Píratar XP

Traust á stjórnmálum

Björn Leví Gunnarsson leiddi umræðu á Alþingi í dag um traust og spillingu í íslenskum stjórnmálum

Af hverju skiptir traust máli og af hverju er mikilvægt að vinna sér inn traust? Í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er að finna útskýringu á því af hverju traust er mikilvægt sem nauðsynlegt er að hafa til hliðsjónar í þessari umræðu. En þar segir meðal annars:

„Það virðist vera mjög algeng skoðun eða upplifun að handhafar ríkisvalds – og þá einkum löggjafinn – sem hafa það hlutverk að móta stefnu og leikreglur samfélagsins til framtíðar séu ekki líklegir til að sinna því með viðunandi hætti og af heilindum. Þeim takist ekki að tryggja jöfn tækifæri fólks og því megi gera ráð fyrir því að ákveðnir hagsmunaaðilar njóti forgangs, ákvarðanir ráðist af öðru en almannahagsmunum og að forystufólki stjórnmála og stjórnsýslu sé fremur annt um að verja slíkt kerfi en að breyta því í þágu almennings og samfélagsins.“

Vantraust á stjórnvöld lýsir sér í þeirri skoðun að ríkisvaldið sé ekki að beita völdum í þágu almennings heldur gefi ákveðnum hagsmunum forgang fram yfir aðra. Hvort sem það er satt eða ekki er það gríðarlega alvarlegt vandamál, enn alvarlegra auðvitað ef það er satt. Skýrsla starfshópsins fjallar stuttlega um afleiðingar af vantrausti, en þar segir:

„Vantraust af þessu tagi getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Þær geta birst í að stefnumótun ríkisvaldsins nýtur ekki trausts og er jafnvel ekki tekin alvarlega. Það getur líka haft þau áhrif að draga úr virðingu við lög og reglur. Ef sú skoðun er algeng að reglur séu iðulega settar til að þjóna sérhagsmunum, og sú upplifun að umdeildar ákvarðanir séu ólögmætar er viðvarandi hluti – af afstöðu borgaranna til ríkisvaldsins, eiga samskipti stjórnvalda og borgaranna undir högg að sækja.“

Er þetta ásættanlegt traust?
Ein birtingarmynd þessa vantrausts á valdhafa þessa dagana sést í nýrri bylgju #metoo. Mörgum finnst kerfið hafa brugðist þeim og því leitar fólk annara leiða í leit að réttlæti, hjá fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Ég hef heyrt þó nokkra þingmenn tjá áhyggjur sínar af þessari þróun en á sama tíma síður heyrt þá tjá sig um ástæður þess að vantraustið sé til staðar.

Traust til Alþingis hefur aldrei verið mjög hátt. Fyrir efnahagshrunið árið 2008 mældist það í kringum 30 – 40%. Við hrunið féll það niður í 13% en mælist nú síðast um 34% í þjóðarpúlsi Gallup eða á svipuðum stað og fyrir hrun. Spurningin sem það vekur er augljós, er það ásættanlegt traust til Alþingis – að einn af hverjum þremur trúi að kjörnir fulltrúar séu almennt að beita ríkisvaldi í þágu almennings og samfélagsins? Ég tel svo ekki vera og myndi vilja sjá þessu snúið á hvolf – að minnsta kosti tveir af hverjum þremur hefðu það traust til stjórnvalda að verið væri að vinna að almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum.

Ég veit ekki hvort þetta sé raunhæft markmið, sérstaklega ekki í þeirri pólitík sem stunduð er í dag ofan í upplýsingaóreiðu og falsfréttir. Pólitík sem ýkir stórkostlega eða jafnvel lýgur blákalt að kjósendum sínum. Er það ekki nema eðlilegt að slík pólitík verðskuldi vantraust?

En hverjum á að trúa úr því vantraustsumhverfi sem við vinnum hér í? Þess vegna spyr ég hæstvirtan forsætisráðherra hverjar séu helstu áskoranirnar sem þarf að mæta á næstunni til þess að efla traust á stjórnmálum. Þversögnin hér er augljós því hvers vegna ættum við að trúa svarinu? Hvers vegna ættum við að trúa einu orði af því sem þingmenn og ráðherrar segja?

Vítahringur vantrausts
Hér birtist okkur vítahringur vantraustsins. Vítahringur sem nærist á pólitískum ráðningum, geðþóttaákvörðunum þvert á lög og reglur og svo flokkspólitískri samtryggingu sem kemur í veg fyrir ábyrgð og eftirlit með misbeitingu valds.

Þessa dagana erum við að verða vitni að því hvernig reynt er að myrða mannorð með arði af sameiginlegum auðlindum – í siðlausri vörn vegna siðlausra verka. Vinnubrögðin eru opinberuð í samskiptum hópsins “PR Namibía” og tengjast beint við stærstu útgerð Íslands, Samherja. Vinnubrögðin voru líka opinberuð í fréttaflutningi Stundarinnar, Kveiks, Al-Jazeera og The Namibian fyrir nú um einu og hálfu ári síðan.

Vandinn er kerfislægur og birtist okkur reglulega í einstökum siðferðilegum álitaefnum, eins og Samherjamálinu, Landsréttarmálinu, uppreist æru, í Ásmundarsal, í ráðningu ráðuneytisstjóra, á Klausturbar, í Glitnisskjölunum, Panamaskjölunum og í fullt af öðrum einstökum málum.

Fyrsta skrefið að losna við Sjálfstæðisflokkinn
Einu sinni sagðist forsætisráðherra ekki vera hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðisleg álitamál, en þá verð ég að spyrja ráðherra, hvað á að gera í öllum þessu einstöku álitamálum sem eru einmitt birtingarmynd vandans?

Á meðan vandinn er kerfislægur þá ná stjórnvöld ekki árangri því vantraust spillir aðgerðum stjórnvalda. Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra vill ná árangri. Vandinn er að á meðan við spólum í sama farinu komumst við ekkert áfram – því endurtek ég – hverjar eru helstu áskoranir sem þarf að mæta á næstunni til þess að halda áfram að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu? Ég svara því að fyrsta skrefið sé að halda Sjálfstæðisflokknum frá valdastólum af því að þaðan koma nær öll þessi einstöku siðferðislegu álitamál – en hverju svarar hæstvirtur forsætisráðherra?

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X