Það ætti að vera frí í dag

Björn Leví skrifar um lausnina við frídagaskorti ársins

Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku því fá eftir þessum aukafrídegi í dagatalinu. Í ár eru jóladagur og annar í jólum einnig um helgi sem þýðir að þrír frídagar eru ekki á virkum degi í ár. Hins vegar er 17. júní á fimmtudegi og veitir því kærkomið frí undir lok vinnuviku.

Á Íslandi eru 14 frídagar ásamt tveimur hálfum dögum, sem eru aðfangadagur og gamlársdagur. Tveir af þessum frídögum lenda alltaf á sunnudegi og eru með meðfylgjandi frí á mánudegi til þess að laga það. Raunverulegur fjöldi frídaga er því 12 og tveir hálfir dagar. Í ár eru hins vegar 9 frídagar og tveir hálfir dagar vegna þess að þrír frídagar lenda á helgi. 

Ýmsir frídagar á kristna dagatalinu eru bundnir við ákveðna vikudaga og fyrir vikið valda þeir minna róti í vinnuvikunni. Má þar nefna páska, en þar er annar í páskum alltaf frídagur á mánudegi. Sömu sögu er að segja af öðrum í hvítasunnu. Annar í jólum er dálítið ankannalegur í þessu samhengi því hann býður ekki upp á frídag á virkum degi ef jóladagur lendir á laugardegi, eins og gerist í ár. Það ætti auðvitað að bæta úr þessu fyrir alla frídaga.

Í tilefni þess að 1. maí bar upp á laugardegi og að meðfylgjandi frí flestra féll brott tel ég að það þurfi að laga þennan galla í frídagamálum okkar Íslendinga. Til viðbótar myndi ég einnig vilja gera bæði 24. og 31. desember að heilsdagsfrídögum. 

Þetta þýðir að það verða alltaf jafn margir frídagar á hverju ári en ekki breytilegt eftir árum. Jafn margir frídagar og eru í raun lögboðnir. Þetta ætti því ekki að vera flókin breyting. Þetta myndi eining þýða að ef gamlársdagur og nýársdagur lenda á helgi þá bætist við frídagur á mánudegi og þriðjudegi ef báðir dagarnir eru um helgi. Sama á við um jóladagana. Ef 1. maí eða 17. júní lenda á laugardegi eða sunnudegi er frí á næsta mánudegi. Þetta fyrirkomulag þekkist t.d. í Bretlandi.

Þá þætti mér einnig umræðunnar virða að bæta við tveimur almennum frídögum, í október og í febrúar. Ástæðan fyrir því er langt frílaust tímabil frá verslunarmannahelgi til jóla og frá áramótum til páska. Á þeim tima er hins vegar vetrarfrí í skólum sem spilar illa saman við vinnumarkaðinn. Þessir frídagar væru þannig nokkurs konar fjölskyldufrí. Kannski væri hægt að hafa þá frídaga samhliða fyrsta vetrardeginum og jafnvel endurvekja frí á öskudegi. 

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hafa frídagana fleiri og að stytta vinnutíma. Það minnsta sem við gætum hins vegar gert væri að samræma fjölda frídaga á hverju ári þannig að þeir séu ekki mismargir frá ári til árs. Þannig gætum við ekki bara fagnað baráttudegi verkalýðsins heldur einnig notið þess að fá frídag.

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...