Þarf þrí­eyki fyrir lofts­lags­málin?

Nú er hálft ár liðið síðan kóróna­veiran um­bylti hvers­dags­leikanum sem tók skyndi­lega miklum breytingum. Það er ljóst að við erum lík­lega ekki á leið í fyrra horf alveg á næstunni og raun­veru­lega er spurning hvort við ættum nokkuð að stefna á að fara aftur í fyrra horf.

Far­aldurinn hefur sýnt okkur að vísindin skipta máli. Sér­fræði­þekking er mikil­væg. Það að fylgja ráðum fag­fólksins okkar getur greint á milli lífs og dauða. Við ættum því að hlusta þegar vísinda­menn vara okkur við að­steðjandi hættu. Það getur bjargað lífi okkar.

Kóróna­veirufar­aldurinn er nefni­lega ekki pólitískt mál. Þetta virðumst við öll geta verið sam­mála um og þau lönd sem hafa tæklað far­aldurinn hvað best hafa leyft sér­fræðingum að eiga sviðið. En þannig er mál með vexti að lofts­lags­breytingar eru heldur ekki pólitískt mál, eða ættu í það minnsta ekki að vera það. Að okkur steðjar hætta, raun­veru­leg og al­var­leg ógn, vegna lofts­lags­breytinga. Við höfum treyst sér­fræðingunum hvað varðar við­brögð við CO­VID-19 og það hefur skilað góðum árangri. Af hverju gerum við ekki hið sama fyrir lofts­lagið?

Stað­reyndin er sú að við þurfum að bretta upp ermarnar, nú sem aldrei fyrr. Við höfum tak­markaðan tíma til þess að sporna við hlýnun jarðar. Allar okkar að­gerðir þurfa að taka mið af því hverjar af­leiðingarnar af þeim eru til lengri tíma fyrir lofts­lagið. Allar okkar að­gerðir.

Sveitar­stjórnir heimsins, sér­stak­lega í hinum vest­ræna heimi, bera mikla á­byrgð í bar­áttunni við hlýnun jarðar. Það er þeirra hlut­verk að ganga fram með góðu for­dæmi á­samt því að búa svo í haginn að al­menningur og fyrir­tæki geti á auð­veldan máta minnkað vist­spor sitt. Það er okkar hlut­verk að skipu­leggja sjálf bæra byggð með þjónustu í nær­um­hverfi og inn­viðum fyrir virka sam­göngu­máta.

Nú líður að því að sveitar­stjórnir fari að vinna fjár­hags­á­ætlun fyrir næsta ár. Ljóst að að­stæður fyrir fjár­hags­á­ætlunar­gerð eru mjög ó­venju­legar, en í því felast tæki­færi til að hugsa öðru­vísi. Við þurfum til dæmis að hefja lofts­lags­mat á öllum okkar fjár­festingum. Það ætti reyndar að vera jafn sjálf­sagt og kostnaðar­mat. Nú er tími til þess að huga að lofts­lags­breytingum í öllum okkar að­gerðum, með grænum inn­kaupum, grænum fjár­festingum og grænu skipu­lagi. Af hverju er látið eins og lofts­lags­á­hrif á­kvarðana skipti minna máli en fjár­hags­leg?

Sveitar­fé­lög landsins hafa ein­stakt tæki­færi til að standa undir mann­afla­frekum, grænum fram­kvæmdum. Má þarf nefna sem dæmi skóg­rækt, gerð hjóla- og göngu­stíga, upp­setningu hrað­hleðslu­stöðva, þróun lausna til að veita þjónustu bæjar­fé­lagsins í gegn um netið í ríkari mæli og hvetja fyrir­tæki til að veita þjónustu í heima­byggð.

Nú er rétti tíminn til að sýna í verki að við forgangsröðum í þágu umhverfisins og heilsu og líðanar bæði íbúa og jarðarinnar okkar, líkt og þríeykið knáa hefur gert í baráttunni við COVID-19. Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir.

Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...