Píratar XP

Tvenns konar stjórnmál

Björn Leví Gunnarsson skrifar um hvernig stjórnmál ættu að vera

Pólitík snýst um að velja lausnir við vandamálum. Vandinn er að við vitum ekki fyrirfram hvaða lausnir eru bestar. Það er því verkefni stjórnmálanna, stjórnsýslu og pólitíkusa saman, að reyna að komast að því. Hvernig það er gert má gróflega skipta í tvenns konar stjórnmál hér á Íslandi.

Annars vegar eru stjórnmál þar sem allir valmöguleikar eru skoðaðir, það er gerður faglegur samanburður og helstu álitamál vegin og metin. Kostnaður og ábati hvers valmöguleika er metinn og að lokum tekur pólitíkin við og velur bestu lausnina. Hér þarf alltaf að hafa í huga að það er ekkert sjálfsagt við að safna saman hugmyndum að lausnum, gera á þeim faglega greiningu eða velja svo úr bestu valmöguleikunum. Það er alltaf ákveðin ónákvæmni og óvissa ásamt því að í pólitíkinni eru mismunandi þættir mismikilvægir. Sumir leggja kannski meiri áherslu á lausnir sem koma til móts við fátækt á meðan aðrir velja lausnir sem koma til móts við byggðarsjónarmið.

Hins vegar eru það stjórnmál sem eru byggð á geðþóttaákvörðunum. Slík stjórnmál spara tíma í valkostagreiningar því þær skipta ekki máli vegna þess að sama hvað faglegt árangursmat segir þá trompa pólitískar skoðanir allt.

Það ætti að vera öllum augljóst hvers konar stjórnmál búa til betri lausnir fyrir alla en vandinn er að það er ekki endilega auðvelt að greina þarna á milli. Geðþóttastjórnmálin eru mjög góð í því að þykjast vera fagleg. Það gera þau til dæmis með því að gera yfirborðskenndar greiningar með fyrirfram gefinni niðurstöðu. Það eru pöntuð lögfræðiálit sem útiloka betri lausnir, gert lítið úr öðrum hugmyndum eða einfaldlega fullyrt að geðþóttalausnin sér best og eftiráskýringar búnar til eftir þörfum.

Nýlegt dæmi um geðþóttastjórnmál er til dæmis Landsréttarmálið, þar sem það er vel skjalfest að geðþótti dómsmálaráðherra réð niðurstöðunni þrátt fyrir ráðleggingar um annað. Annað dæmi eru niðurlagning Nýsköpunarmiðstöðvar. Sú ákvörðun var tekin áður en búið var að ákveða hvað eða hvort eitthvað annað þyrfti að koma í staðinn. Það eru fjölmörg önnur dæmi um geðþóttastjórnmál á undanförnum árum, eins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er til dæmis skýr vitnisburður um – þar eru engar kostnaðar- og ábatagreiningar eins og kom skýrt í ljós í síðustu viku þegar forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sagði það hreint út að þau hefðu ekki hugmynd um hvort 700 þúsund krónur á dag fyrir stofulækni væri réttur kostnaður eða ekki.

Við eigum að krefjast þess að stjórnmálin geri betur. Að þau séu innihaldsrík og fagleg en ekki yfirborðskennd og ráðist af hugmyndafræðilegum geðþótta. Í dag ræður hins vegar geðþóttinn og því vilja Píratar breyta af því að við eigum öll skilið að stjórnvöld geri sitt besta

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X