Píratar XP

Topp maður | flopp stjórnmálamaður

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata skrifar.

“Topp maður”, var athugasemd á samfélagsmiðlum undir frétt af sóttvarnabroti fjármálaráðherra. Þetta er mjög merkileg fullyrðing í samhengi þeirra atburða sem við erum að ganga í gegnum. Í samhengi þeirra hegðunar sem birtist okkur á aðfangadagsmorgun.

Í kjölfar fyrstu frétta af málinu, þar sem óljóst var hvaða ráðherra hafði sótt fjölmennt teiti í miðbænum, þá hefur komið fram afsökunarbeiðni um að húsið hafi fyllst á þeim 15 mínútum sem ráðherra var í samkvæminu. Afsökunarbeiðni sem lætur sóttvarnabrotið líta út fyrir að vera yfirsjón og óheppilegt hliðarspor í annars vel heppnuðum kúlujólum.

Dagbók lögreglu og vitni lýsa atburðum Þorláksmessu hins vegar á annan hátt. Húsið hafi verið troðfullt þegar ráðherra bar að garði og hann hafi verið þar nær klukkutíma en 15 mínútum. Ekki er nóg með að ráðherra hafi þannig brotið sóttvarnalög heldur er afsökunarbeiðnin full af rangfærslum um atvik máls.

Topp maður

Ég efast ekki um að sá sem gegnir stöðu fjármálaráðherra sé ágætis faðir, afi og eiginmaður. Að hann reynist vinum og fjölskyldu vel og sé í allan stað topp maður á þeim vettvangi. Slík ágæti yfirfærast hins vegar ekki sjálfkrafa yfir í pólitíkina. Að vera góður í fótbolta gerir þig ekki að góðum stjórnmálamanni. Að vera góður að baka gerir þig ekki að góðum stjórnmálamanni. Að vera hávaxinn gerir þig ekki að góðum stjórnmálamanni. Að þú klæðir þig vel gerir þig ekki að góðum stjórnmálamanni.

Kannski er líklegra að topp maður sé góður stjórnmálamaður en einhver auli en það er ekki sjálfsagt og af verkunum skulið þið þekkja þá. Það er mjög skiljanlegt að við reynum að velja topp fólk í ábyrgðarstöður. Það ætti því að vera jafn skiljanlegt að við hættum að velja fólk sem stendur ekki undir þeirri ábyrgð.

Formaður VG kallar þetta sóttvarnahliðarspor og formaður Framsóknarflokks kallar þetta óheppilegt og minnir á stóru myndina, að þegar menn hafa beðist afsökunar og útskýrt mál sitt eigi að vera svigrúm til þess að virða það og fyrirgefa. En er þetta hliðarspor eða hluti af einbeittum brotavilja? Það muna allir eftir vinkonuhittingi annars ráðherra úr sama flokki frá því rétt fyrir vetrarbylgjuna. Það ættu allir að kannast við andmæli þingmanna sama flokks um sóttvarnaaðgerðirnar. Að auki lítur út fyrir að ekki sé allt satt og rétt í afsökunarbeiðninni. Hvernig á að bera virðingu fyrir því? Hvernig á fyrirgefning að geta byggt á slíkri afsökunarbeiðni?

Já. Fjármálaráðherra er kannski topp maður. En það verður seint hægt að sýna fram á þá eiginleika á stjórnmálaferli hans, allt frá sögunni um sjóð 9 til skattaskjólskýrslna og til sóttvarnabrota. Niðurstaðan hlýtur að segja okkur að þar sé á ferð flopp stjórnmálamaður.

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús,...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar...

Má brjóta kosninga­lög?

Friðsamleg og lýðræðisleg skipti valdhafa er grundvöllur okkar samfélags og í raun allra vestrænna og margra annarra...

Meirihlutasáttmáli í atkvæðagreiðslu

Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík var kynntur á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal...

Hefði Garðabæjarlistinn átt að fá þrjá bæjarfulltrúa í stað tveggja?

Það þarf ekki mikið út af að bregða í fram­kvæmd kosn­inga, til að úr verði afdrifa­rík breyt­ing...

Kosningasigri fagnað í Tortuga!

Sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og kominn tími til að fagna okkar mögnuðu grasrót, frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem gerðu...

Tíu þúsund þakkir

Píratar vilja þakka öllum sem studdu við framboðin okkar á Akureyri, Hafnarfirði, Ísafirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Reykjavík og...

Kosningakaffi á kjördag!

Píratar í Reykjavík verða með kosningakaffi í höfuðstöðvum flokksins Tortuga (Síðumúla 23). Við hvetjum fólk til að...
X
X
X