Tíu þúsund þakkir

Píratar vilja þakka öllum sem studdu við framboðin okkar á Akureyri, Hafnarfirði, Ísafirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Reykjavík og samkurlsframboðin í Árborg, Garðabæ, Seltjarnarnesi og í Suðurnesjabæ þar sem fulltrúar Pírata sátu á listum með öðrum flokkum. 

Píratar náðu góðum árangri í Reykjavík þar sem þrír fulltrúar okkar eru nú í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Alexandra Briem og Magnús D. Norðdahl. Í Kópavogi situr Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áfram fyrir hönd Pírata í bæjarstjórn. Áfram Árborg náði líka oddvita sínum í bæjarstjórn, sú heitir Álfheiður Eymarsdóttir Pírati og fyrrverandi varaþingmaður okkar fyrir Suðurkjördæmi. 

Önnur framboð höfðu ekki erindi sem erfiði og oddvitar í Reykjanesbæ, Ísafirði, Hafnarfirði og á Akureyri fengu ekki nægilegan atkvæðafjölda til að fá oddvita í bæjarstjórn. Í Hafnarfirði fengu Píratar 6,1% atkvæða, á Ísafirði fengust 4,6%, 4,1% í Reykjanesbæ og 3,1% á Akureyri. Í Kópavogi fengu Píratar 9,5% atkvæða og 11,6% atkvæða í Reykjavík. 

Samtals greiddu tæplega tíu þúsund kjósendur (9961) Pírataframboðum atkvæði í sex sveitarfélögum, þar af 6970 atkvæði í Reykjavík (samkvæmt kosningatölum mbl.is).

Reyndar verður að segjast að Píratar vilja einnig þakka öllum sem greiddu öðrum stjórnmálaflokkum atkvæði og kusu að nýta kosningarétt sinn. Það finnst okkur mikilvægt, því lýðræðið rúllar á kjósendum sem mæta. 

Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum er þó áhyggjuefni þar sem hún var núna 66,7% á landsvísu sem er minna en árið 2018 þegar þátttakan var 67,6%. Minnst kosningaþátttaka var núna í Reykjanesbæ 47,4% en mest var hún í Vestmannaeyjum 80,9% (skv. mbl.is).

Það að fjórir af hverju 10 íbúum á kosningaraldri mæti ekki á kjörstað í mörgum sveitarfélögum er nokkuð sem allir stjórnmálaflokkar ættu að vinna að því að skoða og bæta úr ef hægt er. 

Kærar lýðræðiskveðjur og tíuþúsund þakkir fyrir traustið og stuðninginn, 
Alfa, eini bæjarfulltrúi Pírata utan höfuðborgarsvæðisins. 

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...