Píratar XP

Það á að gefa börnum brauð

En ekki bara á jólunum, og ekki bara brauð. Næringarríkar og reglulegar máltíðir hafa umfangsmikil áhrif á farsælan uppvöxt barna, ásamt ást og umhyggju eins og við þekkjum.

Fjárhagserfiðleikar foreldra eiga ekki að bitna á börnum. Raunar er það samþykkt stefna Reykjavíkurborgar. Að þessum róum við öllum okkar árum. Fjárhagsvandi foreldra á ekki og skal ekki að skerða rétt barna til þjónustu eins og leikskóla, grunnskóla, frístundar eða tómstunda.

Meirihluti borgarstjórnar er metnaðarfullur þegar kemur að velferðarmálum og það hefur verið að skila sér. Nýlega kom fram í Kjarnanum að Reykjavíkurborg ber höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög þegar kemur að því að veita öfluga félagsþjónustu og niðurgreiðir í raun félagsþjónustu hinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu

Aðgerðaáætlun gegn sárafátækt var nýlega kynnt í velferðarráði og samhliða voru samþykktar uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð. Í þeim er tryggður stuðningur við foreldra á fjárhagsaðstoð vegna leikskóla, frístundar og skólamáltíða. Verklagið er í dag þannig að börnum er ekki vísað úr þjónustu vegna fjárhagsvanda foreldra. Þau fá að vera í leikskóla, fá áfram skólamáltíðir og fá inn í frístund, þó svo foreldrar þeirra séu í skuld við borgina. Í meirihlutasáttmálanum er kveðið á um að létta skuli róðurinn fyrir barnafjölskyldur með því að setja þak á greiðslu skólamáltíða. Stuðningur á að vera réttindamiðaður. Fólk ætti að upplifa stuðning sem réttindi en ekki betl eða ölmusu.

Nútímavæðing þjónustu og bætt aðgengi að henni er risastórt verkefni hjá borginni og snýst um að fólk á ekki að þurfa að standa í veseni við að sækja sér þjónustu sem það á rétt á, það ferli á að vera skilvirkt og þægilegt. Við viljum ekki að einstaklingnum fallist hendur við að sækja sér nauðsynlega þjónustu. Þannig sköpum við svigrúm til þess að sérfræðingar borgarinnar geti einbeitt sér að þjónustu fremur en gagnavinnslu og þannig nýtist tíminn betur sem getur skipt sköpum fyrir þá sem mestan stuðninginn þurfa.

Baráttan gegn fátækt barna er okkur hjartans mál, en þetta og fleira til er hluti af þeirri baráttu. Baráttunni við að búa til gott og réttlátt samfélag þar sem öllum getur liðið vel.

Höfundur er fulltrúi Pírata í velferðarráði og skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar.

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X