Það á að gefa börnum brauð

En ekki bara á jólunum, og ekki bara brauð. Næringarríkar og reglulegar máltíðir hafa umfangsmikil áhrif á farsælan uppvöxt barna, ásamt ást og umhyggju eins og við þekkjum.

Fjárhagserfiðleikar foreldra eiga ekki að bitna á börnum. Raunar er það samþykkt stefna Reykjavíkurborgar. Að þessum róum við öllum okkar árum. Fjárhagsvandi foreldra á ekki og skal ekki að skerða rétt barna til þjónustu eins og leikskóla, grunnskóla, frístundar eða tómstunda.

Meirihluti borgarstjórnar er metnaðarfullur þegar kemur að velferðarmálum og það hefur verið að skila sér. Nýlega kom fram í Kjarnanum að Reykjavíkurborg ber höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög þegar kemur að því að veita öfluga félagsþjónustu og niðurgreiðir í raun félagsþjónustu hinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu

Aðgerðaáætlun gegn sárafátækt var nýlega kynnt í velferðarráði og samhliða voru samþykktar uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð. Í þeim er tryggður stuðningur við foreldra á fjárhagsaðstoð vegna leikskóla, frístundar og skólamáltíða. Verklagið er í dag þannig að börnum er ekki vísað úr þjónustu vegna fjárhagsvanda foreldra. Þau fá að vera í leikskóla, fá áfram skólamáltíðir og fá inn í frístund, þó svo foreldrar þeirra séu í skuld við borgina. Í meirihlutasáttmálanum er kveðið á um að létta skuli róðurinn fyrir barnafjölskyldur með því að setja þak á greiðslu skólamáltíða. Stuðningur á að vera réttindamiðaður. Fólk ætti að upplifa stuðning sem réttindi en ekki betl eða ölmusu.

Nútímavæðing þjónustu og bætt aðgengi að henni er risastórt verkefni hjá borginni og snýst um að fólk á ekki að þurfa að standa í veseni við að sækja sér þjónustu sem það á rétt á, það ferli á að vera skilvirkt og þægilegt. Við viljum ekki að einstaklingnum fallist hendur við að sækja sér nauðsynlega þjónustu. Þannig sköpum við svigrúm til þess að sérfræðingar borgarinnar geti einbeitt sér að þjónustu fremur en gagnavinnslu og þannig nýtist tíminn betur sem getur skipt sköpum fyrir þá sem mestan stuðninginn þurfa.

Baráttan gegn fátækt barna er okkur hjartans mál, en þetta og fleira til er hluti af þeirri baráttu. Baráttunni við að búa til gott og réttlátt samfélag þar sem öllum getur liðið vel.

Höfundur er fulltrúi Pírata í velferðarráði og skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...