Home Greinar Þarf þrí­eyki fyrir lofts­lags­málin?

Þarf þrí­eyki fyrir lofts­lags­málin?

Þarf þrí­eyki fyrir lofts­lags­málin?

Nú er hálft ár liðið síðan kóróna­veiran um­bylti hvers­dags­leikanum sem tók skyndi­lega miklum breytingum. Það er ljóst að við erum lík­lega ekki á leið í fyrra horf alveg á næstunni og raun­veru­lega er spurning hvort við ættum nokkuð að stefna á að fara aftur í fyrra horf.

Far­aldurinn hefur sýnt okkur að vísindin skipta máli. Sér­fræði­þekking er mikil­væg. Það að fylgja ráðum fag­fólksins okkar getur greint á milli lífs og dauða. Við ættum því að hlusta þegar vísinda­menn vara okkur við að­steðjandi hættu. Það getur bjargað lífi okkar.

Kóróna­veirufar­aldurinn er nefni­lega ekki pólitískt mál. Þetta virðumst við öll geta verið sam­mála um og þau lönd sem hafa tæklað far­aldurinn hvað best hafa leyft sér­fræðingum að eiga sviðið. En þannig er mál með vexti að lofts­lags­breytingar eru heldur ekki pólitískt mál, eða ættu í það minnsta ekki að vera það. Að okkur steðjar hætta, raun­veru­leg og al­var­leg ógn, vegna lofts­lags­breytinga. Við höfum treyst sér­fræðingunum hvað varðar við­brögð við CO­VID-19 og það hefur skilað góðum árangri. Af hverju gerum við ekki hið sama fyrir lofts­lagið?

Stað­reyndin er sú að við þurfum að bretta upp ermarnar, nú sem aldrei fyrr. Við höfum tak­markaðan tíma til þess að sporna við hlýnun jarðar. Allar okkar að­gerðir þurfa að taka mið af því hverjar af­leiðingarnar af þeim eru til lengri tíma fyrir lofts­lagið. Allar okkar að­gerðir.

Sveitar­stjórnir heimsins, sér­stak­lega í hinum vest­ræna heimi, bera mikla á­byrgð í bar­áttunni við hlýnun jarðar. Það er þeirra hlut­verk að ganga fram með góðu for­dæmi á­samt því að búa svo í haginn að al­menningur og fyrir­tæki geti á auð­veldan máta minnkað vist­spor sitt. Það er okkar hlut­verk að skipu­leggja sjálf bæra byggð með þjónustu í nær­um­hverfi og inn­viðum fyrir virka sam­göngu­máta.

Nú líður að því að sveitar­stjórnir fari að vinna fjár­hags­á­ætlun fyrir næsta ár. Ljóst að að­stæður fyrir fjár­hags­á­ætlunar­gerð eru mjög ó­venju­legar, en í því felast tæki­færi til að hugsa öðru­vísi. Við þurfum til dæmis að hefja lofts­lags­mat á öllum okkar fjár­festingum. Það ætti reyndar að vera jafn sjálf­sagt og kostnaðar­mat. Nú er tími til þess að huga að lofts­lags­breytingum í öllum okkar að­gerðum, með grænum inn­kaupum, grænum fjár­festingum og grænu skipu­lagi. Af hverju er látið eins og lofts­lags­á­hrif á­kvarðana skipti minna máli en fjár­hags­leg?

Sveitar­fé­lög landsins hafa ein­stakt tæki­færi til að standa undir mann­afla­frekum, grænum fram­kvæmdum. Má þarf nefna sem dæmi skóg­rækt, gerð hjóla- og göngu­stíga, upp­setningu hrað­hleðslu­stöðva, þróun lausna til að veita þjónustu bæjar­fé­lagsins í gegn um netið í ríkari mæli og hvetja fyrir­tæki til að veita þjónustu í heima­byggð.

Nú er rétti tíminn til að sýna í verki að við forgangsröðum í þágu umhverfisins og heilsu og líðanar bæði íbúa og jarðarinnar okkar, líkt og þríeykið knáa hefur gert í baráttunni við COVID-19. Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir.

Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Previous article Samkomutakmarkanir – Hver er kostnaðurinn?
Next article Starfsnemi óskast fyrir Evrópuþingmann Pírata og varaforseta Evrópuþingsins
Ég heiti Sigurbjörg Erla og ég bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Ég er 35 ára gömul þriggja barna móðir, sálfræðingur og með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu. Ég er í pólitík vegna þess að mig langar að stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki vel upplýstar ákvarðanir. Ég vil sjá Kópavog með mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Tryggjum jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða.