Þar sem er reykur, þar er eldur – þegar konur verða brunarústir

Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi. Þegar starf gerir þig veika, þá er brotið á mannréttindum þínum. Fjöldi kvenna sem brenna út í starfi fer vaxandi, sérstaklega fjöldi ungra kvenna. Að missa fólk út af vinnumarkaði til skemmri eða lengri tíma vegna kulnunar í starfi er dýrt, en það er líka siðlaust. Við sem samfélag erum að bregðast fólkinu okkar.

Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent.

En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann.

Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi.

Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál.

Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk.

Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma.

Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar.

Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur.

Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu.

Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...