgæði og vatnsgæði

Í samþykktum, og skipulagsákvörðunum munu bæjarstjórn og embættisaðilar á vegum Reykjanesbæjar taka tillit til og stuðla að heilsusamlegu umhverfi þannig að fylgt sé mengunarbótareglu og varúðarsjónarmiðum varðandi loftgæði og vatnsgæði. Reykjanesbær skal gæta að lýðheilsu með því að uppfylla loftlagsmarkmið Parísarsamkomulagsins og vera kolefnishlutlaus fyrir árið 2030. 

2. Lífríki og náttúruvernd 

Reykjanesbær hvetur til verndar náttúruminja og vistkerfa, m.a. með því að styðja við og taka þátt í uppbyggingu og þróun Reykjanesjarðvangs sem og annarra náttúruverndarsvæða ásamt því að sporna gegn losun mengandi efna í loft, láð og lög. Þá skal sérstaklega hugað að vernd lífríkis og hvatt til mannúðlegrar meðferðar á dýrum. 

3. Náttúruauðlindir og orka

Það er stefna Reykjanesbæjar að leita allra leiða til að auka hlut vistvænna orkugjafa úr endurnýjanlegum orkulindum í almennri orkunotkun fyrirtækja og heimila. Þá skal gæta að skilvirkni í orkunýtingu og orkusparnaði um allt sveitarfélagið. Einnig skal auka sjálfbærni í allri nýtingu náttúruauðlinda til að tryggja hag komandi kynslóða. 

4. Endurnýting úrgangs, hringrásarhagkerfi og förgun spilliefna

Reykjanesbær stefnir á að minnka sorpmagn og auka hlut endurnýtingar og endurvinnslu í sveitarfélaginu. Áfram verður bætt sú þjónusta við heimili og fyrirtæki í bænum sem dregur úr sorpmagni og notkun spillefna. Stefnt skal að hringrásarhagkerfi og að ná sem mestri  endurnýtingu og endurvinnslu með fræðandi og hvetjandi aðgerðum. 

5. Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna varðandi sjálfbærni 

Reykjanesbær stefnir að því að innleiða sem flest af 17 heimsmarkmiðum og 169 undirmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030 og að setja fram raunhæfa áætlun um innleiðinguna. Þar ætti í það minnsta að taka á loftgæðum, loftslagsmálum, lýðheilsu og hljóðvist, náttúruvernd, skólphreinsun, útivist og vatnsvernd. Mælanleg markmið og árangur verða kynnt fyrir bæjarbúum reglulega.

Eins og sjá má hvetja Píratar til nokkuð róttækrar umhverfisstefnu sem þó er opin fyrir frekari málaflokkum í samræmi við Heimsmarkmið S.Þ. Til viðbótar við stefnuna þá hvetja Píratar til þess að gerð verði sveitarfélagssamþykkt um aðgerðir og innleiðingu í átt að markmiðum umhverfisstefnunnar. Einnig þyrfti að setja róttæk töluleg markmið um að loftgæði og vatnsgæði verði þar að auki skrifuð inn í aðalskipulag Reykjanesbæjar þannig að þau fái lagalega festu. Píratar bjóða upp á samstarf í gerð og mótun frekari aðgerða í umhverfismálum ef áhugi er á slíku.

Yfirvöld í Reykjanesbæ þurfa að vera róttæk í að setja ströng umhverfismarkmið því slíkt er besta lýðheilsustefnan til langs tíma. Sérstaklega þarf að huga að umhverfisvá frá alþjóðaflugvellinum og frá iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Þar ættu í raun engin önnur sjónarmið að vera æðri en lýðheilsa og umhverfisvernd, því ekkert mun kosta bæjarfélagið meira en heilsuskaðlegt umhverfi. 

Reykjanesbær hefur alla burði til að vera til fyrirmyndar í forvörnum, lýðheilsu og umhverfismálum, allt sem þarf er að opna hugann fyrir öðru en fjárhagslegum markmiðum því lífsgæði eru jú af ýmsu tagi eins og við þekkjum hér í „bítlabænum”, „Íþróttabænum” og „Kanabænum”. Hví ekki að bæta forvarnir, heilsugæslu og umhverfisvernd í Reykjanesbæ til að fá enn eitt viðnefnið: „lýðheislubærinn”?  

Albert Svan Sigurðsson

Höfundur er formaður Pírata í Reykjanesbæ og umhverfislandfræðingur

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...